22.12.2012 | 13:19
1833 - Fésbókin og fleira
Galdurinn við fésbókina er að hafa mátulega marga vini skilgreinda sem nána vini (og auðvitað þá réttu). Mér er sagt að þeir geti ekki komist að því. Þá fær maður alltaf tilkynningar þegar þeir skrifa eitthvað og getur fylgst með öllum þeirra skrifum. Annars skrunar allt svo hratt framhjá að engin leið er að fylgjast með. Þ.e.a.s.ef maður er með marga fésbókarvini. Ég var einu sinni að safna slíkum og er með næstum 500 stykki.
Mikið er fjasað um kæsta skötu þessa dagana. Hef reyndar aldrei smakkað hana en lyktin er ferleg og kalla ég þó ekki allt ömmu mína í þeim efnum. Saltfiskur var alltaf á borðum í foreldrahúsum á laugardögum. Hann var ágætur, ef maður gat valið sér stykki. Sum voru þó fremur vond. Ný ýsa var ódýrasti matur sem hægt var að fá. Svona u.þ.b. þriðjungur til helmingur af kjötfarsverði. Yfirleitt bara skorin í stykki og soðin þannig. Þessvegna var sporðurinn bestur því einfaldast var að ná beinunum úr honum.
Ef kæst skata er raunverulega það góðgæti sem sumir segja, af hverju er hún þá ekki borðuð oftar? Veitingahús sem sérhæfðu sig í kæstri skötu mundu stórgræða. Aðalgallinn við hamsatólgina (þó góð væri) var alltaf hve fljótt hún storknaði. Og þá var hún fremur vond.
Já, líklega vill meirihlutinn fá 2007-ástandið aftur. Halda að það sé í lagi að selja allt sem seljanlegt er og skulda sem allra mest. Það er samt flest sem bendir til að það geti ómögulega verið viðvarandi ástand. Það kemur alltaf að skuldadögunum. Spurningin er bara hve snemma það verður. Hrunið 2008 var óþyrmilegt. Kannski var það líka óhjákvæmilegt. Þó uppgjör þess fari alls ekki eftir því sem flestir vilja, þá er óhugsandi annað en að sætta sig við breytta heimsmynd og taka því sem nú er, sem því sem koma skal. Er það ekki skárra en óvissan eða að steypa sér aftur útí vitleysuna? Ég veit það ekki, en held það.
Bloggið mitt er með daufasta og pólitískasta móti núna. Ekki er það heimsendaleysinu að kenna og ekki þeirri firru að rétta ráðið til að koma í veg fyrir fleiri Sandy Hook atburði sé að hafa vopnaða verði í hverjum einasta skóla. Frekar er það útaf því hvað dagurinn er stuttur og að 9 gráðu hæð sólarinnar á himninum náist ekki fyrr en 1. febrúar. Gott að vera laus við snjóinn hérna á Stór-Kópavogssvæðinu, en á móti kemur að myrkrið er hálfu svartara fyrir vikið.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Að afneita orðum síns Herra
um Ésúbarn liggjand' í jötunni
er verjandi en hitt er verra
að vilj' ekki smakka á skötunni
Gleðileg jól Sæmi
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 22.12.2012 kl. 15:47
p.s Við nánari endurskoðun hljóðar vísan betur svona:
Að afneita orðum síns Herra
um Ésúbarn liggjamd' í jötu
er verjand' en hitt er þó verra
að vilj'ekki smakka á skötu
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 22.12.2012 kl. 17:08
Ilmurinn ei má þverra
elskar hann margur fús.
Ekkert þó verður verra
en veitingaskötuhús.
Gleðileg Jól Jóhannes.
Sæmundur Bjarnason, 22.12.2012 kl. 20:24
Og eins og Laxdalinn þarf ég að lagfæra pínulítið. Uppsetninguna líka.
Ilmur sá ei má þverra
elskar hann Laxdalsmús.
Ekkert þó verður verra
en veitingaskötuhús.
SB
Sæmundur Bjarnason, 23.12.2012 kl. 04:02
Hérna fer kallinn á kostum
og kveðskapinn leiðrétta kann.
Ætli hann fúlsi við ostum!
Ja, Áslaug á gikk fyrir mann
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 23.12.2012 kl. 11:27
Hér má tilfæra gamlan húsgang sem er svona:
Hossir þú heimskum gikki
hann gegnur lagið á.
Og ótal asnastykki
af honum muntu fá.
En svona í tilefni dagsins get ég reynt að hnoða einhverju saman:
Já, ostur mun afar góður
ætið ég kýs mér hann.
En Lutefisk fær sér fróður
ferlegur skötumann.
Og til að jafna metin er hér enn einn gamall húsgangur:
Annar lapskáss bar á borð
og beinakex fyrir náðarorð.
Hinn gaf okkur harðan fisk
og hangikjöt á silfurdisk.
Þetta var einskonar samanburður á ræðum tveggja kennimanna. Höfundur: Gestur á Hæli.
Sæmundur Bjarnason, 24.12.2012 kl. 04:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.