14.8.2012 | 02:59
1738 - Hatursáróđur kirkjunnar
Eftirfarandi klausu setti ég á fésbókina í gćr. Held ađ ég hafi aldrei skrifađ jafnlangt innlegg ţar. Endurtek ţađ hér á blogginu mínu, en ţeir sem ţegar hafa lesiđ ţađ geta auđvitađ sleppt ţví. Ađallega er ég ađ hugsa um ađ bjarga ţessari snilld frá glatkistunni gaflalausu, sem mér finnst fésbókin vera:
Svokallađar rökrćđur eru oft lítils virđi. Hver og einn talar einkum um ţađ sem hann (eđa hún) hefur áhuga á. Spurningum er ekki svarađ og áhersla lögđ á ţađ sem viđmćlanda finnst ekki skipta máli. Oft er leitađ í stjórnmálaskođanir til ađ finna rök og ţvćla viđmćlandanum út í eitthvađ annađ en hann vill rćđa.
Í bloggi mínu í gćr rćddi ég m.a. um hina biblíulegu auglýsingu í Fréttablađinu og taldi hana meinlitla. Jóhann Páll Jóhannsson blađamađur á DV skrifar um ţetta mál og kallar auglýsinguna hatursauglýsingu. Ég tel hana ekki vera ţađ og málfrelsiđ mikilvćgara, en vil samt benda á eitt sem styđur málflutning Jóhanns á vissan hátt.
Ţeir sem telja ekki vera um hatursskrif hjá Jóhanni eđa andstćđingum hans ađ rćđa geta varla taliđ málflutning ćstustu múhameđstrúarmanna (islamista) vera hatursskrif. Hugsanlega er hćgt ađ ganga of langt í stuđningi sínum viđ málfrelsi, en mér finnst ekki ađ Jóhann eđa hans líkar eigi ađ ákveđa ţađ. Hver á ţá ađ skera úr? Ţar liggur vandinn einmitt. Ef úrskurđur einstakra ađila skiptir jafnmiklu máli og mér finnst Jóhann telja í ţessu máli er varla um annađ ađ rćđa en spyrja almenning.
Ţannig er lýđrćđiđ. En auđvitađ er ekki hćgt ađ hafa ţjóđaratkvćđagreiđslur um öll mál og skođanakannanir geta e.t.v. komiđ í stađinn. Fyrirfram ţurfa ađilar ţá ađ fallast á ţá ađferđafrćđi sem notuđ er og ţađ getur orđiđ ţrautin ţyngri.
Svolitlar umrćđur ţó undarlegar vćru spunnust um ţetta innlegg ţar og ţeir sem mikinn áhuga hafa á ţessu efni geta séđ ţćr á fésbókinni.
Annars skila deilur um trúarbrögđ, (sama er reyndar ađ segja um mannréttindi) hvort sem er á bloggi eđa fésbók, afar litlu. Fyrir ţví er löng reynsla. Ég ćtla rétt ađ vona ađ ofurlangur svarhali myndist ekki viđ ţessa fćrslu.
Örvhendi. Samkvćmt frétt á RUV er dagur örvhendra í dag 13. ágúst. Skv. fréttinni er hlutfall örvhendra barna um 10 prósent. Ţetta leyfi ég mér ađ efast um. Held ađ hlutfalliđ sé hćrra. Í fréttini var líka sagt ađ álitiđ sé ađ örvhendi stafi ađallega af áfalli á međgöngu. Er alls ekki sammála ţví. Annars finnst mér örvhendi og örvhendi alls ekki vera ţađ sama. Oft er um mismunandi sterka tilhneygingu til örvhendis ađ rćđa og ţađ sem einn kallar örvhendi kallar annar eitthvađ allt annađ. Einhversstađar hef ég lesiđ ađ ef fólk hefur svotil alveg jafna tilhneygingu til örvhendis og rétthendis sé ţađ ávísum á andlega erfiđleika.
Ţađ er ekkert til sem heitir matarskattur og hefur aldrei veriđ. Á sínum tíma var samt mikiđ talađ um slíkan skatt. Söluskatturinn sálugi var misjafn og sumt var undanţegiđ honum. Einn af kostunum viđ virđisaukaskattinn ţegar hann var tekinn upp var ađ hann átti ađ leggjast á allt jafnt. Ekki leiđ samt á mjög löngu áđur en fariđ var ađ mismuna međ honum. Flest matvćli bera nú lágan virđisaukaskatt og ferđaţjónustan einnig. Forystufólk ţeirrar ţjóustu er nú komiđ í grenjuflokkinn međ LÍÚ og hefur hátt um vonsku ríkisstjórnarinnar. Best vćri auđvitađ ađ allir borguđu jafnháan virđisaukaskatt, ţá mćtti jafnvel lćkka hann eitthvađ.
Athugasemdir
Ađ mestu leyti sammála ţér. Hinsvegar langar mig ađ benda á ađ ţađ er ekki rökrétt ađ kalla muslimi múhameđstrúarmenn. Ţeir trúa ekki á Múhameđ, hann er spámađur Allah ađ ţeirra trú, en Allah er einn og almáttugur, líkt og Jahve hjá gyđingum og Guđ hjá sumum okkar. Svo talar mađur um tilhneigingu međ einföldu skv. stafsetningarorđabók dr. Halldórs Halldórssonar.
Ellismellur 14.8.2012 kl. 05:26
Ţađ sjá allir sem vilja ađ ţessi trúarbrögđ eru ekkert annađ en tól sem var og er notađ til ađ stjórna sauđum... Tal um trúarbrögđ er ţađ sem er ađ eyđa ţeim, internetiđ er stađurinn ţar em trúarbrögđin koma til ađ deyja; Trúarbrögđ ţola ekki frjálst umtal, ţola ekki neina skođun.. Viđ sjáum í gegnum söguna hvernig allir voru drepnir/fangelsađir ef ţeir voguđu sér ađ gagnrýna ţrćlahaldarahandbćkurnar(Biblíu/Kóran).
Fátt virkar betur á trúarbrögđ en ţađ ađ lesa bćkurnar.. heimskan, viđbjóđurinn, ofbeldiđ er svo svakalega ömurlegt í ţessum bókum. Svo eru ţađ sköpunarsinnar, menn eins og Mofi, mjög margir aftrúast viđ ađ lesa og heyra í sköpunarsinnum.
Ţađ dugar vel ađ tala um trúarbrögđ Sćmi.. aldrei í sögunni hafa trúarbrögđ stađiđ jafn höllum fćti; Á Írlandi hefur trú hrapađ niđur í 47% á stuttum tíma.. í kjölfar ţess ađ kaţólska kirkjan nauđgađi ţúsundum barna.. ţeir nauđguđu stúlkubörnum, ţunguđu ţćr og myrtu jafnvel börnin ţegar ţau fćddust, eđa seldu í ćttleiđingu.
Ţetta er hrćđilegt en satt... Mr JVJ segir aldrei neitt um ţessi alvarlegu mál.. ţađ voru svo margir sem sögđu ekkert.. ţví gerđist ţetta.. ţöggunin er alger í trúarbrögđum, myrkriđ fullkomiđ
DoctorE 14.8.2012 kl. 07:37
Ellismellur, ég er nú svo illa ađ mér í ţessum trúarbragđafrćđum ađ ég rugla alveg saman Múhameđstrúarmönnum og múslimum. Biđ afsökunar á ţví. Ţetta međ réttritunina er eflaust rétt hjá ţér líka. Takk.
Sćmundur Bjarnason, 14.8.2012 kl. 11:36
DoctorE, ég hef tilhneigingu til ađ álíta ykkur Jón Val Jensson á sitt hvorum endanum ţegar talađ er um trúarbrögđ. Er ekki sammála ţér um nćrri allt, en miklu nćr ţér samt á línunni en JVJ. Mofa ţekki ég lítiđ.
Sćmundur Bjarnason, 14.8.2012 kl. 11:43
Ţú ert ţá ađ meina ađ JVJ sé vírus og ég anti-vírus muhhahha
DoctorE 14.8.2012 kl. 14:18
Trúarbrögđ eru sáttmáli um ađ allir skuli skilja eđa misskilja heiminn á sama hátt svo fólk fari ekki ađ rífast.
Emil Hannes Valgeirsson, 14.8.2012 kl. 17:28
Emil Hannes, mér finnst fólk nú einmitt rífast af mestri tilfinningu ef um trúarbrögđ er ađ rćđa. Kannski eru sáttmálarnir of margir!!
Sćmundur Bjarnason, 14.8.2012 kl. 19:45
Já, ţađ er einmitt máliđ. Fólk fer ađ rífast ef ţađ misskilur heiminn á sitthvorn hátt.
Emil Hannes Valgeirsson, 14.8.2012 kl. 21:04
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.