1639 - Skátun

árniGamla myndin.
Þetta sýnast mér vera Árni Jóhannsson og Gunnlaugur Sigvaldason.

Skrifað var um það í blöð í Bretlandi í fyrra að komið hafi í ljós að Robert Baden-Powell stofnandi skátahreyfingarinnar og alheimsskátahöfðingi hafi hitt von Ribbentrop árið 1937. Von Ribbentrop var um þær mundir ambassador Þjóðverja í London. Yfirmaður Hitlersæskunnar kom síðan í heimsókn til æðstu manna skátahreyfingarnar í Bretlandi. Af fundi Baden-Powells og Hitlers virðist þó aldrei hafa orðið og samskiptin þarna á milli urðu ekki mikil. M.a. vegna afskipta breskra stjórnvalda.

Að alþjóðlegt skátastarf skuli ekki hafa látið fallerast þarna af fagurgalanum í Hitler þykir mér vænt um. Baden-Powell var samt jákvæður fyrir samstarfi við Hitlersæskuna en gerði sér áreiðanlega enga grein fyrir því hvernig hún var uppbyggð. Samhljómur skátastarfs og hernaðarhyggju hefur samt alltaf valdið vissum áhyggjum. Við slíku er ekkert að gera. Segja má að skátastarfið taki það besta frá hernaði, útilífi, náttúruvernd og ýmsu öðru og leggi áherslu á að uppfræða umgdóminn og þó segja megi að uppruni þess komi frá hernum er með öllu ástæðulaust að vera á móti skátastarfi þess vegna.

Skátar
verum kátar.

Ekki fer hjá því að málfræðilegt kynferði taki sinn toll hjá skátahreyfingunni. Karlrembuhugsunin átti sér eitt sinn öruggt skjól í þeirri hreyfingu. Svo er þó ekki lengur. Sjálfur minnist ég þess að kvenskátar nokkrir undir forystu dóttur minnar sigruðu eitt sinn á skátamóti í hraða við að koma varadekki undir bíl. Þær kepptu þar við stráka sem að sjálfsögðu áttu að sigra í þessari keppni. Ljóðlínurnar hér að ofan eru vonandi úr framtíðinni og ekki er víst að þær rætist nokkurn tíma. Orðið skáti heldur vonandi áfram að vera karlkyns.

Er það virkilega svo að því lengri sem bloggin mín eru því fleiri lesi þau eða heimsæki a.m.k. bloggsetrið mitt. Mér virðist svo vera. Kannski er fólk bara að skoða myndirnar. Kannski kemur það bara í heimsókn af gömlum vana. Hvað veit ég?

Gæti auðvitað reynt að setja upp spurningalista eða skoðanakönnum. Minnir að ég hafi gert það einu sinni og orðið steinhissa á hvað þátttakan var mikil. Athuga það. Allan fjárann ætla ég að athuga en geri svo aldrei neitt. Nú líður bráðum að því að ég þurfi að fara að gera skattskýrsluna. Það er lítið mál núna því ég samsinni öllu sem skattstjórinn stingur uppá. Tekjur mínar o.þ.h. er líka orðið svo einfalt að þetta er svosem enginn vandi. Einu sinni var þetta heilmikið mál, sem þurfti að sinna á hverju ári.

IMG 8076Kringlumýrarbraut á óveðursmorgni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Óli Helgason

Jamm...

B.P hafði voðalega gaman af öllu því sem agaði ungt fólk og kenndi því góða siði... Ég er samt ekki vissum að hann hafi verið jafn hrifin af Hitlersæskunni ef hann hefði vitað af andstöðu Hitlers við hið kristnasiðferði sem B.P hinsvegar svo annt um...

En maður veit svosum aldrei...

Ég hafði samt gaman af því að vera í skátunum hérna í denn þrátt fyrir að andstæðingum skátahreifingarinnar í minni fjölskyldu hefðu bennt mér á þetta þá... Mér var bara andsk... sama...!

Þetta var fínn félagsskapur...

Sævar Óli Helgason, 20.3.2012 kl. 21:09

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Sammála. Fínn félagsskapur var það.

Sæmundur Bjarnason, 21.3.2012 kl. 08:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband