19.3.2012 | 21:08
1639 - Skátun
Gamla myndin.
Þetta sýnast mér vera Árni Jóhannsson og Gunnlaugur Sigvaldason.
Skrifað var um það í blöð í Bretlandi í fyrra að komið hafi í ljós að Robert Baden-Powell stofnandi skátahreyfingarinnar og alheimsskátahöfðingi hafi hitt von Ribbentrop árið 1937. Von Ribbentrop var um þær mundir ambassador Þjóðverja í London. Yfirmaður Hitlersæskunnar kom síðan í heimsókn til æðstu manna skátahreyfingarnar í Bretlandi. Af fundi Baden-Powells og Hitlers virðist þó aldrei hafa orðið og samskiptin þarna á milli urðu ekki mikil. M.a. vegna afskipta breskra stjórnvalda.
Að alþjóðlegt skátastarf skuli ekki hafa látið fallerast þarna af fagurgalanum í Hitler þykir mér vænt um. Baden-Powell var samt jákvæður fyrir samstarfi við Hitlersæskuna en gerði sér áreiðanlega enga grein fyrir því hvernig hún var uppbyggð. Samhljómur skátastarfs og hernaðarhyggju hefur samt alltaf valdið vissum áhyggjum. Við slíku er ekkert að gera. Segja má að skátastarfið taki það besta frá hernaði, útilífi, náttúruvernd og ýmsu öðru og leggi áherslu á að uppfræða umgdóminn og þó segja megi að uppruni þess komi frá hernum er með öllu ástæðulaust að vera á móti skátastarfi þess vegna.
Skátar
verum kátar.
Ekki fer hjá því að málfræðilegt kynferði taki sinn toll hjá skátahreyfingunni. Karlrembuhugsunin átti sér eitt sinn öruggt skjól í þeirri hreyfingu. Svo er þó ekki lengur. Sjálfur minnist ég þess að kvenskátar nokkrir undir forystu dóttur minnar sigruðu eitt sinn á skátamóti í hraða við að koma varadekki undir bíl. Þær kepptu þar við stráka sem að sjálfsögðu áttu að sigra í þessari keppni. Ljóðlínurnar hér að ofan eru vonandi úr framtíðinni og ekki er víst að þær rætist nokkurn tíma. Orðið skáti heldur vonandi áfram að vera karlkyns.
Er það virkilega svo að því lengri sem bloggin mín eru því fleiri lesi þau eða heimsæki a.m.k. bloggsetrið mitt. Mér virðist svo vera. Kannski er fólk bara að skoða myndirnar. Kannski kemur það bara í heimsókn af gömlum vana. Hvað veit ég?
Gæti auðvitað reynt að setja upp spurningalista eða skoðanakönnum. Minnir að ég hafi gert það einu sinni og orðið steinhissa á hvað þátttakan var mikil. Athuga það. Allan fjárann ætla ég að athuga en geri svo aldrei neitt. Nú líður bráðum að því að ég þurfi að fara að gera skattskýrsluna. Það er lítið mál núna því ég samsinni öllu sem skattstjórinn stingur uppá. Tekjur mínar o.þ.h. er líka orðið svo einfalt að þetta er svosem enginn vandi. Einu sinni var þetta heilmikið mál, sem þurfti að sinna á hverju ári.
Kringlumýrarbraut á óveðursmorgni.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Jamm...
B.P hafði voðalega gaman af öllu því sem agaði ungt fólk og kenndi því góða siði... Ég er samt ekki vissum að hann hafi verið jafn hrifin af Hitlersæskunni ef hann hefði vitað af andstöðu Hitlers við hið kristnasiðferði sem B.P hinsvegar svo annt um...
En maður veit svosum aldrei...
Ég hafði samt gaman af því að vera í skátunum hérna í denn þrátt fyrir að andstæðingum skátahreifingarinnar í minni fjölskyldu hefðu bennt mér á þetta þá... Mér var bara andsk... sama...!
Þetta var fínn félagsskapur...
Sævar Óli Helgason, 20.3.2012 kl. 21:09
Sammála. Fínn félagsskapur var það.
Sæmundur Bjarnason, 21.3.2012 kl. 08:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.