1624 - ESB og Steinunn Ólína

Scan203Gamla myndin.
Heilsað við heimkomu.

Óneitanlega hallast ég að því að ég bloggi of mikið. Mér finnst næstum eins og ég þurfi að skrifa eitthvað á bloggið mitt á hverjum degi. Það er óþarfi. Mest er þetta meiningarlaust blaður. Það finnst mér a.m.k. stundum eftirá. Þegar ég set ósköpin upp finnst mér það sem ég skrifa stundum vel sagt. Ekki er það samt alltaf. Stundum sé ég ósköp vel sjálfur að skrif mín eru marklaus. Einkum á það við um stjórnmálalegu skrifin, enda hef ég enga sérþekkingu á slíkum ósköpum sem pólitíkin er og ekki fæ ég upplýsingar fyrr en aðrir. Margt annað get ég skrifað um. Bollaleggingar mínar um bloggið sjálft eru kannski stundum einhvers virði. A.m.k. fyrir þá sem áhuga hafa á slíku. Að koma því sem maður hugsar sæmilega frá sér í orðum er auðvitað fyrst og fremst æfing.

ESB-málið er og verður mál málanna. Þó ég sé ekkert að bila í stuðningi mínum við aðild sé ég greinilega að ólíklegt er að hún verði samþykkt af þjóðinni í þessari atrennu. Samt er rétt að klára það ferli sem hafið er. Verði aðildarumsóknin felld í þjóðaratkvæðagreiðslu verða a.m.k. svona fimmtán til tuttugu ár þangað til næst verður reynt. Þá verður hugsanlega svo komið fyrir okkur Íslendingum að við verðum að nýju farin að dragast verulega aftur úr öðrum Evrópuþjóðum í lífskjörum. Ef hinsvegar verður hætt við alltsaman núna verður hugsanlega farið af stað aftur fljótlega. Þessu virðast ESB-andstæðingar ekki nærri alltaf gera sér grein fyrir. Andstaða þeirra við aðild að ESB snýst oft upp í ríkisstjórnarandúð. Ríkisstjórnir koma og fara en Evrópusambandsaðild ekki. Þessvegna geta þær umræður um aðild eða aðild ekki, sem væntanlegar eru, orðið óvenju hatrammar.

Á bloggi Arnþórs Helgasonar er eftirfarandi klausa sem líklega er eftir Pétur Blöndal:

Merkilegt nokk, þá er ekki útilokað að sægreifar, kommúnistar, kapítalistar, femínistar, miðaldra karlar, stjórnmálamenn, öfgatrúaðir, öfgavantrúaðir, karlrembur, lattelepjandi listamenn eða útrásarvíkingar geti haft nokkuð til síns máls.

Þarna er verið að tala um hve mikið það tíðkast að fara í manninn frekar en boltann.

Las fyrir nokkru bók um líf heimskonunnar og auðkýfingsins Sonju de Zorillo sem Reynir Traustason skrifaði. Sonja var eitthvað skyld eða tengd einhverjum á Núpum í Ölfusi og lét byggja þar íbúðarhús fyrir sig. Það sem Hvergerðingar og aðrir nágrannar hennar töluðu mest um í sambandi við það var að sundlaugin skyldi vera á annarri hæð.  Þeir voru ekki að setja það mikið fyrir sig að í húsinu skyldi vera sundlaug. Það hefði samt þótt óhemju spandans í mínu ungdæmi. Held að hún hafi látið eftir sig allmikla peninga og sjóður verið stofnaður en honum verið komið lóg af útrásarvíkingum.

Auk þess legg ég til að Steinunn Ólína endurskoði afstöðu sína til forsetaframboðs. Kannski vill hún bænarskrá líka. Hugsanlega er hægt að fá afleggjara hjá Ólafi.

IMG 7950Í Fossvogi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæmundur, þú veist náttúrulega að neðstu lögin þarna í bakkanum eru talin ansi merkileg í jarðfræðilegu tilliti?

Ellismellur 28.2.2012 kl. 10:29

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Já, ég hef heyrt það en kann ekkert frá því að segja. Bakkinn þarna er talsvert merkilegur og einkennilegur.

Sæmundur Bjarnason, 28.2.2012 kl. 20:54

3 identicon

Ég glugga nú stundum í þetta hjá þér, það er einhver sjarmi yfir "blaðrinu" og gömlu myndunum. Ekki frá því að systir mín hafi átt svona nælonpeysu fyrir 30 árum, eins og stúlkan er í á myndinni.  Heldur finnst mér traustverðara þegar menn véfengja eigið ágæti en þegar farið er fram með úttútnuðu egói, sem getur þó stundum verið gott líka.  Algjörlega ósammála þér um ágæti ESB aðildar, sem skiftir auðvitað ekki nokkru máli.  Tilvitnunin í Pétur er ansi góð hjá Arnþóri, sjálfsagt þörf áminning.

Bjarni Gunnlaugur 28.2.2012 kl. 22:45

4 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Takk Bjarni Gunnlaugur. Hvar bloggar þú annars?

Sæmundur Bjarnason, 29.2.2012 kl. 10:28

5 identicon

Ég blogga hvergi. Ætli ég sé ekki í bloggheimum eins og þessi Ævar sem þú nefnir í örsögunni var í raunheimum ;-)

Ríf bara kjaft í athugasemdum. Kanski að maður sé nettröll ;-)

Bjarni Gunnlaugur 29.2.2012 kl. 11:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband