1623 - Hagsmunasamtök heimilanna

Scan201Gamla myndin.
Feðgar ræða saman.

Húsnæðiskerfið hér á Íslandi er tóm þvæla. Ég á ekki bara við húsnæðislánakerfið sem er nógu snúið til þess að dómstólar dæma út og suður og lögspekingar vaða uppi og raka saman fé að amerískri fyrirmynd. Íslenskt þjóðfélag er að verða þjóðfélag málaferlanna og mótmælanna. Reynt er að koma húsnæðisþvælunni allri saman yfir á almenning með því að láta hann bera ábyrgð á sem flestu. Þeir sem peningana hafa ráða þó enn öllu sem þeir vilja. Útrásarvíkingarnir eru ekkert að sleppa neinu taki. Breyta bara um baráttuaðferðir og fá aðstoð sérfræðinga við að rata um lagaflækjur þær sem þeir áttu þátt í að koma á.

Þó ríkisstjórnin sé á margan hátt viljalaust verkfæri í höndum peningaaflanna verður ekki hjá því komist að hafa einhverja stjórn á hlutunum. Það eina sem virðist geta breytt einhverju til frambúðar án þess að vandræði hljótist af er nýja stjórnarskráin. Þó er mjög óljóst hver áhrif hennar mundu verða ef frumvarp um hana verður samþykkt. Verði frumvarpið samþykkt þarf það helst að vera nokkuð afgerandi svo tekið verið mark á því. Kannski verður endirinn sá að það eina sem breytist er að völd forsetans hafa aukist að mun (vegna aðgerða ÓRG) og e.t.v. næst fram einhver réttur til þjóðaratkvæðagreiðslna.

Gísli Tryggvason, umboðsmaður neytenda, hafði í fullu tré og rúmlega það við þingmanninn Vigdísi Hauksdóttur í Silfri Egils í dag. Aðrir voru hálfgerðir statistar þar. Ótrúlegt er annað en fylgi framsóknarflokksins verði áfram lítið í næstu þingkosningum. Líklegt er líka að kosið verði um stjórnarskrárfrumvarpið samhliða forsetakosningunum í vor e.t.v. með valkostum varðandi umdeildustu breytingarnar.

Það er misjafnt hvort menn setja niður við það að auglýsa pólitíska sannfæringu sína. Geir Jón Þórisson virðist samt hafa gert það. Eflaust auglýsir hann sig þó vitandi vits. Frami hans innan Sjálfstæðisflokksins er vafasamur.

IMG 7947Kóngulóarvefur – ég meina svell.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband