25.2.2012 | 22:07
1622 - Er Sýrland súrt, eđa hvađ?
Gamla myndin.
Hafdís Rósa ţreytt á öllu tilstandinu.
Ađ mörgu leyti er öfgakennd vinstri stefna, óheftur feminismi og political correctness ađ bandarískri fyrirmynd ađ ná völdum á fésbókinni. Markverđ umrćđa á mjög erfitt uppdráttar ţar og reynt er eftir föngum ađ steypa alla í sama mót. (Bandarískt.) Vel er fylgst međ ţeim sem á fésbókinni eru. Leyfi einhver sér ađ hafa ađrar skođanir en ţćr sem samrćmast feminisku correctnessi er sá sami úthrópađur. Ţ.e.a.s ef gćslufólki fagurs mannlífs finnst taka ţví. Sjónvarpiđ er óđum ađ Hollywood-erast og bolta-sérast. Ef Íslendingum vćri alfariđ bannađ ađ snerta bolta held ég ađ hér yrđu miklar framfarir eđa nćr allir flyttu til annarra landa.
Lćti á borđ viđ ţau sem undanfariđ hafa veriđ í Sýrlandi eiga ekki ađ ţekkjast. Alţjóđasamfélagiđ vill ţađ ekki. Alţjóđasamfélagiđ er einskonar yfir-political-correctness sem enginn veit hvar á upptök sín. Hugsanlega á allsherjarţingi Sameinuđu ţjóđanna. Allir eiga ađ vera ţćgir og góđir og einbeita sér ađ ţví ađ verjast gulu hćttunni sem ađallega kemur frá Indlandi og Kína.
Af hverju ráđast Bretar, Bandaríkjamenn og Frakkar ekki inni í Sýrland á sama hátt og ţeir gerđu í Líbýu? Mörgum finnst munurinn auđskiljanlegur, ţví Assad er Vesturlandamađur en Gaddafi var ţađ ekki og ţar ađ auki óútreiknanlegur. Sannanir fyrir óhćfuverkum sem sveitir Assads hafa framiđ eru margar. Ađ leggja undir sig Sýrland gćti veriđ góđ ćfing fyrir USA áđur en kemur ađ slagnum viđ ađalóvininn, sem auđvitađ er Persía sjálf. (Íran)
Ađ ţví ríki sigruđu munu Bandaríkjamenn ráđa nćr öllum olíuforđa heimsins og vera komnir vel á veg međ ţúsund ára ríkiđ. En ţađ ţýđir ekki bara ađ safna skuldum. Smástríđ ţurfa ađ vera sem víđast (Somalía) svo halda megi the military industrial complex gangandi. Hann hefur hökt svolítiđ núna ađ undanförnu, (complexinn) en međ bćttum fjarskiptum og bćttri tćkni á öllum sviđum má komast langt. Trufla t.d. farsíma og spjaldtölvur og finna ef ţarf.
Tillaga Lilju Mós. og Co. í húsnćđismálum er á margan hátt dćmigerđ útrásartillaga. Ţar átti allt ađ vera áhćttulaust og allir ađ grćđa. Sú var ekki raunin ţegar upp var stađiđ. Held ađ ţessi peningahringekja sem hún leggur til ađ látin verđi fara um hagkerfiđ gangi heldur ekki upp. Ég get ţó ekki hrakiđ hana međ hagfrćđilegum rökum enda hef ég enga menntun til ţess. Einhvern vegin finnst mér samt ađ hin hagsýna húsmóđir í Vesturbćnum mundi hrista hausinn yfir svonalöguđum ćfingum.
Ég man vel eftir verđbólguárunum. Hugsunarháttur fólks var allt annar ţá. Ţađ er blekking ađ kenna verđtryggingunni sem slíkri um ófarirnar núna. Međ ţjóđarsáttinni svokölluđu var verđtrygging launa afnumin og stjórnvöldum (eđa útrásarvíkingum) í raun fengiđ ţađ vald ađ ákveđa laun fólks. Ţjóđarsáttin var samt nauđsyn ţví fram ađ henni litu launţegar og vinnuveitendur á sig sem mikla andstćđinga. Nú er reynt ađ etja saman kynslóđum.
Ţegar Bjarni varđ Bahamameistari í skák var frá ţví sagt í Sunnlenska fréttablađinu og ţađan komst ţađ í Moggann. Ekki linkađi ég samt í ţá frétt af blogginu mínu ţó mér vćri bent á hana. Bjarni talađi viđ okkur á hverjum degi um ţetta leyti og daginn fyrir lokaumferđina var stađan sú minnir mig ađ hann mátti ekki tapa síđustu skákinni ţví ţá mundi hann missa af titlinum. Mamma hans var međ böggum hildar um ađ spennan yrđi honum um megn en ég fullyrti viđ hana ađ taugastyrkur vćri einn af helstu kostum Bjarna viđ skákborđiđ. Auđvitađ vann hann svo skákina.
Ţví minnist ég á ţetta ađ um nćstu helgi verđa lok deildakeppninnar haldin á Selfossi. Ég verđ sennilega fyrsti varamađur Borgarfjarđarsveitarinnar á mótinu og mun auđvitađ reyna ađ stuđla ađ ţví ađ sveitin komist upp úr fjórđu deildinni.
Auk ţess legg ég til ađ Steinunn Ólína hugsi sig betur um varđandi forsetaframbođiđ. Ég var eiginlega búinn ađ ákveđa ađ kjósa hana.
Fyrsti bekkur Háskólans í Reykjavík (?).
Athugasemdir
Undanfarnir pistlar eru ţađ góđir ađ enginn reynir ađ skjóta ţig í kaf. Húrra fyrir ţér.
Ólafur Sveinsson 26.2.2012 kl. 20:16
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.