29.1.2012 | 11:52
1599 - Palli Magg
Gamla myndin.
Þetta gæti verið Guðbjörg í Strympu.
Les yfirleitt aldrei Reykjavíkurbréf en hefur skilist að þar sé yfirleitt um að ræða einskonar superleiðara og oftast skrifuð af ritstjóra Morgunblaðsins. Gaman væri samt að sjá bréfið sem Palli Magg reiddist svona mikið útaf. Já það er óhætt að segja að hann hafi hjólað í Davíð og gæti átt eftir að sjá eftir því. Þó ég bloggi enn á Moggablogginu vegna þess að það er svo þægilegt er ekki þar með sagt að ég sé yfirleitt sammála Davíð; hann er óttalegur orðhákur og oft leiðinlega persónulegur. Öfgafull og yfirgangsöm framkoma hans er greinilega af líkum toga og hann virðist komast upp með næstum allt. Viðhlæjendur hans eru ótrúlega margir.
Get ekki séð að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hefði flutt sína frelsunartillögu vegna Geirs Haarde nema hann hafi verði búinn að ganga úr skugga um að hún yrði samþykkt. Það skýrir líka hve uppsigað sumum stjórnarþingmönnum er við þá sem þeim finnst hafa hlaupist undan merkjum. Ögmundur hefur ákveðið að ganga fram fyrir skjöldu og tilkynna um sína pólitísku hugarfarsbreytingu. Huglaus er hann ekki. Þessi tillaga hefur ekkert með mannréttindi eða réttlæti að gera en þeim mun meira um þöggun og mútur. Fróðlegt getur orðið að vita hver endalok hennar verða.
Sagt er að allir fái sína tímalínu á fésbók hvort sem þeim líkar betur eða verr. Einhverjir eru óánægðir. Mér finnst fésbókin fyrst og fremst ruglandi. Ágætur samskiptavettvangur samt ef menn vilja nota hana þannig eða eyða tímanum í að læra á hana. Sumir eru öllum stundum þar en aðrir kíkja örsjaldan og sumir aldrei.
Það er vel skiljanleg afstaða að vera alveg sama þó aðrir geti komist að næstum öllu um mann sjálfan ef þeir kæra sig um. Sumu vill fólk þó ekki deila með hverjum sem er. Þá ætti það ekki að hlaupa með það á netið eða leyfa öðrum það. Netföngin eyðileggjast að vísu smám saman ef Internetsalinn stendur sig ekki í stykkinu. Líka er alltaf hætta á að það fari í ruslið sem í rauninni ætti ekki að fara þangað. Samt eru það margir sem þurfa á netinu að halda og á margan hátt er maður hálfhandalaus ef það klikkar. Svona líkt og rafmagnsleysið var áður fyrr.
Rafpóstur er að mestu ónýtur vegna ruslpósts og auglýsinga. Fésbókin hefur að mörgu leyti komið í staðinn hjá afar mörgum en ekki er öruggur friður þar fyrir auglýsingum. Þær eru langt komnar með að eyðileggja möguleika internetsins en halda því samt uppi í raun og veru. Mótsögn? Já, vissulega en svona er þetta.
Áhersla sú sem sumir leggja á landsbyggðina gegn höfuðborgarsvæðinu er dálítið misheppnuð. Það eru kostir og gallar við hvorttveggja. Víða hefur þróunin orðið sú að borgirnar hafa þanist út á kostnað sveitanna. Opinberir aðilar eiga ekki að hafa það að meginmarkmiði að hafa áhrif á þá þróun. Auðvitað þarf samt að skipta sér af henni. Án þess getur hún farið úr böndunum. Atvinnutækifæri ætti aldrei að þurfa að skapa. Best væri auðvitað að engir þyrftu að vinna ef þeir kæra sig ekki um það.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Ekkert með mannréttindi eða réttlæti að gera, segir þú, um tillöguna um draga ákæru Alþingis á hendur GHH til baka. Er það réttlæti að draga einn ráðherra fjölskipaðrar ríkisstjórnar til ábyrgðar gagnvart því þegar botninn datt úr fjármálastjórninni hér sem víðar? Mér finnst það miklu fremur ræfildómur og tilraun til að búa til blóraböggul og hvítþvo í leiðinni alla hina -- sem sumir standa sjálfir að ákærunni.
Í allt annan stað: Geturðu ekki gert upp við þig hvort Internetsalinn stendur sig eða stendur í stykkinu? Þetta er tvítekning.
Sigurður Hreiðar, 29.1.2012 kl. 12:35
Í mínum huga er það nánast aukaatriði hvort Geir verður dæmdur sekur eða saklaus. Aðalatriðið er að rannsóknin og yfirheyrslurnar fari fram fyrir Landsdómi en það er líklega eitt síðasta hálmstráið sem við höfum í þeirri viðleitni að ná fram sannleikanum um hvað nákvæmlega gerðist. Það eru mannréttindi allra þeirra sem töpuðu milljónum á miður góðum ákvörðunum stjórnvalda í sambland við rányrkju útrásardólga.
Anna Einarsdóttir, 29.1.2012 kl. 13:35
Sigurður; bara um réttlætið. Almennt dregur það ekki úr sekt neins þó fleiri séu sekir. Held líka að yfirgnæfandi líkur séu á að Geir verði ekki dæmdur sekur.
Varðandi tvítekninguna er ég alveg sammála þér. Þetta er einfaldlega lélegur texti. Biðst afsökunar á því.
Sæmundur Bjarnason, 29.1.2012 kl. 14:52
Anna: Heldur þú að „sannleikurinn um hvað nákvæmlega gerðist“ komi fram með því að þjarma að Geir? Er þá sannleikurinn á hans valdi?
Sigurður Hreiðar, 29.1.2012 kl. 16:06
Sigurður. Ég get svarað fyrir Önnu. Það er líklegra en ekki að við vitnaleiðslur fyrir landsdómi segi menn sannleikann. Að þeir sem væntanlega verða vitni í málinu gegn Geir geti samþykkt að fella það niður er afskræming á réttarfari.
Sæmundur Bjarnason, 29.1.2012 kl. 16:14
Takk Sæmundur. Þú, eins og langflestir Íslendingar, áttar þig á samhengi hlutanna.
Anna Einarsdóttir, 29.1.2012 kl. 17:40
Þurfa þessir blessaðir menn sem samþykkt hafa sjálfir að kalla GHH fyrir landsdóm að ganga þau svipugöng að kalla yfir sig stöðu vitnis til að segja sannleikann? Geta þeir ekki einfaldlega gert það án þess að hafa Geir fyrir einhvern miðpunkt þar um? Það er að mínum dómi afskræming á réttarfari að kalla einhvern einn fyrir dóm um málefni sem fjöldi manna kom að og geta ekki einu sinni lagt málið fyrir hefðbundið dómskerfi landsins heldur eitthvert fyrirbæri sem heitir landsdómur og kannski í sjálfu sér afskræming á réttarfari. Þannig er nú samhengi hlutanna.
Sigurður Hreiðar, 30.1.2012 kl. 14:58
Alþingismenn eru ekki vanir að svara spurningum sem til þeirra er beint. Fyrir dómi komast þeir kannski ekki hjá því. E.t.v. er hugmyndin um Landsdóm dálítið galin, en hún er í lögum og hefur verið lengi. Ein pólitísk aðgerð upphefur ekki aðra; vitleysan magnast bara.
Sæmundur Bjarnason, 31.1.2012 kl. 08:49
Ósköp eru þeir aðþrengdir ef þeir þurfa að draga einn mann fyrir (lands)dóm til að kalla eftir því að verða knúnir sagna um það sem þeim liggur á hjarta. Sammála því að ein pólitísk aðgerð upphefur ekki aðra en í því tilviki sem hér er uppleggið er hægt að eyða einu pólitísku skemmdarverki með því að afturkalla það sem olli því.
Sigurður Hreiðar, 31.1.2012 kl. 11:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.