1573 - Bíbí og Dabbi

Scan105Gamla myndin.
Guðmundur Bjarni Björgvinsson.

Heyrði einhvers staðar sagt frá klukkustundarlöngu sjónvarpssamtali Davíðs Oddssonar og Björns Bjarnasonar. Mér fannst ég vel geta verið án þess að hlusta á slíkt samtal og finnst enn. Las samt frásögn DV af þessu samtali. (eða eintali eins og helst var á DV að skilja)

Ég veit að ég hef sagt það áður en mér finnst það blasa við að Davíð Oddsson ber með sér einhverjar De Gólískar væntingar og virðist eiga von á að til sín verði leitað með að stjórna landinu. Munurinn er einkum sá að De Gaulle stóð fyrir ýmsum breytingum í frönsku þjóðlífi þegar hann komst til valda, en Davíð er íhaldssamari en andskotinn og mundi fara með íslenskt þjóðlíf rakleiðis til miðalda ef hann fengi einhverju ráðið.

Allmargir frægir menn hafa látið svo lítið að kommenta á bloggið mitt. Eflaust lesa það miklu fleiri. Jafnvel reglulega og sleppa engu sem ég læt mér um blogg fara. Hannes Hólmsteinn Gissurarson er líklega einn sá allra frægasti sem kommentað hefur hjá mér. Það gerðist 5. júní 2010 (sko það má hafa not af Gúgla frænda (Hannes spakmæli site:saemi7.blog.is)) og ég var auðvitað upprifinn allan þann dag. Minnir að hann hafi verið að biðja um leyfi til að nota spakmæli sem ég tók uppúr Rafritinu.

Man eftir Unu á Gaul. Henni fannst hún þurfa að borga sníkju-gíróseðlana sem bárust henni í miklu magni um það leyti sem ég tók við á Vegamótum og varð fegin þegar ég sagði henni að hún gæti sem best sett þá í ruslið. Una var kjarnakona og kom upp stórum barnahóp. Á sínum tíma þekkti ég held ég alla bæi á sunnarverðu Snæfellsnesi. Er ekki viss um að ég léki það eftir núna. Þegar ég vann í pantanadeildinni hjá Helga Ágústsyni kannaðisti ég líka við flesta bæi í Árnes- og Rangárvallasýslum og jafnvel víðar á Suðurlandi. Mörg nöfnin voru sérkennileg. Man t.d. vel eftir nafni Mensalders Mensalderssonar að Húsum.

Nú er allt að fara á kaf í snjó. Það hefur aðeins einu sinni áður verðið svona mikill snjór í Kópavogi síðan ég flutti hingað, sem var á síðustu öld. Metasögurnar gef ég ekki mikið fyrir. Einu sinni hef ég vitað um almennilegan byl hér á Reykjavíkursvæðinu. Held að Akurnesingar þekki ekki slíkt.

IMG 7548Sjaldan er gíll fyrir góðu nema úlfur á eftir renni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frétti það að verið væri að slíta á tengsl Morgunblaðsins og mbl.is?

Ólafur Sveinsson 30.12.2011 kl. 01:11

2 identicon

Nei, hríðarbylur er frekar óalgengur og ómerkilegur hér á Skaganum. Hér við sjávarsíðuna rignir miklu frekar en snjóar. (Raunar er óvenju mikill snjór núna og illfært gangandi fólki um bæinn.) Aftur á móti höfum við talsverða reynslu af ofsaveðri, þegar allt sem ekki er kirfilega bundið niður fýkur og sjór gengur yfir götur. Samt erum við svo heppin að búa í skásta skjólinu - það er ótrúlega oft ófært beggja vegna Akraness, þ.e. undir Hafnarfjalli og á því skelfilega Kjalarnesi við Esjurætur. Ófærðin felst í vindstyrk og hviðum.

Harpa Hreinsdóttir 30.12.2011 kl. 01:40

3 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Líst vel á það. Bloggið á þá að fylgja mbl.is geri ég ráð fyrir. Hef aldrei litið á Davíð sem einhvern húsbónda.

Harpa, já einmitt. Einu sinni flúði ég undan ofsaveðri undir Hafnarfjalli niður á Akranes og það var mikill munur.

Sæmundur Bjarnason, 30.12.2011 kl. 10:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband