1572 - Alveg merkilegt

Scan101Gamla myndin.
Margrét í Dalsmynni.

Það er undarlegur andskoti að uppgötva það þegar maður er að verða sjötugur að maður hefur verið að gera tóma vitleysu allt sitt líf. Auðvitað hefði ég átt að byrja að blogga þegar ég var fimmtán ára eða svo. Það er nánast það eina sem ég er góður í. Hugsið ykkur hvað lægi eftir mig núna. Það væri hægt að gefa út eina bók á ári með úrvalsbloggum. Það þyrfti bara að leggja það á sig að velja þau. Ekki mundi ég treysta mér til þess. Bloggin væru sennilega 22 til 23 þúsund talsins. Hugsa sér. Auðvitað er það ágætis afsökun að ekki hafi verið búið að finna bloggið upp á árunum fyrir 1960. En það dugar skammt. Pappírinn var búið að finna upp og ég hefði vel getað bloggað á bréf þangað til Moggabloggið kom til sögunnar. Ekki má rugla þessu saman við venjuleg dagbókarskrif því bloggið er miklu merkilegra.

Merkilegt hve mikið er til af merkilegum mönnum útum allar jarðir. Sjálfmenntaðir bændahöfðingjar á annarri hverri þúfu eins og flestir voru á söguöld Þingeyinga. Svo var manni a.m.k. fortalið í Samvinnusögunni forðum daga. Ja, kannski er það ekkert merkilegt. Bara merkilegt að mér skuli finnast það merkilegt. Alveg er ég að týna mér í merkilegheitum núna, svo það er líklega best að hætta þessu.

Og nú er Helgi Ingólfsson sjálfur farinn að skrifa athugasemdir við bloggið mitt. Ég næ þessu bara ekki. En þetta sýnir hvað ég er merkilegur bloggari og margir merkilegir menn sem lesa bloggið mitt. En auðvitað er það ekkert merkilegt. Ég er nefnilega farinn að halda sjálfur að bloggið mitt sé eitthvað merkilegt. En nú er ég steinhættur þessu.

IMG 7546Ekki er að sjá að þetta skilti sé í sérstökum hávegum haft.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er allt að verða vitlaust á blogginu hjá þér Sæmi, furðufuglar á hverjum póst ha... :)

Þú heldur ótrauður áfram að blogga á síðasta ári alheimsins.. 2012

DoctorE 29.12.2011 kl. 12:11

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Ert þú nú farinn að spá heimsendi? Ekki hefði ég búist við slíkri vitleysu af þér!!

Sæmundur Bjarnason, 29.12.2011 kl. 14:24

3 identicon

Nahhh, .. tja það gæti komið heimsendir, maður veit aldrei.

En allar spár um slíkt eru náttlega ómarktækar, ekkert nema þrugl úr sjúkum hugum

DoctorE 29.12.2011 kl. 14:57

4 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Gaman að þessum myndum. Nú sé ég hvað Gösli er líkur mömmu sinni!

Sigurður Hreiðar, 29.12.2011 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband