30.12.2011 | 00:50
1573 - Bíbí og Dabbi
Gamla myndin.
Guðmundur Bjarni Björgvinsson.
Heyrði einhvers staðar sagt frá klukkustundarlöngu sjónvarpssamtali Davíðs Oddssonar og Björns Bjarnasonar. Mér fannst ég vel geta verið án þess að hlusta á slíkt samtal og finnst enn. Las samt frásögn DV af þessu samtali. (eða eintali eins og helst var á DV að skilja)
Ég veit að ég hef sagt það áður en mér finnst það blasa við að Davíð Oddsson ber með sér einhverjar De Gólískar væntingar og virðist eiga von á að til sín verði leitað með að stjórna landinu. Munurinn er einkum sá að De Gaulle stóð fyrir ýmsum breytingum í frönsku þjóðlífi þegar hann komst til valda, en Davíð er íhaldssamari en andskotinn og mundi fara með íslenskt þjóðlíf rakleiðis til miðalda ef hann fengi einhverju ráðið.
Allmargir frægir menn hafa látið svo lítið að kommenta á bloggið mitt. Eflaust lesa það miklu fleiri. Jafnvel reglulega og sleppa engu sem ég læt mér um blogg fara. Hannes Hólmsteinn Gissurarson er líklega einn sá allra frægasti sem kommentað hefur hjá mér. Það gerðist 5. júní 2010 (sko það má hafa not af Gúgla frænda (Hannes spakmæli site:saemi7.blog.is)) og ég var auðvitað upprifinn allan þann dag. Minnir að hann hafi verið að biðja um leyfi til að nota spakmæli sem ég tók uppúr Rafritinu.
Man eftir Unu á Gaul. Henni fannst hún þurfa að borga sníkju-gíróseðlana sem bárust henni í miklu magni um það leyti sem ég tók við á Vegamótum og varð fegin þegar ég sagði henni að hún gæti sem best sett þá í ruslið. Una var kjarnakona og kom upp stórum barnahóp. Á sínum tíma þekkti ég held ég alla bæi á sunnarverðu Snæfellsnesi. Er ekki viss um að ég léki það eftir núna. Þegar ég vann í pantanadeildinni hjá Helga Ágústsyni kannaðisti ég líka við flesta bæi í Árnes- og Rangárvallasýslum og jafnvel víðar á Suðurlandi. Mörg nöfnin voru sérkennileg. Man t.d. vel eftir nafni Mensalders Mensalderssonar að Húsum.
Nú er allt að fara á kaf í snjó. Það hefur aðeins einu sinni áður verðið svona mikill snjór í Kópavogi síðan ég flutti hingað, sem var á síðustu öld. Metasögurnar gef ég ekki mikið fyrir. Einu sinni hef ég vitað um almennilegan byl hér á Reykjavíkursvæðinu. Held að Akurnesingar þekki ekki slíkt.
Sjaldan er gíll fyrir góðu nema úlfur á eftir renni.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Frétti það að verið væri að slíta á tengsl Morgunblaðsins og mbl.is?
Ólafur Sveinsson 30.12.2011 kl. 01:11
Nei, hríðarbylur er frekar óalgengur og ómerkilegur hér á Skaganum. Hér við sjávarsíðuna rignir miklu frekar en snjóar. (Raunar er óvenju mikill snjór núna og illfært gangandi fólki um bæinn.) Aftur á móti höfum við talsverða reynslu af ofsaveðri, þegar allt sem ekki er kirfilega bundið niður fýkur og sjór gengur yfir götur. Samt erum við svo heppin að búa í skásta skjólinu - það er ótrúlega oft ófært beggja vegna Akraness, þ.e. undir Hafnarfjalli og á því skelfilega Kjalarnesi við Esjurætur. Ófærðin felst í vindstyrk og hviðum.
Harpa Hreinsdóttir 30.12.2011 kl. 01:40
Líst vel á það. Bloggið á þá að fylgja mbl.is geri ég ráð fyrir. Hef aldrei litið á Davíð sem einhvern húsbónda.
Harpa, já einmitt. Einu sinni flúði ég undan ofsaveðri undir Hafnarfjalli niður á Akranes og það var mikill munur.
Sæmundur Bjarnason, 30.12.2011 kl. 10:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.