1571- IKEA

Scan94Gamla myndin.
Í Langholtsrétt. Hafursfell í baksýn. Þekki bara Guðbjart á Hjarðarfelli þarna.

Nú er jólin liðin og ekki annað að gera en bíða eftir áramótunum. Ég hef aldrei verið mikill sprengjukall svo ég er ekki vanur að eyða miklu í flugelda, blys og þ.h.

Þegar áramótin eru búin þá er ekki um annað að gera en bíða eftir vorinu. Það kemur á endanum þó hægt fari. Spurningin er bara hvort það vorar seint eða snemma. Líka hvort það kemur páskahret, sýslufundarhret eða eitthvað slíkt. Hitastigið ætti að fara eitthvað hækkandi og birtan að aukast. Ég reyni að fylgjast með þessu svo vorið komi ekki alveg aftan að manni.

Sýnist veðrið bjóða uppá að maður fari út að labba. Snjór er talsverður svo hálkan er kannski minimal. Auk þess er ekkert víst að það sé í rauninni nokkuð kalt. A.m.k. er ekki mikill vindur.

ikeaSumar myndir beinlínis kalla á að þeim sé stolið. Þannig er því t.d. varið með þessa mynd. Þetta er greinilega IKEA-auglýsing og örugglega gerð í því eina augnamiði að henni sé stolið og hún fari sem víðast. Hérmeð er það framkvæmt.

Ég er ekkert neyddur til að trúa því að öll sú orka sem sagt var í E-númeraþættinum að væri fólgin í einni teskeið að sykri sé endilega rétt. Hún gæti hæglega verið fólgin í sprengiefninu sem sett var saman við. Kannski er bara best að fara að leika eldspúandi dreka!! Saltpétri og sykri blandaði maður saman í gamla daga og ef kveikt var í blöndunni fékk maður heilmikinn reyk.

IMG 7538Haustmorgunn í Kópavogi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hjálmur foringjans, hæst í fylkingunni, er með hornum.  Það hefur aldrei fundist slíkur hjálmur við fornleifa uppgröft.  Sjálfsagt leikmunir úr Wagnersýningu?

Ólafur Sveinsson 28.12.2011 kl. 14:09

2 identicon

Þetta er alveg rétt hjá þér, Ólafur. Hornin og vængirnir á víkingahjálmum eru hugarsmíð rómantíkera og slógu svo rækilega í gegn í Niflungahring Wagners. Engar vísbendingar hafa fundist um að víkingar hafi borið hyrnda hjálma. Ekki einu sinni þeir góðu Rússar (sænskir víkingar) ;)

Harpa Hreinsdóttir 28.12.2011 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband