27.12.2011 | 07:41
1570 - Falleraðir fuglar (eða englar)
Gamla myndin.
Allir að teikna. Ingólfur Gísli Garðarsson, Gerður Garðarsdóttir, Bjarni Sæmundsson og Benedikt Sæmundsson.
Enn er fjallað um stóra Vantrúarmálið. Egill Helga er nú kominn í það og ekki geri ég ráð fyrir að sérfræðingum fækki við það. Hingað til finnst mér að sérfræðingar um kennslu með glærum hafi látið ljós sitt skína á kostnað sérfræðinga um notkun siðanefnda við háskóla heimsins. Undirskriftasafnanir hafa gengið á víxl og áreiðanlega eru þeir ekki margir landsmennirnir sem með öllu eru ókunnugir þessu máli. Niðurstaða í það fæst varla úr þessu. Hver étur úr sínum poka og þykist hafa að langmestu leyti rétt fyrir sér.
Auðvitað er ekkert að marka sumt sem ég skrifa. T.d. eru fuglarnir vitlausir í það sem þeim er boðið og enginn köttur í nágrenninu. Svo er líka mestallt sem ég skrifaði um Kindle fire öfugt og snúið. Sumt er svosem satt og rétt en þeir sem ekki geta greint þar á milli verða bara að sætta sig við að kannski er eitthvað fært í stílinn einsog þetta með fugla himinsins. Það hljómaði einfaldlega betur að hafa það þannig. Villi í Köben ætlast til að allir sjái hvenær hann meinar ekki það sem hann segir og skrifar. Mér er ekkert vandara um en honum. Ari fróði segir að hafa skuli það sem sannara reynist. Hann hélt líka að hann væri að skrifa sagnfræði og trúði öllu sem hann setti á blað. (Nú, eða skinn.)
Með þessu sífellda bloggstússi er ég smám saman að verða ónæmur fyrir því að láta allan fjandann flakka bara ef það hljómar sæmilega. Mér er nær að vera búinn að venja mig á að blogga svona mikið.
Mér leiðist líka að vera algerlega hefðbundinn. Kannski er ég það samt. Enginn veit sín skrif fyrr en á blað eru komin. Þá er líka erfitt að koma þeim í burtu. Nema henda þeim fyrir fullt og fast. Það er ekki minn stíll. Frekar fimbulfamba ég eitthvað óskiljanlegt en ekki neitt.
Nú er ég aftur kominn í þann ham að skrifa endalaust. Verð samt að hætta einhverntíma. Það töpuðust nokkrir blaðsíðumetrar hjá mér undanfarna daga svo ég verð að reyna að vinna það upp. Engan hvet ég þó til að hlaupa yfir þá speki sem hér verður væntanlega sett á blað.
Nei, það mistókst. Veðrið er svo vont. Get ekki skrifað neina speki í svona veðri. Það er skítkalt og snjór útum allt.
Drungalegur haustmorgun í Kópavogi.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Mér finnst langmerkilegast í þessu stóra Vantrúarmáli að formaður Vantrúar, Reynir Harðarson, virðist gersamlega týndur. Við skulum vona að hann sé ekki tröllum gefinn líka ;) Aðallega sést fótgöngulið félagsins spamma bloggfærslur einstaklinga í tætlur, sumir illa skrifandi. Merkilegt hve félagi sem telur undir hundrað manns tekst að auglýsa sig vel og búa til drullupolla á vefnum ...
Harpa Hreinsdóttir 27.12.2011 kl. 14:16
Kæmi mér ekki á óvart þótt ummælin hér að ofan virkuðu eins og rauð dula á fótgönguliðið og svarhalinn við þessa bloggfærslu þína verði fljótlega útbíaður :)
Harpa Hreinsdóttir 27.12.2011 kl. 14:18
Ég er ekki hræddur við langa og leiðinlega svarhala. Jafnvel nokkuð vanur þeim. Mér finnst þessi Vantrúarvitleysa vera farin að fá á sig pólitískan lit og það líkar mér illa. Háskólinn ætti að geta varið sig gegn svonalöguðu. Siðanefndin getur það ekki. Telur sig líklega eiga að þjóna öðrum.
Sæmundur Bjarnason, 27.12.2011 kl. 15:20
Ari átti háaldraðan fóstra.
Við nokkrir félagar höfum notið síðustu 20 ára við lesa fornritin yfir vetrarmánuðina.. Höfum ávalt þá reglu að ef frásögnin er margræð, þá tökum við það sem skemmtilegra reynist.
Ólafur Sveinsson 27.12.2011 kl. 15:46
Sæll og blessuð Harpa.
Við verðum að hætta að hittast svona.
Í öryggisskyni tala ég hér undir rós, svo að samræður okkar verði ekki eins auðveldlega raktar. Ég bæti brosköllum við til frekara öryggis. Þeir ómerkja víst ummæli.
Þessa stundina er athyglisvert að sjá einn prest "Félagsins" inni á athugasemdakerfi á Eyjunni tala um rétt viðmælanda til að tjá skoðanir. Þetta er sami maður og sagði um okkur tvö um daginn: "Þetta fólk ætti að sleppa því að tjá sig á veraldarvefnum. Það skilur fyrirbærið ósköp einfaldlega ekki."
Og það var einmitt í kjölfarið á þessum ummælum sem einn jábróðir viðkomandi úr "Félaginu" hvatti "prestinn" til þess að "loka á IP-töluna mína og hakka bloggið mitt."
En tölvur eru tæki sem alltaf má kaupa sér. Gott siðferði fæst ekki keypt.
Mér var bent á að ef ég vildi gera athugasemdir bréflega við háttalag umrædds "prests", þá gæti ég sent bréf á póstfang "Félagsins". En þegar ég gáði á já.is, þá reyndist póstfang "Félagsins" vera heimilisfang "prestsins" sem ég vildi kvarta undan. Er það normalt?
Annars er þetta auðvitað bull um "presta". Allir vita að það eru engir "æðstu prestar" hjá "Félaginu". Hins vegar er fjarvera "formannsins" stórundarleg. Það var víst hann, sá-sem-ekki-má-nefna, sem lagði fram allar kærurnar í Hogwart-skóla. Hvers vegna er hann ekki að svara fyrir "Félag" sitt sem ábyrgur formaður?
P.S. Afsakaðu, Sæmundur, að við skulum nota bloggið þitt sem skálkaskjól. Ef til vill er best fyrir þig að vita sem minnst um hvað hér er á seyði. Annars hvet ég nú almennt menn til að kynna sér "Félagið" í þaula.
Helgi Ingólfsson, 27.12.2011 kl. 21:15
"Sæl og blessuð Harpa" - vitaskuld!
Helgi Ingólfsson, 27.12.2011 kl. 21:16
Ólafur, segðu mér meira af þessu Arafélagi ykkar.
Sæmundur Bjarnason, 28.12.2011 kl. 09:51
Ari kallar Hall ágætastan ólærðra manna og segir að hann hafi verið bæði minnugur og ólyginn. Hallur var svo gamall að hann mundi til þess að hafa verið skírður af Þangbrandi þriggja ára gamall, og var það vetri fyrir kristnitöku. Segjum svo að Hallur hafi einnig átt gamlan og minnugan fóstra. Þá komunmst við ansi langt aftur? Ég átti minnugan afa sem fæddur var 1885. Hann átti afa sem fæddur var 1811. 200 ár. Ari var fæddur u.þ.b. 1070.
"Arafélagið" heitir ekki neitt. en við köllum okkur Sturlunga á ferð hvar sem við komumst í kirkjur. Marg lesið Sturlungu, ásamt öllum hinu. Förum í nokkra daga"rannsóknarferðir" vor og haust. Nóg með þetta, hér.
Ólafur Sveinsson 28.12.2011 kl. 17:18
Takk fyrir "skálkaskjólið" Sæmundur minn - ég veit þú sýnir sníkjubloggurum langlundargeð. Helgi: Ég fer að drukkna í broskörlum fljótlega ;) Er líka að skoða ýmist dót - við tölum okkur saman í tölvupósti fljótlega.
Ari fróði nefnir nú fleiri heimildamenn en Hall, t.d. Þorkel föðurbróður sinn Gellisson (Gellir var yngsti sonur Guðrúnar Ósvífursdóttur, lést í hárri elli á heimferð frá Róm og er grafinn í Hróarskeldu) og Þuríði Snorradóttur goða, "er bæði var margspök og óljúgfróð". Bara svona til að koma konunum að ...
Harpa Hreinsdóttir 29.12.2011 kl. 00:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.