15.12.2011 | 23:59
1563 - Dumbur hefur konungur heitið
Gamla myndin.
Á hlaðinu við Vegamót. Benni er í rauða bolnum, aðra þekki ég ekki.
Kannski Vantrúarmálinu sé að ljúka. Er þetta ekki bara angi af biskupsmálinu? Eru það ekki trúmál sem alltaf vekja heitustu umræðurnar? Hrun-umræðurnar eru að verða dálítið þreyttar, en það má alltaf finna nýja fleti á trúmálunum. Ég þarf þó ekki að fylgja straumnum frekar en ég vil. Leiðist þetta mál svolítið.
Var að enda við að lesa kiljubók af bókasafninu sem heitir Litháinn. Þetta er svona ósköp venjulegur krimmi. Heldur manni alveg sæmilega við efnið en prófarkalesurinn hefði getað verið mun betri. Villurnar og misskilningurinn vaða uppi og stinga talsvert í augun. T.d. virðist höfundurinn ekki gera greinarmun á hurð og dyrum, en það finnst mér afspyrnu ljótt að sjá. Held að þetta sé ný bók og skil ekki af hverju hún er í kiljuformi. Vaninn hér á landi er að hafa slíkar bækur vandlega innbundnar þó ómerkilegar séu. Tilvísanir í fréttir dagsins eru margar í bókinni og gera hana stórum verri en annars væri.
Varðandi Icesave-málið, sem virðist vera að rakna úr rotinu núna, vil ég bara segja að líklega væri heillavænlegast að semja ef það er hægt. Hugsanlega þarf að gera það sem fyrst en satt að segja er ég ekki mjög hræddur um að þetta fari illa. Það hefur hingað til reynst okkur Íslendingum ágætlega að hunsa þá dómstóla sem okkur sýnist. ESB mun þó e.t.v. reyna að þvinga okkur til einhvers sem við héldum að við slyppum við. T.d. er hætta á að mismununin verði okkur mun þyngri í skauti en ríkisábyrgðin.
Í upphafi Bárðar sögu Snæfellsáss segir:
Dumbur hefir konungur heitið. Hann réð fyrir hafsbotnum þeim er ganga norður um Helluland og nú er kallað Dumbshaf og kennt var við Dumb konung. Hann var kominn af risakyni í föðurætt sína og er það vænna fólk og stærra en aðrir menn en móðir hans var komin af tröllaættum og brá því Dumbi í hvorutveggju ætt sína
Og Dumbur minnir mig að hafi verði pabbi Bárðar. Því minnist ég á þetta að Magnús Þór Hafsteinsson á Akranesi hefur skrifað bók sem hann nefnir Dauðinn í Dumbshafi og er um skipalestirnar sem fóru til Murmansk og höfðu jafnan viðkomu í Hvalfirði. Einnig las ég fyrir skömmu bók eftir séra Róbert Jack sem hann skrifaði fyrst á ensku og fjallar um daglegt líf í Grímsey þegar hann var prestur þar. Sú bók var á íslensku kölluð Dagar í Dumbshafi.
Þetta sambland af gamni og alvöru sem ég hef tileinkað mér fellur greinilega einhverjum í geð. Sé ekki betur en lesendum mínum fari fjölgandi. Ekki dregur það úr pælingum mínum eða fjarlægir mig frá blogginu á neinn hátt.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Við vildum báðir semja, á sínum tíma og ég hef ekkert skift um skoðun.
Ólafur Sveinsson 16.12.2011 kl. 08:58
Já, en aðstæður eru gjörbreyttar. Það að vilja samninga nú er ekki það sama og vilja samninga fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu.
Sæmundur Bjarnason, 16.12.2011 kl. 10:24
Neibb.
Ólafur Sveinsson 16.12.2011 kl. 12:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.