1562 - Meira um Vantrúarmálið o.fl.

Scan36Gamla myndin.
Hér er hlaupið hratt. Líklega er myndin tekin á Breiðabliki.

Mér finnst menn vera óþarflega æstir útaf þessu Vantrúarmáli. Hef reynt að kynna mér það svolítið með því m.a. að lesa blogg Helga Ingólfssonar og svarhalana við það, ásamt einhverju fleiru. Ef hægt væri að segja að þessi kynni ættu að leiða til einhvers sérstaks þá mundi það fremur vera að fólk ætti að segja sig úr Þjóðkirkjunni, en í hana aftur. Reyndar á hún ekkert að koma þessu máli við. Ég hef t.d. aldrei gengið úr Þjóðkirkjunni og tel veruna þar skaðlausa með öllu. Ég sé t.d. allsekki að nauðsynlegt sé að ganga í Vantrú ef menn segja sig úr Þjóðkirkjunni og efast um það sé yfirleitt gert.

Jón Valur Jensson heldur áfram að skattyrðast við einhvern í athugasemdum við Síonistabloggið mitt sem ég setti upp 1. desember s.l. Það kalla ég þrautseigju. Ég er löngu hættur að leggja þar orð í belg. Fylgist þó dálítið með því sem þar gerist. Síðasta innlegg Jóns er frá því 11. desember. Er ekki viss um að hægt sé að halda þessu áfram mikið lengur.

Kannski tapaði Gunnar Thoroddsen fyrir Kristjáni Eldjárn í forsetakosningunum 1968 aðallega vegna þess að hann var karlremba hin mesta. Er minnisstætt að í áramótaskaupi einhverju sinni tók „fréttakvenmaður sjónvarpsins“ í gervi Svölu Thorlacius viðtal við einhvern í gervi Gunnars. Man vel eftir alvöruviðtalinu þar sem Gunnar gat með engu móti leynt fyrirlitningu sinni á Svölu.

Alveg kemur það fyrir að Jónas Kristjánsson hafi rétt fyrir sér þó hann sé mest fyrir stóryrðin og hrokann á bloggi sínu. Nýlega skrifaði hann um orðaleppa annarra og kallaði þá hugtakafalsanir. Það er alveg rétt hjá honum að gengisbreyting hljómar betur en gengisfelling. Sömuleiðis hljómar mun betur að tala um að „fara á svig við“ lögin en að „brjóta“ þau. Ólafur sérstaki segist ekki vilja tala um símhleranir heldur símhlustun. Hver hlustar ekki í símann? Í versta falli hlusta menn á sjálfa sig þegar þeir tala í síma. Já, sumir eru þannig. Hugtakafölsun er þetta ekki en ber vott um mikla hugsunarfátækt.

IMG 7447Við Fossvog.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gunnar tapaði í kosningunum 1968, vegna mannskosta Kristjáns.

Ólafur Sveinsson 15.12.2011 kl. 00:20

2 identicon

Ég hitti Gunnar í 60 afmæli nokkru út í Köben 1969.  Hann tók nokkur umhugsunarár þar sem sendiherra. Ljúfur sem lamb.

Ólafur Sveinsson 15.12.2011 kl. 00:34

3 Smámynd: Ragnheiður

Það er gaman að þessum skrifum þínum og þú ert dálítið meinstríðinn. :)

Ragnheiður , 15.12.2011 kl. 03:34

4 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Gunnar hafði talsverða hæfileika til að verða góður forseti, en auðvitað var það hluti af sigrinum hvern mann Kristján hafði að geyma.

Takk Ragnheiður, ég hef gaman af að fílósófera fram og aftur í blogginu.

Sæmundur Bjarnason, 15.12.2011 kl. 09:15

5 identicon

Þetta upphlaup í trúhausum vegna Vantrúar er hreint hlægilegt:.. Eitthvað sem ég hef séð áður, margoft, víðsvegar um heiminn

DoctorE 15.12.2011 kl. 09:34

6 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Einhversstaðar sá ég það að flestir sem skráðu sig úr þjóðkirkjunni skráðu sig í aðra hvora fríkirkjuna, og næst flestir væru utan trúfélaga.

Axel Þór Kolbeinsson, 15.12.2011 kl. 10:55

7 identicon

Ótrúlegt að fólk sé að skrá sig í trúarsöfnuð.. svipað og ég færi og skráði mig í Batman klúbb, ríkið innheimti gjöld fyrir Batman klúbbinn.. .og ég yrði rosalega sár ef fólk fílaði ekki Batman; Myndi svo krefjast þess að fá aðgengi að börnum til að segja þeim hvað Batman sé frábær: Krakkar, aðeins með því að dýrka Batman og styrkja Batman klúbbinn, aðeins þannig getið þið fengið eilíft líf með Batman í Batman-hellinum...

Hvers vegna ekki að standa utan við þetta, þá borgar fólk meira til samfélagsins í stað þess að henda peningum í augljósa geðveiki.. það má ekki bara gera eins og amma,afi, manna og pabbi, við verðum að brjóta mótið sem þau voru plötuð í..

DoctorE 15.12.2011 kl. 11:09

8 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

"Í aðra hvora fríkirkjuna." Ég er bara engu nær. Þær gætu verið tíu fyrir mér. Hvítasunnusöfnuður, Betel, Ásatrúarfélag, Vottar eða hver veit hvað. Gengi jafnvel betur að greina á mílli Batman-afbrigða.  

Sæmundur Bjarnason, 15.12.2011 kl. 13:36

9 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Fríkirkjusöfnuðurnir eru tveir, annarsvegar Fríkirkjan í Reykjavík og hinsvegar Fríkirkjan í Hafnarfirði.

Adam West er besta Batman-afbrigðið

Axel Þór Kolbeinsson, 15.12.2011 kl. 13:43

10 identicon

Hef ekki lagt í vana minn að svara fólki sem ekki getur skrifað undir nafni en brýt þá reglu núna: DoctorE: Það er óþarfi að gera því skóna að fólk utan trúfélaga sé trúlaust, raunar út í hött, finnst mér. (En mjög líklega hef ég misskilið kommentið þitt hér að ofan og biðst fyrirfram forláts sé svo.)

Harpa Hreinsdóttir 15.12.2011 kl. 14:30

11 identicon

Þú misskildir mig Harpa. Veit ég vel að það er trúað fólk utan trúfélaga, það er ágætt, því skipulögð trúarbrögð eru það versta af öllu vondu.

En að segjast trúa á einhverja guði er ekki að segjasst trúa á einhverja guði, þetta er bara afneitun á dauðann, þetta er snuð fyrir fullorðna.

Og já, notið Batman, hann fór ekki fram á að verða dýrkaður eða neitt slíkt, eins og villimaðurinn sem er kallaður guð í biblíu/kóran. Sem nota bene skrifaði biblíu undir nafnleysi í gegnum útvalda ruglukolla

DoctorE 15.12.2011 kl. 15:56

12 identicon

Gott ég misskildi þig, DoctorE, það hlaut að vera. Mig langar þó til að gera aðra athugasemd við önnur orð þín, sem notkun þín á orðinu geðveiki. Af því ég er illa haldin af geðveiki, nánar tiltekið þunglyndi, finnst mér ónotalegt og mjög raunar til vansa þegar fólk skellir þessu sjúkdómsheiti á hvaðeina sem því er í nöp við. Þetta er mjög sársaukafullur sjúkdómur og ætti síst af öllu að hafa hann í flimtingum. Mætti ég stinga upp á að þú segðir fremur " ... í stað þess að henda peningum í augljósa sykursýki/ hjartveiki/ fótbrot/fæðingarhríði ..." eða hvern annan þann heldur bærilegri sjúkdóm eða krankleika en geðveiki ef þú vilt endilega nota sjúkdómslýsingar til að skerpa málflutning þinn?

Harpa Hreinsdóttir 16.12.2011 kl. 00:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband