1542 - Fésbók, jólahlaðborð o.fl.

Scan9Gamla myndin.
Kristín Þóra Harðardóttir og Bjarni Sæmundsson.

„Close all tabs“ er eitt af því algengasta sem ég jánka á tölvunni minni. Ég hef það nefnilega fyrir venju að fara út úr fésbókinni og loka öllu á eftir mér þegar hún hagar sér ekki eins og ég vil. Vara fólk líka við því að láta tölvuna fara beint á fésbók þegar kveikt er á henni eða netvafrinn opnaður. Betra er að hafa eitthvert kontról á ósköpunum sem fésbókin getur fundið uppá. Moggabloggið er líka slæmt með að opna óteljandi glugga en á margan hátt er betra að vara sig á því.

Occupy allan andskotann er kjörorð dagsins. Occupy internetið. Nú stendur til að reka aðgerðarsinnana í burtu sem hreiðrað hafa um sig á Austurvelli. Vona bara að þeir komi aftur. Auðvitað er hráslagalegt og kalt fyrir þá að vera þarna. Það er samt útúr kú að vera að amast við tjöldunum þeirra. Ofbeldi lögreglunnar í Bandaríkjunum er ekki góð auglýsing fyrir eina prósentið. 

Fór í kvöld einu sinni enn á ódýra jólahlaðborðið hjá Húsasmiðjunni. Minnir að það hafi verið ógnarlangur svarhali við bloggið hjá Jens Guði um daginn þar sem hann minntist meðal annars á þetta jólahlaðborð. Einhver óskapaðist yfir því að þarna væri áreiðanlega selt undir kostnaðarverði. Það er ég ekki viss um. Hinn möguleikinn er sá að fínu jólahlaðborðin gætu verið ódýrari en þau eru. Það finnst mér alveg eins líklegur möguleiki. Það þarf samt ítarlega athugun til að geta fullyrt nokkuð um það til eða frá. Þeir sem ekki hafa efni á dýru fínu jólahlaðborðunum þurfa líka að borða. Maturinn í IKEA er vinsæll einfaldlega af því hann er ódýr. Er einhver Jón Jónsson að niðurgreiða hann? Ekki mér vitanlega.

Talað er um að byssuvæða lögregluna. Það finnst mér vafasamt mjög því frá þeirri ákvörðun verður aldrei bakkað ef hún kemst á. Það eru ekki bara glæpamenn sem lögreglan þarf að hafa góða heldur friðsamir borgarar einnig. Pólitískur áróður er gjarnan af því tagi að reynt er að æsa þá til óhæfuverka sem hægt er að æsa upp. Molbúahátturinn er sem óðast að renna af okkur Íslendingum og því fylgja ýmsir vaxtarverkir.

IMG 7149Þyrludeild Landhelgisgæslunnar, held ég.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll,

það er skrítið að endurskíra Facebook og kalla það fésbók. Reyndar með litlum staf og þú ert ekki einn um þetta. Ef þú ferð til enskumælandi lands kallar þú þig þá seapalm bearson? Heitir Hjálmar helmets?

Þetta finnst mér undarlegur siður. Fyrirbærið heitir Facebook og engin ástæða til að snúa út úr nafni fyrirtækis frekar en einstaklinga.

kv.

Nonni 24.11.2011 kl. 12:01

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Nonni minn, þú ert undarlega viðkvæmur fyrir málnotkun. Er ekki íslenskan yfirleitt undarlegur siður? Væri ekki miklu menningarlegra að taka upp ensku? Mér finnst að menn megi nota málið eins og þeir vilja. Slettur ef þeir kjósa svo. Mér finnst alveg eins mega uppnefna fyrirtæki eins og einstaklinga. Margir vilja íslenska orðið Facebook og eru sumar tillögurnar mun undarlegri en fésbók. Ég get ekki gert að því þó það sé algengasta uppnefnið samt eða íslenskunin. Lítill stafur eða stór finnst mér ekki skipta meginmáli. Ljótt samt að sjá hrópað með eintómum stórum stöfum.

Sæmundur Bjarnason, 24.11.2011 kl. 13:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband