1541 - Heimsmeistari í skák í einn dag

Scan77Gamla myndin.
Benedikt Sæmundsson og Hjálmar Sigurþórsson.

Áður fyrr áttu heimsmeistarar í skák sjálfir heimsmeistaratitilinn. Það er að segja þeir réðu við hverja þeir tefldu einvígi um hann. Ekki spyrja mig hvernig sú regla komst á en margir telja Steinitz fyrsta raunverulega heimsmeistarann. Þegar Alekhine dó árið 1946 sló FIDE eða Alþjóðaskáksambandið eign sinni á titilinn til að koma reglu á hlutina. Sú regla fór samt í vaskinn þegar Kasparov og Short ákváðu að hunsa FIDE, en það er önnur saga og margt í henni umdeilt mjög.

Eftir dauða Alekhine var haldinn fundur í FIDE til að ákveða hver ætti að verða næsti heimsmeistari. Þar sem Max Euwe var eini fyrrverandi heimsmeistarinn sem var á lífi ákváðu fulltrúar á fundinum að hann yrði heimsmeistari þar til haldið hefði verið mót til að skera úr um hver væri bestur. Sovétmenn komu degi of seint til fundarins og fengu þessari ákvörðun hnekkt. Ákveðið var í staðinn að enginn skyldi vera heimsmeistari í skák þar til haldið hefði verið mót um það. Það mót var síðan haldið árið 1948 og Botvinnik sigraði þar og varð meistari.

Tæknilega séð var Euwe því tvívegis heimsmeistari. Fyrst árin 1935 til 1937 og síðan í einn dag árið 1946. Þegar hann sigraði Alekhine árið 1935 var sagt að það hefði meðal annars verið vegna drykkjuskapar og óreglu Alekhines og tveimur árum síðar fékk Alekhine tækifæri til að endurheimta tililinn sem hann og gerði.

Eiginlega hef ég ekkert að blogga um frekar. Nenni ómögulega að skrifa um fréttir dagsins, þær eru svo ómerkilegar. Það er helst að fésbókin sé að verða eitthvað merkileg og þá einkum fyrir það að þar er allt að drukkna í auglýsingum, heyrist mér. Svo væri náttúrlega hægt að skrifa eitthvað um veðrið, sem er líklega að kólna eitthvað enda á það ekki vel við að hafa sumarhita og enga birtu.

IMG 7141Gorkúla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband