1543 - Feministaspeki

Scan90Gamla myndin.
Á sjóskíðum í Reykjavíkurhöfn.

Femínistaumræðan er að aukast á netinu. Sjá t.d. http://modursyki.wordpress.com/ Hún er líka að verða markvissari, dónalegri og fjölbreyttari. Ekki eru allir femínistar á móti klámi. Eva Hauksdóttir hefur kannski skrifað þetta. Mér finnst hún vera femínisti. Kannski er hún það ekki. Vísar a.m.k. á þetta ásamt fleirum á fésbókinni. Án þess að ég sé sérstaklega að vísa á þessa grein þá er því ekki að neita að fésbókin nýtist ágætlega í að vísa á athyglisverðar greinar. Þær tilvísanir eru samt oft bara innanum allskyns rusl og drasl. Það finnst mér a.m.k. Það er samt greinilegt að fólk forðast fyrirhöfn af öllu tagi og kommentar ekki á margt, því það er fyrirhöfn. Fyrirhöfnin við að klikka með músinni og lesa eða skoða allan fjárann er minimal. Það geta allir leyft sér. Fyrirhafnarleysið er í öndvegi hjá fésbókinni. Vefsetrin spretta samt upp út um allt og öll eru þau að frelsa heiminn. Ekki er ég barnanna bestur í því efni þó ég haldi mig við bloggið.

Pólitíkin leikur marga grátt. Hef t.d. tekið eftir því að Magnús nokkur Helgi Björgvinsson er mjög fyrtinn ef minnst er á Samfylkinguna á neikvæðan hátt og telur flest gott sem núverandi ríkisstjórn gerir. Hann á samt til að komast mjög vel að orði. T.d. sá ég orðið áráttugagnrýnandi fyrst hjá honum, held ég. Bloggarar mjög margir og mbl.is og dv.is eru samt á móti stjórninni og reyna að finna henni allt til foráttu. RUV-ið er að snúast gegn henni, finnst mér. Hefur stutt hana talsvert hingað til. Fréttablaðið styður hana ennþá held ég. Les það samt mjög sjaldan.

mbl.is24nóvkl1456Er mbl.is orðið æsifréttablað? Þetta er klippa úr því frá því í dag, fimmtudag.

Litatákn öll í íslenskum stjórnmálum eru að riðlast. Vinstri grænir eru miklu rauðari en Samfylkingin, en í Valhöll sitja Guðs englar saman í hring á bláu teppi. Þó framsóknarmenn þykist eiga græna litinn er hann samt tákn mikillar vinstrimennsku núorðið og allir keppast um að vera sem vistvænastir. Kommúnisminn er kominn úr tísku. Pólitíkin er að hertaka „Kiljuna“ hjá Agli Helgasyni. Jafnvel Palli og Kolla geta ekki stillt sig. Það er Hólmsteinninn sem æsir fólk svona upp. 

Þó ég mæli stundum með blogginu mínu á fésbókinni hættir mér til að gleyma því. Það má ég helst ekki gera. Flestir stunda þetta núorðið og það er komið í mikla tísku.

Smári nokkur McCarthy skrifar áhugverða grein um ACTA á vísi.is http://www.visir.is/lydraedinu-haetta-buin-med-vidskiptasamningi/article/2011711249981 og þar er sagt að hann sé stjórnarmaður í félagi um stafrænt frelsi á Íslandi. Þetta félag er með vefsíðu: http://www.fsfi.is/ sem virðist ekki vera mikið notuð. Stafrænt frelsi og höfundarréttur allur er mér talsvert áhugamál. Á sínum tíma þegar ég sá um netútgáfuna http://snerpa.is/net/ fylgdist ég vel með þessum málum. Þó menn deili oft um þetta, einkum um réttinn til dulnefna, er því ekki að leyna að stórfyrirtækin hafa náð umtalsverðri forystu í allri umfjöllun t.d. um greiðslur fyrir höfundarrétt. Salvör Gissurardóttir reynir þó að malda í móinn ennþá.

IMG 7150Kannski útbúnaður til að láta bíla renna í gang. Hvað veit ég?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband