1540 - Von heimsins

Scan77 (2)Gamla myndin.
Kettlingur.

Verð að segja að mér finnst það undarleg fundarsköp að kjósa tvisvar um sömu tillöguna, eins og sagt er að gert hafi verið á landsfundi Sjálfstæðisflokksins nú um helgina. Eftir fréttum að dæma var seinni kosningin nokkrum klukkustundum síðar en sú fyrri og fundarstjóri ákvað að svo skyldi vera. Sagði að vísu að tilmæli um það hefðu komið víða að.

Mér finnst landsfundur sjálfstæðismanna vera með óttalega óljósa stefnu gagnvart aðildinni að ESB þó talsmenn hans segi annað. Eðlilegast finnst mér að klára viðræðurnar sem fyrst og hafa síðan þjóðaratkvæðagreiðslu. Vaxandi líkur eru samt á því að aðildin verði felld og er þá ekki annað að gera fyrir fylgjendur aðildar en að sætta sig við það. Mjög miklu máli getur skipt hvort atkvæðagreiðsla um aðild fer fram á undan eða á eftir næstu þingkosningum.

Annars er varla um annað fjallað í bloggheimum þessa dagana en landsfundinn og danska mynd um Thor Jensen. Finnst hvort tveggja fremur ómerkilegt. Man samt eftir að hafa heyrt um að þegar húsið að Fríkirkjuvegi 11 var reist (líklega um 1900) þótti merkilegt að hafa rafmangsljós þar um allt og jafnvel á klósettinu. Rafmagnsljós voru ekki algeng í Reyjavík þá og útikamrar víðast.

4konur.jpgÉg geri lítið af því að taka myndir af netinu og birta á blogginu mínu. Þó geri ég það stundum. Sú stolna mynd sem hér er sýnd sýnir ágætlega að fleiri hafa áhuga á tölvum en bara börn og unglingar. Stolnar myndir af netinu eru mikill faraldur. Mér finnst þó að ef myndirnar eru merktar eða augljólega er um fréttamyndir að ræða og það blasi við að viðkomandi geti ekki með neinu móti grætt peninga á birtingunni megi gera þetta. 

Kannski er unga fólkið í dag von heimsins. Held að það geti auðveldlega fundið til sektar vegna örlaga mikils meirihluta jarðarbúa. Atburðirnir í Norður-Afríku sýna að þegar fólk fær tvennt sem það hefur ekki haft áður er sennilega ekkert sem getur stöðvað það. Þetta tvennt sem nútíma tækni hefur fært fólkinu er annarsvegar ótakmarkaður aðgangur að fréttum (internetið) og hinsvegar tækifæri til að ná hvert til annars fljótt og á einfaldan hátt (farsíminn). Að telja fólki trú um að hægt sé að halda áfram á sömu braut misskiptingar og fáfræði er sennilega ómögulegt.

Þessi skoðun hefur ekkert með pólitík að gera. Flokkaskipting í stjórnmálum fjallar um leiðir. Tortíming jarðarinnar vegna græðgi og eiginhagsmunahyggju getur ekki verið markmið. Einangrun er ennþá síður lausn nú en áður vegna þess að skipting heimsins í þjóðir og þjóðaheildir er einkum byggð á samskiptum við aðra. Alheimsstjórn í sumum málum er óhjákvæmileg þess vegna. Sú öld sem nú er upp runnin verður án efa öld samvinnu og framfara eða öld algerrar tortímingar.

Einhver lögfræðingur var í viðtali við Egil Helgason á sunnudaginn að ræða við hann um stjórnarskrárdrögin. Flest fann hann þeim til foráttu og var miklu hrifnari af gömlu skránni eins og sjálfstæðismenn eiga víst að vera. Fannst hann þó viðurkenna þá galla á henni að völd forsetans væru mjög óskýr og vegur alþingis lítill. Stjórnarskrárdrögin taldi hann að bættu samt lítið úr þessu og óþarfi væri að breyta öllu og skrifa nýja.

Ég er farinn að hallast að því að tillögur stjórnarskrárráðsins dagi uppi og ekkert verði gert. Kannski skiptir stjórnarskráin líka litlu máli. Efni hennar er alltaf hægt að teygja og toga eftir atvikum hverju sinni..

IMG 7139Tré ársins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er góður möguleiki á að elítan á heimsvísu(Nema á íslandi þar sem við erum aumingjar), að eilítan eigi von á að almenningur komi óboðinn í heimsókn og hreinlega dragi elítuna á út á græðgiseyrunum... það er góður séns á þessu

DoctorE 22.11.2011 kl. 14:28

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Elítan á Íslandi reynir nú að haga sér eins og alvöru elíta!!

Sæmundur Bjarnason, 22.11.2011 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband