1514 - Ómarktækir ellibelgir

Scan224Gamla myndin.
Alþýðubandalagsfélag Borgarness á ferð. Hér má þekkja marga.

Áður en ég varð eins gamall og ég er núna kom það stundum fyrir að ég lenti í einhverskonar úrtaki hjá skoðanakönnunarfyrirtækjum og hringt var í mig og ég spurður ólíklegustu spurninga. Nú er þetta alveg fyrir bí og ég er víst ekki marktækur lengur. Aldrei er hringt í mig og skoðanir mínar eru einskis virði. Venjulega fylgir það með ef gluggað er í smáa letrið sem kannski er hægt að grafa upp um skoðanakannanir sem fjölmiðlarnir velta sér uppúr að einstaklingar á aldrinum 18 til 67 ára hafi verið spurðir samkvæmt einhverju úrtaki sem flottara þykir að tekið sé úr þjóðskrá en símaskrá. Held samt að ég sé á kjörskrá ennþá og ef efnt verður til þjóðaratkvæðagreiðslu fæ ég vonandi að kjósa.

Ekki er víst að svör þeirra sem eldri eru en 67 ára skiptist eins og hjá þeim sem yngri eru. Eflaust fer það samt eftir spurningunum sem leitað er svara við.

Það má segja að skiljanlegt sé að skoðanakönnunarfyrirtæki útiloki þá sem yngri eru en 18 ára frá þátttöku í könnunum. Veit ekki til að þeir hafi kosningarétt þannig að vafasamt er að þátttaka þeirra skipti sköpum. Illskiljanlegt er hinsvegar hvers vegna þeir sem eldri eru en 67 ára eru útilokaðir.

Einu sinni var það þannig að maður var hálf handalaus ef rafmagnið fór. Nú orðið eru þeir sem best fylgjast með svotil ósjálfbjarga ef farsíminn þeirra bilar. Er þetta framför? Ég veit það ekki. Einu sinni reyndi maður að hafa kertisstúf og eldspýtur við höndina ef rafmagnið færi. Seinna þróaðist þetta uppí það að hafa vasaljós á vísum stað. Hvað gera Danir nútildags?

Óskar Helgi Helgason bloggari er nú orðinn reiður og hótar að koma með bensínsprengjur með sér næst þegar hann mætir til mótmæla og vill fá Pakistanskar leyniskyttur sér til aðstoðar. Því er ekki að leyna að hiti er meiri í fólki nú um stundir en oftast hefur verið hingað til. Mótmælastöðurnar eru þó margar orðnar og ekki er að sjá að þær hafi þau áhrif sem þeim er ætlað. Mér virðast flestir sem tjáð hafa sig um fundinn í Hörpunni í gær bera honum furðu vel söguna.

IMG 6947Stjórnarráðshúsið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki ágætt er sleppa við þessar kannanir, allavega markaðsrannsóknir þar sem spurt er hvort manni finnist betra, svali eða trópí

Annars fékk ég eina rannsókn senda til mín um daginn þar sem aldrinu frá 18 var skipt nákvæmlega niður á fjögurra ára bil allt þar til 46 árum var náð. Þá var hópurinn 46 og eldri!

Hafdís Rósa 28.10.2011 kl. 08:39

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Man að í einhverri rannsókn var ég spurður hvort ég kannaðist við slagorið: "Öruggur staður til að vera á" og hvaða merkingu ég legði í það. Finnst lítið til þess slagorðs koma satt að segja. Oft var spurt bæði um stjórnmál og ýmislegt fleira. Oft hina furðulegustu hluti. Mest samt minnir mig um vörumerki og þ.h.

Sæmundur Bjarnason, 28.10.2011 kl. 16:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband