28.10.2011 | 03:45
1514 - Ómarktækir ellibelgir
Gamla myndin.
Alþýðubandalagsfélag Borgarness á ferð. Hér má þekkja marga.
Áður en ég varð eins gamall og ég er núna kom það stundum fyrir að ég lenti í einhverskonar úrtaki hjá skoðanakönnunarfyrirtækjum og hringt var í mig og ég spurður ólíklegustu spurninga. Nú er þetta alveg fyrir bí og ég er víst ekki marktækur lengur. Aldrei er hringt í mig og skoðanir mínar eru einskis virði. Venjulega fylgir það með ef gluggað er í smáa letrið sem kannski er hægt að grafa upp um skoðanakannanir sem fjölmiðlarnir velta sér uppúr að einstaklingar á aldrinum 18 til 67 ára hafi verið spurðir samkvæmt einhverju úrtaki sem flottara þykir að tekið sé úr þjóðskrá en símaskrá. Held samt að ég sé á kjörskrá ennþá og ef efnt verður til þjóðaratkvæðagreiðslu fæ ég vonandi að kjósa.
Ekki er víst að svör þeirra sem eldri eru en 67 ára skiptist eins og hjá þeim sem yngri eru. Eflaust fer það samt eftir spurningunum sem leitað er svara við.
Það má segja að skiljanlegt sé að skoðanakönnunarfyrirtæki útiloki þá sem yngri eru en 18 ára frá þátttöku í könnunum. Veit ekki til að þeir hafi kosningarétt þannig að vafasamt er að þátttaka þeirra skipti sköpum. Illskiljanlegt er hinsvegar hvers vegna þeir sem eldri eru en 67 ára eru útilokaðir.
Einu sinni var það þannig að maður var hálf handalaus ef rafmagnið fór. Nú orðið eru þeir sem best fylgjast með svotil ósjálfbjarga ef farsíminn þeirra bilar. Er þetta framför? Ég veit það ekki. Einu sinni reyndi maður að hafa kertisstúf og eldspýtur við höndina ef rafmagnið færi. Seinna þróaðist þetta uppí það að hafa vasaljós á vísum stað. Hvað gera Danir nútildags?
Óskar Helgi Helgason bloggari er nú orðinn reiður og hótar að koma með bensínsprengjur með sér næst þegar hann mætir til mótmæla og vill fá Pakistanskar leyniskyttur sér til aðstoðar. Því er ekki að leyna að hiti er meiri í fólki nú um stundir en oftast hefur verið hingað til. Mótmælastöðurnar eru þó margar orðnar og ekki er að sjá að þær hafi þau áhrif sem þeim er ætlað. Mér virðast flestir sem tjáð hafa sig um fundinn í Hörpunni í gær bera honum furðu vel söguna.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Er ekki ágætt er sleppa við þessar kannanir, allavega markaðsrannsóknir þar sem spurt er hvort manni finnist betra, svali eða trópí
Annars fékk ég eina rannsókn senda til mín um daginn þar sem aldrinu frá 18 var skipt nákvæmlega niður á fjögurra ára bil allt þar til 46 árum var náð. Þá var hópurinn 46 og eldri!
Hafdís Rósa 28.10.2011 kl. 08:39
Man að í einhverri rannsókn var ég spurður hvort ég kannaðist við slagorið: "Öruggur staður til að vera á" og hvaða merkingu ég legði í það. Finnst lítið til þess slagorðs koma satt að segja. Oft var spurt bæði um stjórnmál og ýmislegt fleira. Oft hina furðulegustu hluti. Mest samt minnir mig um vörumerki og þ.h.
Sæmundur Bjarnason, 28.10.2011 kl. 16:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.