1509 - Bloggbyrjun

Scan101Bræður.

Hvernig byrja ég á bloggi? Jú, ég set inn í blogg-skjalið mitt í Word það sem ég ætla að segja um næstu myndir. (Gömlu og nýju). Svo reyni ég að skrifa eitthvað þar á milli. Gæti þess nefnilega að eiga alltaf einhvern varasjóð af myndum. Þær eldast yfirleitt ekki nærri eins illa og það sem skrifað er.

Svo má auðvitað alltaf láta sér detta einhvern skrambann í hug til að skrifa um. Mér leiðist að skrifa bara um eitthvað eitt efni. Þykir best að vaða úr einu í annað. Hef helst áhyggjur af því að ég sé oft of stuttorður um hlutina. Mér finnst samt að meiningin komist oftast til skila. Ef ekki, má alltaf skýra málin betur í athugasemdum. Ef fólk vill misskilja mig þá er það í lagi. Mér er sama. Nú nenni ég ekki að skrifa meira um þetta.

RUV er búið að breyta vefnum hjá sér (ruv.is) og hefur fengið ýmislegt lánað hjá öðrum. Veit ekki ennþá hvort þetta er til bóta, en það kann vel að vera. Mestu máli finnst mér skipta að þeir sem heimsótt hafa vefinn hingað til villist ekki á honum eftir breytingarnar. Á það er ekki komin næg reynsla ennþá.

Já, þetta er frekar stutt blogg enda er ég upptekinn við sláturgerð og þessháttar núna. Sviðasultan tókst bara vel. Þó á ég eftir að smakka hana. Ókey, nú er ég farinn að sauma vambir.

 IMG 6922Á Kársnesvegi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Pressar þú ekki vel, soðið úr?  Mér finnst vond sviðasulta, án kjöts. Mamma pressaði, með straujárnum, vöflujárnum og öll þungu tiltæku, þannig að ekkert var eftir nema heimsins besta kjöt.

Ólafur Sveinsson 22.10.2011 kl. 13:52

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Nei, ég pressa lítið. Kjötið er náttúrulega best, en soðið er alveg í lagi finnst mér. Auðvitað má líka skilja það eftir, þar sem það er fyrirferðarmest. Kökuform henta ágætlega undir mauksoðið kjötið.

Sæmundur Bjarnason, 22.10.2011 kl. 15:36

3 identicon

Sæll Sæmundur!

Mitt í allri sláturgerðinni hefur þú afrekað það
að fremja synd sem jafnvel Guð fyrirgefur þér ekki.

Samkvæmt jústeraðri Biblíu frá áriinu 2007, þeirri verstu
þýðingu sem um getur, þá skal ávarpi í bréfunum breytt
og það ævinlega hljóma svo: Bræður og systur!

En okkur hollvinum þínum stendur á asskotans sama
um það! Lesum bloggið þitt sem áður, um öll þau kvikindi
sem þig heimsækja sem vonandi enda nú ekki öll
í sviðasultunni!

Húsari. 23.10.2011 kl. 01:39

4 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Svona, svona, Húsari. Ekki svona orðljótur. Annars gef ég ekki mikið fyrir Gudda eftir að hafa lesið nýlega bókina hans Hallgríms Helgasonar um hvernig hann hagar sér. Þar að auki er hann að missa mátt sinn, held ég. (altsvo Guddi). Engin aukakvikindi slæddust í sviðasultuna mér vitanlega. Ýmislegt var samt einkennilegt í hausunum þeim sem í hana fóru. Þessi jústeraða Biblía frá 2007 er ekki samþykkt af mér.

Sæmundur Bjarnason, 23.10.2011 kl. 02:54

5 identicon

Pardon!

Er þetta ekki voðalegur maður þessi Hallgrímur?
Kommúnisti og aukinheldur guðleysingi?
Veit hann þá nokkuð um kraft af hæðum eða
það sem skýst uppúr undirdjúpunum?
Reikistjörnurnar virðast enn á sínum stað
og á sínu venjubundna róli.

Mér þykir þú segja tíðindi um hánótt, er að missa mátt
sinn, segir þú, og hvernig koma þessi ósköp fram?

Ekki skortir hann frjósemina, nær 7 milljarðar uppfylla jörðina
og ekki færri en 10 milljarðar 2100.

En kannski Jón í Brauðhúsum(HKL) fari að koma, hann
var nú búinn að lofa því.

Húsari. 23.10.2011 kl. 05:51

6 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Á nú að fara að þvæla manni útí guðspekilegar pælingar svona snemma morguns? Þetta með máttarmissinn má m.a. sjá á gölluðum biskupum. (Gott ef riddararnir eru ekki betri.) Ertu nokkuð viss um að reikistjörnurnar séu á sínum stað þó þér sýnist það? Held að 10 milljarða frjósemi sé ekki öll frá Gudda komin. Hallgrímur er að því leyti líkur HKL að hann skrifar bæði góðar og lélegar bækur.

Sæmundur Bjarnason, 23.10.2011 kl. 09:32

7 Smámynd: Yngvi Högnason

Góðan dag hér. Andsk... hafi það,en ekki vitna ég í biblíuna núna þó sunnudagur sé. Smá nöldur samt, verr gengi mér í viðskiptum ef ég segði fólki að ég sé á Kársnesvegi í Kópavogi.

Yngvi Högnason, 23.10.2011 kl. 09:49

8 identicon

Biskupar eru sem aðrir menn,
akursins liljugrös en víxlaðir
riddarar vekja sjaldan tilrú
nokkurs manns.

Nokkuð séð mórauðan hrút á vegi þínum?
(í Sögunni af brauðinu dýra hafði fátt borið
fyrir augu Guðrúnar Jónsdóttur annars heims
nema  þessi mórauði hrútur sem hún tiltók)

Húsari. 23.10.2011 kl. 11:28

9 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Skil þig ekki Yngvi varðandi Kársnesveginn.

Varðandi mórauða hrútinn vil ég bara segja það að hálfur haus sem í sviðasultuna fór var greinilega svartur eða a.m.k. í dekkra lagi. Riddarar í skák eru ekkert víxlaðir, bara betri en biskuparnir, kunni menn að nota þá. Held að Jón í Brauðhúsum sé Jesús Kristur en hef samt takmarkaðan áhuga á þessari sögu.  

Sæmundur Bjarnason, 23.10.2011 kl. 12:24

10 Smámynd: Yngvi Högnason

Það er allt í lagi að þú skiljir ekki Sæmundur en ég er á Kársnesbraut. Og búinn að vera lengi.

Yngvi Högnason, 23.10.2011 kl. 15:30

11 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Skil þetta vel núna. Mundi sjálfur vera fonnemaður ef Auðbrekkan væru kölluð Auðstræti.

Sæmundur Bjarnason, 23.10.2011 kl. 15:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband