1508 - Falliđ og Saga Akraness

fa05Gamla myndin.
„Alltaf eru ţeir til óţurftar ţessir kettir“ gćti Pési veriđ ađ hugsa ţarna.

Skárri eru ţađ nú lćtin ţó einn mađur detti í ţađ. Hörpu Hreins fannst bókin hans Ţráins um falliđ í Fćreyjum og flýtimeđferđina á Vogi ekki merkileg og bloggađi um ţađ. Svo er ađ sjá ađ sumir séu svo heilagir ađ ekki megi anda á ţá. Ţráinn má vel vera alkóhólisti fyrir mér. Ef hann vill endilega skrifa bók um ţađ ţá má hann ţađ líka. Ţađ má alveg gagnrýna bókina einnig ef einhver kćrir sig um ţađ. Sé samt engan flöt á ţví ađ ég kaupi ţessa bók. Kannski fć ég hana lánađa á bókasafninu ef ég rekst á hana ţar. Efniđ finnst mér samt nauđaómerkilegt.

Úr ţví ég minnist á Hörpu ţá er ekki úr vegi ađ minnast á Árna Múla Jónasson einnig. Ekki er ađ sjá ađ hann ćtli ađ svara henni í neinu. Saga Akraness stendur ţó fyrir sínu og ef menn vilja kynna sér máliđ er hćgt ađ líta í ţá bók og á bloggiđ hennar Hörpu.

Styrinn stendur um ţađ ađ Páll Baldvin Baldvinsson og Harpa Hreinsdóttir (ásamt mörgum fleiri) telja ţessa bók (einkum ţó fyrsta bindiđ) afspyrnu lélega og ađ peningum ţeim sem kastađ hefur veriđ í ţetta verkefni (á annađ hundrađ milljónum króna) hafi veriđ illa variđ. Bćđi Árni Múli og Páll Baldvin hafa hótađ málaferlum en sennilega treysta ţeir sér ekki í ţau. Ţöggunin er samt í fullum gangi og einkum virđist sumum illa viđ ađ Harpa tjái sig um ţetta mál.

Ég geri mér engar vonir um ađ bćjarstjórinn láti svćla sig úr greninu enda hefur hann ekkert ađ vinna í ţessu máli. Verđur áreiđanlega hvort eđ er ekki endurráđinn í ţetta embćtti. Bćjarstjórnin treystir vafalaust á ađ Akurnesingar verđi búnir ađ gleyma ţessu máli nćst ţegar kosiđ verđur.

IMG 6903Blóm í Hveragerđi.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér hafa gjörsamlega ofbođiđ lćtin yfir ţessari bloggfćrslu um Falliđ, sem veriđ hafa í dag. Stór hluti ţeirra sem tjáir sig hefur alls ekki lesiđ bloggfćrsluna mína ţar sem ég benti nú á slatta af kostum viđ bókina (t.d. ađ hún vćri á köflum fyndin og ákv. lesendahópi ţćtti hún vćntanlega sniđug og fyndin) en meginniđurstađan var ađ einlćgni og auđmýkt vćri afar áfátt í bókinni sem er vitaskuld hrođalegur galli á bók af ţessu tagi.

Harpa Hreinsdóttir 21.10.2011 kl. 00:54

2 identicon

Ţegar ég fć svo fregnir af ţví ađ höfundurinn ljúgi ţví blákalt á sinni Fésbókarsíđu ađ hann hafi hafnađ FB-vinskap viđ mig og ţess vegna skrifi ég illa um bókina hans er mér allri lokiđ!  Hiđ sanna er ađ hann falađist eftir fésbókarvinskap viđ mig, ég samţykkti en dömpađi honum  ţegar ég fékk nóg af illmćlgisfćrslum og umrćđu á hans vegg, sem eđlilega slettist inn á minn vegg. Er eđlilegt ađ rígfullorđinn mađur, haldandi fram sínum ágćta bata og heiđarleika og jafnvel manngćsku (skv. bókinni) ljúgi?

Harpa Hreinsdóttir 21.10.2011 kl. 01:00

3 identicon

Af Sögu Akraness er ekkert ađ frétta. Árni Múli hefur engar forsendur til ađ fara í mál og hafđi aldrei. Eftir ađ greinargerđ Páls Baldvins varđ opinber finnst mér afar ólíklegt ađ Uppheimar hafi áhuga á ađ koma meira nálćgt ţessu verki, hvađ ţá önnur bókaforlög. Ég reikna allt eins međ ađ Páll Baldvin fari í persónulegt meiđyrđamál viđ Árna Múla og vinni ţađ. Ţađ verđur áhugavert ađ sjá hvort bókaforlögin sem stoliđ var frá höfđi mál gegn Gunnlaugi Haraldssyni og Uppheimum. En sem sagt: Engar fréttir af Sögu Akraness (sem hljóta ađ teljast góđar fréttir).

Harpa Hreinsdóttir 21.10.2011 kl. 01:05

4 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

... og allir komur ţeir aftur, og enginn ţeirra dó...

Ég bíđ eftir sögu Ţórshafnar...

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 21.10.2011 kl. 05:51

5 Smámynd: Sveinn R. Pálsson

Viđbrögđin viđ bókardómi Hörpu Hreinsdóttur eru svona hörđ, vegna ţess ađ dómurinn hitti algjörlega í mark. Mađur sannfćrđist um ađ ţetta getur ekki veriđ merkileg bók. Ljóst ađ vinir Ţráins hafa fyrst og fremst áhyggjur af sölu bókarinnar en ekki gćđum hennar.

Sveinn R. Pálsson, 21.10.2011 kl. 09:16

6 Smámynd: Sćmundur Bjarnason

Villi, mörg bćjarfélög hafa lagt metnađ sinn í ađ láta skrifa stórar og ţungar bćkur um sögu sína. Hafa ţó ekki hent hundruđum milljóna í ţau verkefni. Saga Akraness tekur ţeim öllum fram í ţyngd og stćrđ.

Sveinn, sammála ţér um ţađ ađ margir virđast vilja ađ ţessi bók Ţráins seljist sem mest, alveg burtséđ frá gćđunum.

Sćmundur Bjarnason, 21.10.2011 kl. 11:15

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband