1491 - "Nú er ekki meiri rjómi"

Hjól réttlætisins mala hægt, en við verðum að vona að þau mali rétt. Við höfum komið okkur upp kerfi sem við köllum lýðræði. Á því eru gallar. Eggjakast og annað líkamlegt ofbeldi lagar ekki þá galla. Kosningar geta gert það en þeir sem þar verða undir verða þá að sætta sig við það. Ef við treystum ekki dómstólunum og því kosningakerfi sem við höfum komið okkur upp er lýðræðið í mikilli hættu. Traust á dómstólunum er ein af grundvallarforsendunum fyrir virkni kerfisins.

Samtök allskonar reyna auðvitað að hafa áhrif á stefu ríkisstjórnarinnar á hverjum tíma. Við því er ekkert að segja. Fjölmiðlarnir eiga ekki bara að segja frá. Þeir eiga ekki síður að útskýra mál fyrir fólki og mennta það. Þeir virðast þó flestir hafa einhver pólitísk markmið. Kannski er það eðlilegt meðal annars vegna þess að fjárhagsleg áhrif á þá koma frá aðilum sem vilja e.t.v. ekki að fjölmiðlarnir sinni sínu hlutverki.

Ríkisfjölmiðlarnir eiga að vera óháðir markaðnum. Þeir eiga ekki að þurfa að styðja ríkisstjórnir á hverjum tíma og samt að vera nægilega fjársterkir til að taka sjálfstæðar ákvarðanir. Þeir eiga ekki að taka þátt í froðusamkeppni við aðra fjölmiðla.

Alþingi er nánast óstarfhæft. Meðal annars er það vegna stórgallaðra þingskapa. Lög þaðan eru líka oft gölluð, og flokkarnir sem þar starfa eru gallaðir,  Von margra er að nýir flokkar og ný stjórnarskrá ráði bót á þessum göllum.

Með Sprengisandinum, sem er útvarpsþáttur á sunnudagsmorgnum á Bylgjunni, er Sigurjón Egilsson á margar hátt að reyna að taka yfir stjórnmálaumræðuna sem Egill Helgason hefur hingað til haft næstum einokun á í Silfri sínu (Sem nú er á RUV). Margt er gott um Sprengisandinn að segja og fullyrða má að stór hluti stjórnmálaumræðunnar eigi mun betur heima í útvarpi en sjónvarpi.

„Nú er ekki meiri rjómi.“ Sagði Stefán Jón Hafstein í Silfrinu í dag og telur hið íslenska spillingar- og smákóngakerfi sem ríkt hefur allar götur frá lokum síðari heimsstyrjaldar (og reyndar lengur) ekki eiga framtíð fyrir sér. Auðvitað er samt á margan hátt þægilegra að eyða og spenna eins og við höfum gert. Einhverntíma hlýtur því tímabili samt að ljúka og kannski er einmitt rétti tíminn núna. Lífskjörin á Íslandi þurfa að vera í samræmi við það sem landið býður uppá.

IMG 6744Sígarettustubbur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband