1490 - Skrílslæti frá hægri

Ekki er vafi á því að skrílslætin við Alþingishúsið í dag er vel hægt að kalla skrílslæti frá hægri. Það sem mönnum er eflaust ferskast í minni er búsáhaldabyltingin sjálf og hana má með svipuðum rétti kalla skrílslæti frá vinstri.

Ofbeldi af því tagi sem haft var í frammi þá og nú er alls ekki víst að þjóni þeim málstað sem mótmælendur telja sig vera að styðja. Ríkisstjórnin féll að vísu í kjölfar búsáhaldabyltingarinnar en mótmælin í dag gætu alveg eins styrkt núverandi ríkisstjórn í sessi. Það eru einfaldlega flokkarnir og fámennar stofnanir þeirra sem ráða þessu. Þetta er það kerfi sem við höfum komið upp og við það situr. Við getum að vísu kosið það í burtu en ekki er víst að við gerum það.

Stuðningsmenn ESB virðast sumir vera að missa trúna á að núverandi viðræður leiði til aðildar. Það kann að vera rétt mat að því leyti að núverandi stjórnarmunstur sé ekki hagstætt aðild. Þess vegna má gera ráð fyrir að alþingiskosningar verði á undan þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild. Óvíst er með öllu hvernig þær alþingiskosningar muni fara. Trúlegt er að ný framboð komi fram.

Fjórflokkurinn óttast mjög um sinn hag og mun eflaust gera einhverjar tilraunir til að komast hjá kosningum. Talsverð breyting er að verða á fylgi hans. Skoðanakannanir geta auðvitað ekki mælt fylgi framboða sem ekki hafa ennþá orðið til.

Undarlegt er að ekki er mikið rætt um neyðarlögin sem gert er ráð fyrir að hæstaréttur fjalli um fljótlega. Ég er svo einkennilega innréttaður að ég hef alla tíð haft illan bifur á þessum svonefndu neyðarlögum og á fastlega von á að hæstiréttur dæmi þau ólögleg og í andstöðu við stjórnarskrána.

Afleiðingar þess gætu orðið miklar. Flestir virðast leiða hjá sér að horfa á það ástand sem þá mundi skapast. Einfaldlega vegna þess að slíkt er svo óþægilegt. Vitanlega er ég líka í þeim hópi sem vonar að neyðarlögin haldi.

IMG 6693Umferðarmannvirki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Ég mætti reglulega í mótmæli í búsáhaldabyltingunni. Var ég þá "skríll til vinstri"?

Ég mætti á Austurvöll í dag. Er ég þá orðinn "skríll til hægri"?

Sá litli hópur sem hagaði sér leiðinlega og kastaði eggjum held ég að sé að mestum hluta sá sami og síðast.


Sammála því að trúlega muni ný framboð koma fram. Og því lengur sem Jóhönnustjórnin hangir, því meiri líkur á framboðum sem eiga raunhæfa möguleika. Bæði fá þau meiri tíma til undirbúnings og óánægjan í samfélaginu bara vex, sem er kjörfarvegur fyrir "óánægjuframboð" af ýmsu tagi. Og það gæti eitthvað gott komið út úr því, hver veit.

Haraldur Hansson, 1.10.2011 kl. 22:53

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Mér sýnist öfgamenn nú fagna ofbeldinu.

Ótrúlega lásý einstaklingar þessir öfga og ofsamenn.

Fyrst banbbla þeir um fá sem beittu ofbeldi - síðan skrifa þeir pistil og fagna ofbeldinu.

þetta er ekkert nem sorglegt að sjá fullorða menn haga sér svona. þetta er blint af ofstæki.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.10.2011 kl. 23:12

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Edit: ,,Fyrst babbla þeir um fáa sem beittu ofbeldi - síðan snúa þeir sér við og skrifa pistil og fagna ofbeldinu."

Og sterklega er hálfpartinn viðurkennt að að ofstækisfullir þjóðrembingar hafi ráðist að þingmanni.

Sem í sjálfu sér er vel trúlegt miðað við ofstækið og öfgana sem þetta lið sýnir.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.10.2011 kl. 23:15

4 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Haraldur, ég las bloggið þitt og það er alls ekki til sóma. Hafirðu tekið þátt í skrílslátum í búsáhaldabyltingunni þá hefur þú líklega verið "skríll til vinstri." Samt hefur mér virst þú vera hægrisinnaður.

Ómar, ég veit ekki um hverja þú ert að tala, en mér finnst Haraldur Hansson hafa opinberað meiri öfgar en ég hefði búist við af honum.

Sæmundur Bjarnason, 1.10.2011 kl. 23:20

5 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Ómar. Sá ekki seinna innleggið þitt þegar ég skrifaði mitt.

Sæmundur Bjarnason, 1.10.2011 kl. 23:22

6 Smámynd: Haraldur Hansson

Sæll aftur Sæmundur.

Þegar ég hef mætt á Austurvöll hef ég látið duga að mæta og hlusta. Tók jú undir kröfuhróp Harðar Torfa "ríkisstjórnina burrrt" á sínum tíma og klappa líka fyrir góðum ræðumönnum.

Ef þú skilur skrif mín sem öfga af einhverju tagi þykir mér það miður (gef mér að þú eigir við færsluna um Árna Þór og eggið).


Það hvarflar ekki að mér að bera í bætifláka fyrir dólga, hvað þá réttlæta ofbeldi. Þetta er bara atvik sem gerðist en blessunarlega hlaust enginn skaði af.

Ég leyfði mér að nota atvikið, að gefnu tilefni, í litla myndlíkingu. Ef þú hefur lesið eitthvað öfgakennt úr því þá skilur þú ekki meiningu mína og inntak færslunnar; kannski ég skrifi ekki nógu skýrt.

Haraldur Hansson, 1.10.2011 kl. 23:49

7 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Já, mér fannst þessi skrif hjá þér í dag öfgafull. En ég las fleiri og kannski hefur þú ekki verið verstur. Mér finnst aldrei hægt að réttlæta ofbeldi og missti alveg trúna á Óskar Helga þegar hann réttlætti ofbeldi með einhverju sem honum fannst vera ofbeldi, en öðrum hugsanlega alls ekki. Mér finnst enginn vandi að aðgreina svonalagað.

Sæmundur Bjarnason, 2.10.2011 kl. 00:31

8 identicon

Er ekki málið það, að það var ekki einsleitur hópur, sem mótmælti á Austurvelli í gær? Þarna var tiltölulega hógvær (en hávær) hópur frá m.a. Hagsmunasamtökum heimilanna, sem beitti ekki ofbeldi en lét til sín heyra. Svo var þarna liðið, sem var boðað frá Valhöll og það beitti ofbeldi. - Annars tek ég undir með þér varðandi neyðarlögin, svonefndu. Ég óttast eins og þú að Hæstiréttur komist að þeirri niðurstöðu, að þau hafi verið ólögleg og komi rétturinn sé hjá að kveða upp málefnalegan úrskurð, þ.e. vísi málinu frá vegna formsatriða, eins og honum hættir til, þá verði það erlendir dómstólar, sem dæmi þau ógild og þá komumst við sem þjóð aldrei út úr skuldunum. Aldrei.

Ellismellur 2.10.2011 kl. 08:51

9 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Auðvitað er skrif haraldar öfgafull með afbrigðum. Sínir ástandið - að hann fattar það ekki! Vitið er nú ekki meira. Óvitaskrif eins o vanalega frá þessum öfga og ofsamönnum.

það mest áberandivið svokölluð ,,mótmæli" í gær er, að miðað við allan áróðurinn og upppoppunina fyrir þessi skrílslæti - að þá voru ekki nema eitthvað rúmlega eitt þúsund manns þarna.

það er bara rugl í sumum sem segja 4-5000. Hugsanlega hfa geta verið um 2000 staddir á austurvelli þegar almest var. En svokallaðir mótmælendur eru ekki nema rúmlega 1000.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.10.2011 kl. 09:11

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ps. Varðandi neyðarlögin, þá tel ég nánast öruggt að Hæstiréttur staðfesti þau.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.10.2011 kl. 09:15

11 identicon

Er ekki undarlegt að þegar hægri armurinn var við völd þá fór hann frá völdum eftir mótmæli en vinstri helmingur stjórnmálanna hlustar ekki á mótbárur í sinn garð og þrásitur sem fastast.

Það er gamla sagan, sumir eru jafnari en aðrir og "ég er jafnastur".  Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir en hvað skilgreinist sem dýr og hvað þarf mörg tré til að kalla það skóg?

Jóhannes 2.10.2011 kl. 09:41

12 identicon

Flestum er það ljóst að þeir sem kjósa 4flokk eru stærsta vandamál ísland; Menn verða að vera svona blindar apa-kindur að eðlisfari ef þeir kjósa 4flokksruglið.

DoctorE 2.10.2011 kl. 09:54

13 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Takk allir. Hef eiginlega ekkert verið heima í dag og ekki séð þetta fyrr en núna. Finnst ekki ástæða til að lengja umræðurnar.

Sæmundur Bjarnason, 2.10.2011 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband