1489 - Mótmælin á Austurvelli

Takist þeim öflum sem nú reyna og reynt hafa undanfarið að koma núverandi ríkisstjórn frá með stjórnmálalegum aðferðum ekki ætlunarverk sitt næstkomandi laugardag tekst þeim það aldrei. Þá verður hún við völd eins lengi og flokkarnir sem að henni standa ætla sér. Það verður reyndar ekki alveg út kjörtímabilið vegna þess að flokkarnir eru alls ekki sammála um eitt meginstefnumálið, sem er aðildin að ESB. Held að aðdragandi þess að stjórnin fari frá verði ekki mótmæli á Austurvelli heldur eitthvað allt annað.

Það er ekki ónýtt að hafa yfirlesara eins og Ellismell. Það var hann sem tók strax eftir því um daginn að ég nefndi Jón Ósmann Jón Austmann. Nú í gær tók hann líka undireins eftir því að ég minntist ekkert á hver orti vísuna góðkunnu um heimska gikkinn. Gúgli segir að hún sé eftir Benedikt Gröndal eldri en ekki Hallgrím Pétursson. Og eiginlega er hún bara hálf. Framhaldið er svona:

Góðmennskan gildir ekki,
gefðu duglega á kjaft.
Slíkt hefir, það ég þekki,
þann allra besta kraft.

Hlustaði í dag á þá Jón Orm Halldórsson og Ævar Kjartansson ræða við Stefán Jón Hafstein, sem mér fannst komast vel frá öllu sem hann sagði. Ef Guðmundur Steingrímsson, Jón Gnarr, Ómar Ragnarsson og Stefán Jón Hafstein sameinast í einum og sama flokki í næstu alþingiskosningum mun ég áreiðanlega kjósa þann flokk. Hef samt ekkert fyrir mér nema eigin ímyndun um þessháttar flokk. Sagt hefur þó verið í fréttum að Jón Gnarr (eða menn honum tengdir) og Guðmundur Steingrímsson hafi verið að tala saman um pólitískt samstarf í næstu kosningum.

IMG 6689Blóm að deyja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ola Salo sjunger: People have the power (Folket har makten)

Patti Smiths genombrottslaat vid Polar Prize utdelningen nyligen.

PEOPLE HAVE THE POWER!S

www.youtube.com/watch?v=0WMDpQfsWxU

S.H. 29.9.2011 kl. 23:39

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Já, og ansi kraftmikill söngur enda er heil sinfóníuhljómsveit sem leikur undir.

Sæmundur Bjarnason, 30.9.2011 kl. 06:28

3 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ég myndi frekar miða við mánudagskvöldið Sæmundur.  Ætli laugardagsmorguninn verði ekki of fjölskylduvænn til þess að eitthvað stórt gerist.

Ég hef enga trú á því að það verði rofið þing og boðað til kosninga þótt upp úr sjóði.  Í besta falli verður ákveðið að klára afgreiðslu stjórnarskrárfrumvarps og í framhaldi af því rofið þing.

Axel Þór Kolbeinsson, 30.9.2011 kl. 08:21

4 identicon

Er blómið birtingarmynd ríkisstjórnar Jóhönnu og Steingríms?

Kristján B Kristinsson 30.9.2011 kl. 08:39

5 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Kristján, já kannski. Allt tekur enda.

Sæmundur Bjarnason, 30.9.2011 kl. 09:09

6 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Axel, þetta stóra sem þú ert að tala um er kannski lok einhverrar atburðarásar sem færi væntanlega af stað um helgina. Upphaf einhverrar atburðarásar og aðdragandi er auðvitað bara í huga þess sem um talar.

Sæmundur Bjarnason, 30.9.2011 kl. 09:16

7 identicon

4flokkur er mesta mein íslands.. allir verða að sameinast um að losa okkur undan því krabbameini.

DoctorE 30.9.2011 kl. 13:40

8 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Já, DoctorE en til þess þarf annaðhvort kosningar eða byltingu. Byltingu óttast ég og alls ekki er víst að nógu margir kjósi rétt til að koma fjórflokknum þangað sem hann á heima.

Sæmundur Bjarnason, 30.9.2011 kl. 15:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband