1323 - Danke bitte schön

Á laugardaginn kemur verđur ţjóđaratkvćđagreiđsla um Icesave. Allir hljóta ađ vita ţetta og allir eru uppfullir af ţví núna. Ţađ er heldur ekki á hverjum degi sem svona hćgt er taka ţátt í svona mikilvćgri kosningu.

Ţeir sem bloggiđ mitt lesa reglulega vita sjálfsagt ađ ég er međmćltur ţví ađ viđ segjum já viđ ţeim samningi sem nú liggur fyrir. Mér finnst ég ţó ekki ţekkja ţetta mál svo vel ađ ég geti veriđ međ sérstakan áróđur fyrir ţví. Get líka alveg skiliđ og metiđ afstöđu ţeirra nei-manna ţó mér finnist sumir ţeirra vera alltof ofstćkisfullir í ţessu máli. Fjölyrđi ekki meira um ţađ.

Siđferđislega finnst mér ađ okkur beri skylda til ađ semja um ţetta mál. Mér finnst líka ađ međ ţví ađ fara svonefnda dómstólaleiđ sé enn og aftur veriđ ađ veđja á möguleika sem í besta falli eru jafnir. Útrásarvíkingarnir stunduđu ţetta og lengi vel lukkađist ţađ ágćtlega. Ţvílíkt háttalag getur ţó aldrei gengiđ til lengdar.

Ţađ sem mér finnst skipta mestu máli í ţessu Icesave-máli öllu er mismununin sem fólgin er í ţví ađ tryggja ekki međ sama hćtti innistćđur í íslenskum útibúum og erlendum hjá sama bankanum.

Illt er ađ kenna gömlum hundi ađ sitja, segir máltćkiđ. Ekki er líklegt ađ ég geti vaniđ mig af blogginu fyrirhafnarlaust. Reyni ţó eins og ég get ađ stytta mál mitt og gera eitthvađ annađ.

Ţýskan er mörgum hugleikin. Á Íslandi er löng hefđ fyrir ţví ađ ţýđa „Spielen sie Kinder" međ „Spiliđ ţiđ kindur". Á Bifröst í gamla daga ţýddum viđ „Der Tau viel stark" međ „Táfýlan er sterk", en ţađ er samt ekki rétt.

Ich veiss nicht was soll er bedeuten
dass ich so traurig bin.
Ein Maarchen von alten Seiten
es kommt mir nicht aus dem Sinn.

Svona er upphafiđ ađ Lorelei kvćđinu eftir Heine í mínum huga. Steingrímur Thorsteinsson ţýddi ţetta auđvitađ snilldarlega međ:

Ég veit ekki ađ hvers konar völdum
svo viknandi (dapur) ég er.
Ein saga frá umliđnum öldum
fer ei úr huga mér.

Í mínu minni kemur orđiđ dapur ekki fyrir í vísunni og ţessvegna set ég ţađ í sviga. Ţegar ég fletti ţessu upp á netinu var orđiđ ţarna og ţessvegna lćt ég ţađ fljóta međ.

Annađhvort í bókinni eftir Agnar Mykle sem Jóhannes úr Kötlum ţýddi og kallađi „Frú Lúna í Snörunni" eđa í sjálfum „Rođasteininum" er setning á ţýsku sem af einhverjum ástćđum er blýföst í mínu minni.

„Das hat mich ein Vogel gesagt", segir einhver.

„Das hat mir ein Vogel gesagt", leiđréttir Askur Burlefot og síđan fylgja álnarlangar útskýringar á ţýskri málfrćđi sem er ekki eitt af mínum áhugasviđum. 

„Sehr schön Bemerkung, nicht war?" og „Danke, bitte schön." sögđum viđ gjarnan í gamla daga og ţóttumst vođalega menntađir.

IMG 5376Hér er Bjarni í Guđríđarkirkju um daginn ađ rćđa viđ ungu kynslóđina.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Traurig merkir dapur;)

Stefán Júlíusson 8.4.2011 kl. 00:15

2 Smámynd: Sigurđur Hreiđar

Ađ ţessu sinni fara skođanir okkar allnokkuđ saman, Sćmundur. Mér finnst nei alveg af sama toga og sjálfbirgingslegur útrásarhátturinn fyrir hrun.

Gaman ađ ţessum ţýskupćlingum ţínum. Mér hefur oft orđiđ hugsađ til ţess hve ótrúlega vel Herđi heitnum Haraldssyni hefur tekist ađ koma bćrilegum ţýskugrunni inn í hausinn á nemendum sínum -- sumum amk. Ég hef ekki lćrt ţýsku annars stađar í skóla en hefur gagnast ţýskan hans Harđar merkilega vel hafi ég ţurft á ađ halda og mesta furđa hvađ ég get lesiđ mér til gagns á ţví máli.

…svo viknandi ég er… vantar ekki tvö atkvćđi í ţessa línu? Amk. syngst hún betur ef dapur kemur međ.

Sigurđur Hreiđar, 8.4.2011 kl. 12:15

3 Smámynd: Sćmundur Bjarnason

Já, söngurinn er ekki mín sterka hliđ. Ég man samt ekki eftir ţessu "dapur".

Englendingar slá um sig međ frönsku. Ég kann alls ekkert í frönsku og verđ ţví ađ láta ţýskuna duga. Ţađ er líka gaman ađ heyra ítölsku talađa.

Sćmundur Bjarnason, 8.4.2011 kl. 12:27

4 identicon

Ég held ad til séu tvaer thýdingar á Lorelei. Önnur er thýding Steingríms en man ekki
hver gerdi hina og önnur hefur bara " viknandi" og hin "viknandi dapur"

S.H. 8.4.2011 kl. 13:34

5 identicon

Ekki var thetta rétt hjá mér nema ad hálfu leyti og varla thad.

Sú thýding sem ég fann heima í ljódakistunni er eftir Hannes Hafstein  og fyrsta
erindid er svona med nútíma stafsetningu:

Ég hvorki skil thad né skýri
hví skeikar gledin mér,
og eldgamalt aevintýri
mér ei úr huga fer.

Ég hallast ad thví med Saemundi ad í thýdingu Steingríms hafi frá hans hendi upphaflega stadid  "svo viknandi ég er" en ad thví hafi verid breytt í "viknandi dapur" vegna hrynjandans, en ad mínum dómi er thad mikid lýti á ljódlínunni, thví thar á sér stad  svoköllud" tautologi" tveim ordum er skellt saman sem thýda hid sama eda hér um bil.

S.H. 8.4.2011 kl. 15:49

6 Smámynd: Sćmundur Bjarnason

Mér finnst ţetta međ dapur eđa ekki dapur skipta svolitlu máli. (fellst á tautologiu rökin) Mér finnst endilega ađ ţetta orđ hafi ekki veriđ ţegar ég lćrđi ljóđiđ fyrst, hugsanlega úr skólanámsbók. Hvort ţađ fer eitthvađ betur vegna lagsins get ég ekki sagt um og ekki höfum viđ Steingrím lengur til ađ skera úr um ţetta. Ţýđingu Hannesar kannast ég ekki viđ.

Sćmundur Bjarnason, 8.4.2011 kl. 16:27

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband