7.4.2011 | 06:11
1322 - Gef oss í dag vort daglega blogg
Nú er ég hættur að blogga daglega. Ég bloggaði þó í gær og vel er hugsanlegt að ég bloggi á morgun. Það getur vel verið að þessi fyrirætlun um að vera ekki að þessu sífellda bloggstandi endist ekki lengi. Sjáum til. Allavega held á að þau séu að styttast. Eða vona það.
Eins og fleiri gæti ég svosem bloggað lítilsháttar um Icesave, en það er líka ágætt að sleppa því. Til hvers ætti ég að vera að messa um það fyrirbrigði. Það eru svo margir sem eru sífellt að því að það hálfa væri nóg.
Icesave-málið er að verða svo pólitískt að það er ekki einusinni fyndið. Samt held ég að þrátt fyrir allan gauraganginn síðustu dagana séu flestir hvort eð er búnir að taka ákvörðun um hvernig þeir ætla að verja atkvæði sínu og lætin hafi því áhrif á fremur fáa.
Nær væri að skrifa um eitthvað merkilegt. Eins og t.d. bláa bárujárnsskúrinn sem var á brekkubrúninni fyrir framan verkstæðið hjá Aage í Hveragerði. Þar fórum við stundum í yfir" því hann var af svo hæfilegri stærð fyrir þessháttar. Vissi aldrei hvað var geymt í þeim skúr og man ekki eftir að neinn hafi einusinni haft rænu á að spyrja um það.
Það var svo margt skrítið í gamla daga þó mér hafi ekki þótt það neitt skrítið. Pabbi setti t.d. alltaf tröllamjöl á kartöflugarðinn okkar og einu sinni slor úr fiski til áburðar. Nei, lyktin af því var ekki góð.
Apríl er mikið ólíkindatól hvað veðurfar snertir. Snjókoma og hiti er að verða reglan hér á höfuðborgarsvæðinu. En ég held að vorið hljóti að fara að koma. Krókusinn heldur það greinilega líka.
Nú er nei-sinnum spáð 57% fylgi. Fyrir nokkrum dögum voru já-menn yfir með 55%. Fullmikil sveifla en gæti þó staðist. Þekki ekki þetta MMR fyrirtæki og hvaða aðferðafræði er notuð. Allt virðist stefna í spennandi kosningar.
Fór um daginn í veislu sem haldin var í safnaðarheimili Guðríðarkirkju í tilefni af 70 ára afmæli Guðmundar Samúelssonar. Hér er Tinna í nýja vestinu sínu og Guðmundur í baksýn.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Sæll Sæmundur.
Skoðanakannanirnar frá MMR hafa verið álíka marktækar og þær frá Capacent. Fréttablaðið var líka með könnun í morgun þar sem 55% sögðust ætla að segja nei.
Það hefur verið örlítill blæbrigðamunur á niðurstöðum skoðanakannana þessara þriggja þannig að ég myndi telja að ef Capacent hefur gert skoðanakönnun á sama tíma myndu þeir mæla 53% nei.
Ætli krakkar í dag kunni yfir? Ég held að mín börn kunni þann leik ekki. Hvað um barnabörnin þín?
Axel Þór Kolbeinsson, 7.4.2011 kl. 11:43
Ef ég tek bara mið af þeim sem ég hitti/þekki... þá má áætla að ~80% segi nei við nauðgun íslands.
Ég hef enga trú á að allur þessi fjöldi segi"Já", eins og þessar kannanir eru að segja.
Eru menn fífl, og þá sérstaklega íslendingar ha
Ég lék mér í Yfir þegar ég var ungur að árum...
doctore 7.4.2011 kl. 13:09
Axel mér finnst skoðanakannanirnar einkum sýna það að fylgi breytist hratt. Jafnvel hraðar en við mátti búast. Skoðanakannanir hafa sýnt að mikið er að marka þær.
Í grunninn snýst "Yfir" um að grípa bolta sem hent er yfir hús og reyna að hitta einhverja í hinu liðinu sem þá koma til þín. Oft var samt rifist um nánari reglur.
Það hjálpar engum (ekki einu sinni doctore) að kalla aðra fífl og asna.
Sæmundur Bjarnason, 7.4.2011 kl. 14:31
Það sem er merkilegast við þessar síðustu skoðanakannanir er hversu margir eru enn óákveðnir. Margir virðast líka vera flöktandi í sinni skoðun. Síðustu dagar kosningabaráttunar gæti breytt mikið til um skoðanir fólks.
Axel Þór Kolbeinsson, 7.4.2011 kl. 14:38
Þjóðaratkvæðagreiðslur þar sem aðeins er um já eða nei að ræða eru svo sjaldgæfar að ef til vill er minna að marka skoðanakannanir en í hefðbundnum alþingiskosningum. Kosningin nú er mjög ólík þeirri í fyrra að því leyti að þá lá fyrir að hægt var að ná mun betri samningum.
Sæmundur Bjarnason, 7.4.2011 kl. 15:51
Gaman þegar maður spáir nánast rétt: http://www.ruv.is/frett/meirihluti-andvigur-icesave-logum
Axel Þór Kolbeinsson, 7.4.2011 kl. 18:17
Já, ég tók eftir þessu. Til hamingju með það. Held samt að þetta þurfi ekki endilega að segja eitthvað um úrslit kosninganna.
Sæmundur Bjarnason, 7.4.2011 kl. 20:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.