5.4.2011 | 05:08
1320 - Trúarjátningin
Í gamla daga ţegar ég var ungur spiluđum viđ fótbolta á hverju kvöldi á sumrin. A.m.k. ef veđur var sćmilegt. Í minningunni var alltaf sumar og alltaf gott veđur. Viđ spiluđum oftast á eitt mark. Ţađ var ađeins ef óvenjumargir mćttu sem íhugađ var ađ spila á tvö mörk. Ţađ kostađi mikil aukahlaup og var á allan hátt óhentugra. Útspörkin voru mesta vandamál markvarđarins ţegar spilađ var á eitt mark en ég var oft í ţví hlutverki. Ekki mátti sjást á neinn hátt ađ hann héldi međ öđru liđinu ţó hann gerđi ţađ ađ sjálfsögđu stundum.
Í Icesave-málinu núna er greinilega spilađ á tvö mörk. Í fyrra var bara spilađ á eitt. Ţá ákvađ ég ađ skjóta framhjá. Ţ.e.a.s. ég skilađi auđu og hef aldrei gert ţađ fyrr. Í ţingkosningum er venjulega spilađ á mörg mörk og markverđirnir mjög misjafnir. Niđurstađan er oftast lík og venjulega og eftir ţađ er nćr alltaf ákveđiđ ađ spila bara á eitt mark og hafa Óla í markinu. En stundum sest hann á boltann og heimtar ađ spilađ sé á tvö mörk.
Eins og núna. Úr vöndu er ađ ráđa. Ekki er hćgt ađ gera eins og í fyrra og halda bara áfram ađ spila á eitt mark og hugsa ekki um hitt. Ţađ er ekki um annađ ađ rćđa en fara í leikinn og ná fram úrslitum. Vonandi verđa tapararnir bara ekki mjög tapsárir.
Ţađ er samt margt annađ í lífinu en ţessi fótboltaleikur. Eins og til dćmis trúarjátningin sjálf. Í bók Ţorsteins Gylfasonar Sál og mál" rakst ég á hana. Ekki svo ađ skilja ađ hún hafi haldiđ fyrir mér vöku í lífinu. Svona var hún (og er líklega enn) Svolítiđ hef ég breytt um orđ á einstaka stađ og hef ég ţá frekar ţađ sem mig minnir ađ ég hafi lćrt á sínum tíma.
Ég trúi á Guđ föđur almáttugan, skapara himins og jarđar. Ég trúi á Jesúm Krist, hans einkason, sem getinn var af heilögum anda, fćddur af Maríu mey, píndur á dögum Pontíusar Pílatusar, krossfestur, dáinn og grafinn, steig niđur til heljar, reis á ţriđja degi aftur upp frá dauđum, steig upp til himna, situr á hćgri hönd Guđs föđur almáttugs og mun ţađan koma, ađ dćma lifendur og dauđa. Ég trúi á heilagan anda, heilaga almenna kirkju, samfélag heilagra, fyrirgefningu syndanna, upprisu holdsins og eilíft líf."
Ţetta var mađur látinn lćra utanađ og ţylja opinberlega ţegar mađur var fermdur og ţá eins og nú gerđi ég mér auđvitađ grein fyrir hverslags vitleysa ţetta er. Auđvitađ trúir enginn ţessu bókstaflega en ţó er ég ekki frá ţví ađ enn séu fermingarbörn látin ţylja ţetta. Ţau eru látin halda ađ skilja eigi ţetta einhverjum öđrum skilningi en bókstaflegum. En sá skilningur er líklega bara til í hugum ţeirra sem um hann tala og reyna ađ útskýra fyrir öđrum.
Pólitískt séđ erum viđ öll innst inni annađhvort opingáttarfólk eđa einangrunarsinnar. Međ ţessari kenningu má skýra margt í íslenskum stjórnmálum. Samskiptin viđ útlönd skipta litla ţjóđ jafnan miklu máli. Auđvitađ hefur skođun okkar ađ ţessu leyti ekki úrslitaáhrif á allar okkar ákvarđanir en ţađ glittir ţó víđa í hana.
Sumir orđa ţetta ţannig ađ allir séu ýmist framsóknarmenn eđa kratar. Í mínum huga eru ţá framsóknarmenn einangrunarsinnar en kratar opingáttarmenn. Mér finnst ţetta á margan hátt eins góđ skýring og hćgri og vinstri eđa mikil eđa lítil ríkisafskipti.
Auđvitađ eru ţetta allt saman miklar einfaldanir en stjórnmál snúast oft einmitt um einfaldanir. Mörg mál eru ţađ flókin ađ ómögulegt er fyrir ađra en ţá sem gjörţekkja ţau ađ skilja um hvađ er deilt í rauninni. Ţá er oft hagstćtt ađ grípa til einfaldana.
Ekki dettur mér í hug ađ halda ađ einfalt mál sé ađ ákveđa hvort merkja skuli viđ já eđa nei í ţjóđaratkvćđagreiđslunni um nćstu helgi. Ţó er ég búinn ađ ákveđa mig en fjölyrđi ekki meira um ţetta mál ađ sinni.
Sólin er á bak viđ húsiđ. Samt rćđur myndavélin viđ ţetta á sjálfvirkri stillingu. Fallegt hús.
Athugasemdir
Menn hafa veriđ taldir vitleysingar af minna tilefni en ađ játast undir ţessa trúarjátningu ha :)
doctore 5.4.2011 kl. 10:19
Ţađ er nú of mikiđ ađ kalla ţá alla vitleysinga sem ţuliđ hafa ţetta eins og páfagaukar í gegnum árin!!
Sćmundur Bjarnason, 5.4.2011 kl. 11:02
Já, gott ef ég ţuldi ekki ţessa sömu trúarjátningu upp ţegar ég seldi sjálfan mig fyrir fermingargjafir. Margur verđur af aurum api.
Bót í máli er ađ yngri sonur minn algerlega neitar ađ láta ferma sig, vill engar gjafir eđa neitt slíkt heldur.
Sem er náttlega frábćrt, get sleppt borgaralegri fermingu og alles; Ferming er algerlega út í hött, hvort sem ţađ er af trúarlegum toga eđa veraldlegum.
Gef honum samt tölvu eđa eitthvađ :)
doctore 5.4.2011 kl. 11:40
séra Gunnar Björnsson fermdi mig vestur á bolungarvík hér um áriđ.. hann sá fjótt ađ ţessi grúbba var afspyrnu illa móttćkileg og afskaplega léleg í kristinfrćđi svo hann ákvađ á ögurstundu ađ hćtta viđ trúarjátninguna sem einstaklingsupplestur.. heldur lét hann alla kirkjuna ţylja ţetta bull í einu.. sem bjargađi mér og nokkrum öđrum fermingarbörnum frá mikilli skömm :) ..
Óskar Ţorkelsson, 5.4.2011 kl. 14:14
Fótboltinn sem viđ spiluđum á túninu á bak viđ Vegamót í gamla daga var oft býsna skemmtilegur, hvort heldur var spilađ á eitt eđa tvö mörk. Miklu skemmtilegri en Icesave leikurinn.
Stefán Örn Valdimarsson 5.4.2011 kl. 20:32
Já, fermingin var nú eins og hún var. Manni fannst mađur á vissan hátt vera miklu lífsreyndari og fullorđnari ţegar hún var afstađin. Trúarjátningin var eins og hvert annađ bull. A.m.k. trúđi ég ekki á hana.
Já, ţađ var oft gaman í fótboltanum á sumrin og svo var hamast vikulega í Breiđabliki á veturna. Eftirminnilegt.
Sćmundur Bjarnason, 5.4.2011 kl. 23:14
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.