4.1.2011 | 21:25
1253 - Málfrelsið hefur margar hliðar
Það er lítill vandi að verja tjáningarfrelsi þeirra sem maður er alveg sammála en erfitt að verja leyndarmálafrelsi allra þeirra sem til einhverra metorða komast.
Þetta er á margan hátt kjarninn í skoðunum mínum á málfrelsismálum. Þó mikið mál- og tjáningarfrelsi geti stundum valdið vandræðum er þöggunin oftast verri. Þessi mál eru þó öll æði margslungin og margt getur blandast inn í umræður um þau.
Ég er hættur sem miðnæturbloggari. Hafði samt ekki gert mér grein fyrir að það hefði áhrif á veru mína á Blogg-gáttinni. En svo virðist vera og er kannski ekki nema eðlilegt. Ég bloggaði semsagt klukkan rúmlega 10 í gærkvöldi og svo aftur allsnemma í morgun. Sé ekki að færslan frá í gærkvöldi sé nokkursstaðar. Kannski er það vegna seinni færslunnar.
Sá áðan að Sverrir Stormsker hafði spunnið upp einhverja langloku um Ástþórsmálið og ýkt það stórlega. Hann skákar augljóslega í því skjólinu að enginn taki bullið í honum alvarlega og að Moggabloggsguðirnir þori ekki að loka síðunni hans. Mér fannst hann ekkert sérlega fyndinn en hann linkaði í mbl.is fréttina um þetta mál í lokin og þar er ekki um neinar augljósar ýkjur að ræða sýnist mér.
Maður nokkur fór í feðralag með son sinn að nafni Hveragerði og dótturina Ólafsvík. Nei annars, ég er steinhættur við þessa sögu. Þetta átti víst að vera eitthvað fyndið hjá mér. Hef orðið var við áráttu frægs fólks í útlöndum að skíra börn sín staðarnöfnum. Vesalings börnin.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Þð er til saga um að eitt stúlkubarn á 19. öldinni hafi veðið skírð Almannagjá. Eða það sagði mér amma mín sáluga allavega. Og ekki laug hún (mikið).
Vendetta, 4.1.2011 kl. 22:48
Vendetta, konu hef ég líka heyrt um sem á hafa heitið Fimmsunntrýna og verið fædd fimmta sunnudag eftir trinitatis. Sel það samt ekki dýrara en ég keypti.
Sæmundur Bjarnason, 4.1.2011 kl. 23:06
Já, ég hef líka heyrt minnzt á Fimmsunntrýnu/-trínu. Svo var ein stúlka sem átti að hafa fundizt yfirgefin við vegarkantinn í frostveðri. Svunta stúlkunnar var frosin, svo að hún var skírð Freðsvunta. Ég held samt að þetta hafi verið flökkusaga og amma mín hefur bara ekki fattað það.
Hins vegar hefur kona verið til á síðustu öld sem hét Lofthæna. Ég veit það, því að ég hef hitt fólk, sem þekkti hana. Þetta nafn er brenglun á þýzku nafni, sem ekki þýðir lofthæna (sem sagt ekki Lufthühn). Annars getur Ursula Jüngemann örugglega frætt okkur um þetta.
Vendetta, 4.1.2011 kl. 23:49
Kvenmannsnöfnin Lofthæna og Freðsvunta voru notuð á vestfjörðum. Ef ég man rétt hét ein kona Lofthæna sem seinna nafn um aldamótin 1900.
Axel Þór Kolbeinsson, 5.1.2011 kl. 10:09
Hvar ertu Sæmundur?
Svanur Gísli Þorkelsson, 11.1.2011 kl. 08:23
Já. Maður er farinn að hafa áhyggjur.
Axel Þór Kolbeinsson, 11.1.2011 kl. 08:26
Bara í fríi. Nenni ekki ad skrifa daglega. Set samt kannski eitthvad smávegis upp fljótlega.
Sæmundur Bjarnason, 11.1.2011 kl. 10:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.