1253 - Málfrelsið hefur margar hliðar

Það er lítill vandi að verja tjáningarfrelsi þeirra sem maður er alveg sammála en erfitt að verja leyndarmálafrelsi allra þeirra sem til einhverra metorða komast.

Þetta er á margan hátt kjarninn í skoðunum mínum á málfrelsismálum. Þó mikið mál- og tjáningarfrelsi geti stundum valdið vandræðum er þöggunin oftast verri. Þessi mál eru þó öll æði margslungin og margt getur blandast inn í umræður um þau.

Ég er hættur sem miðnæturbloggari. Hafði samt ekki gert mér grein fyrir að það hefði áhrif á veru mína á Blogg-gáttinni. En svo virðist vera og er kannski ekki nema eðlilegt. Ég bloggaði semsagt klukkan rúmlega 10 í gærkvöldi og svo aftur allsnemma í morgun. Sé ekki að færslan frá í gærkvöldi sé nokkursstaðar. Kannski er það vegna seinni færslunnar.

Sá áðan að Sverrir Stormsker hafði spunnið upp einhverja langloku um Ástþórsmálið og ýkt það stórlega. Hann skákar augljóslega í því skjólinu að enginn taki bullið í honum alvarlega og að Moggabloggsguðirnir þori ekki að loka síðunni hans. Mér fannst hann ekkert sérlega fyndinn en hann linkaði í mbl.is fréttina um þetta mál í lokin og þar er ekki um neinar augljósar ýkjur að ræða sýnist mér.

Maður nokkur fór í feðralag með son sinn að nafni Hveragerði og dótturina Ólafsvík. Nei annars, ég er steinhættur við þessa sögu. Þetta átti víst að vera eitthvað fyndið hjá mér. Hef orðið var við áráttu frægs fólks í útlöndum að skíra börn sín staðarnöfnum. Vesalings börnin.

IMG 4051Beðið eftir brauðinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Þð er til saga um að eitt stúlkubarn á 19. öldinni hafi veðið skírð Almannagjá. Eða það sagði mér amma mín sáluga allavega. Og ekki laug hún (mikið).

Vendetta, 4.1.2011 kl. 22:48

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Vendetta, konu hef ég líka heyrt um sem á hafa heitið Fimmsunntrýna og verið fædd fimmta sunnudag eftir trinitatis. Sel það samt ekki dýrara en ég keypti.

Sæmundur Bjarnason, 4.1.2011 kl. 23:06

3 Smámynd: Vendetta

Já, ég hef líka heyrt minnzt á Fimmsunntrýnu/-trínu. Svo var ein stúlka sem átti að hafa fundizt yfirgefin við vegarkantinn í frostveðri. Svunta stúlkunnar var frosin, svo að hún var skírð Freðsvunta. Ég held samt að þetta hafi verið flökkusaga og amma mín hefur bara ekki fattað það.

Hins vegar hefur kona verið til á síðustu öld sem hét Lofthæna. Ég veit það, því að ég hef hitt fólk, sem þekkti hana. Þetta nafn er brenglun á þýzku nafni, sem ekki þýðir lofthæna (sem sagt ekki Lufthühn). Annars getur Ursula Jüngemann örugglega frætt okkur um þetta.

Vendetta, 4.1.2011 kl. 23:49

4 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Kvenmannsnöfnin Lofthæna og Freðsvunta voru notuð á vestfjörðum.  Ef ég man rétt hét ein kona Lofthæna sem seinna nafn um aldamótin 1900.

Axel Þór Kolbeinsson, 5.1.2011 kl. 10:09

5 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Hvar ertu Sæmundur?

Svanur Gísli Þorkelsson, 11.1.2011 kl. 08:23

6 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Já.  Maður er farinn að hafa áhyggjur.

Axel Þór Kolbeinsson, 11.1.2011 kl. 08:26

7 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Bara í fríi. Nenni ekki ad skrifa daglega. Set samt kannski eitthvad smávegis upp fljótlega.

Sæmundur Bjarnason, 11.1.2011 kl. 10:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband