25.11.2010 | 00:07
1211 - Stjórnlagaþing VII
Hún nálgast, hún nálgast, hún nálgast. Þessi kosning sem allir eru svo spenntir fyrir. A.m.k. ég. Mér finnst hún meira spennandi en nokkrar alþingiskosningar, meira spennandi en venjuleg þjóðaratkvæðagreiðsla getur nokkru sinni orðið, hvað þá prestskosningar. En er nokkuð að marka mig? Ég er einn af þeim sem hef talað Alþingi niður en þessa stjórnlagaþingskosningu upp. Er ég bara ekki þar með orðinn vanhæfur?
Nú eru blindir og sjónskertir farnir að efast um að stjórnlagaþingskosningin sé lögmæt. Það finnst mér eðlilegt. Það er þetta með aðstoðina við útfyllingu kjörseðilsins sem skiptir mestu máli þar. Númerin koma kannski til hjálpar, en sem betur fer á ég ekki að skera úr um þetta. Svo eru þetta strangt til tekið bara kosningar til ráðgefandi þings og þannig séð ómark. En þetta er áhugavert.
Ef ég yrði kosinn til stjórnlagaþings, sem ég verð náttúrulega ekki því ég er ekki einu sinni í framboði, þá mundi ég taka Kristófer Má mér til fyrirmyndar og leggja ofuráherslu á að stjórnarskránni verði einungis breytt með sérstakri þjóðaratkvæðagreiðslu hverju sinni, en Alþingi sé ekki látið káklast í því, enda eru þeir sem þar sitja vanhæfir til þess.
En þingið verður að fá einhverja dúsu. Kannski væri hægt að leyfa minnihluta þingmanna að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um ákveðin mál. Það ætti almenningur auðvitað að geta líka og jafnvel forsetinn einnig. Já, þetta er allt vandasamt.
Íslendingar segja: Blindur er bóklaus maður.
Færeyingar segja: Bundinn er bátlaus maður.
Hvorttveggja er rétt. Stuðlarnir ráða samt úrslitum þarna. Spakmæli þurfa helst að vera stuðluð. Þá eru þau meira rammandi og betra að muna þau.
Eitt er ákaflega jákvætt við fésbókina. Enginn er skilinn útundan. Allir fá vitleysuna beint í æð. Mér er nær að halda að það sé það eina jákvæða við fyrirbærið.
Bjarni Harðarson stjórnarmaður í Heimsýn, fyrrverandi þingmaður og núverandi blaðafulltrúi Jóns Bjarnasonar ráðherra gerir á sínu bloggi auglýsingu Heimssýnar til stjórnlagaþingsframbjóðenda að umtalsefni og er ekki nema sjálfsagt fyrir þá sem áhuga hafa á ESB aðild og stjórnlagaþingskosningum að auki að lesa það.
Ég tek eftir því að Axel Þór Kolbeinsson sem ég tel einlægan ESB-andstæðing hefur ekki svarað þeim og er líklega á móti tilraunum Heimssýnar til að hafa áhrif á kosningarnar.
Nú er ég orðinn svo syfjaður að bókstafirnir eru eins og festir uppá þráð og sveiflast fram og aftur og það er erfitt að stöðva þá. Að mestu tekst mér þó að halda mig á réttum stað og þar kemur bendillinn mér til hjálpar því hann er farinn að spekjast svolítið og hættur að flækjast um allt blaðið eins og hann er vanur. Sennilega syfjaður líka.
Hluti af því að verða syfjaður aftur, þegar maður verður andvaka um miðja nótt og drekkur tvo bolla af kaffi sér til sáluhjálpar, er að láta sér verða kalt. Þá er alveg sérstaklega eftirsóknarvert að fara aftur í bælið.
Fyllibytta.
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:08 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
takk fyrir mig í dag Sæmi :)
Óskar Þorkelsson, 25.11.2010 kl. 05:38
Eflaust sigrar, ef til kæmi
eðalkarlinn Sæmi.
Jólasveinastóðið stríða.
Strákurinn, hann fær að ... bíða.
Hilmar Þór Hafsteinsson 25.11.2010 kl. 06:18
Takk, Óskar. Sé að menn fara snemma á fætur í Útlandinu.
Sæmundur Bjarnason, 25.11.2010 kl. 06:33
Hér er vísna vakurt flím
með voðalegum sprettum.
Allir geta átt hér rím
ort á nótum léttum.
Sæmundur Bjarnason, 25.11.2010 kl. 06:36
Sælt veri fólkið.
Ég sendi Heimssýn ekki póst þar sem ég ákvað það í upphafi að eltast ekki við hagsmunasamtök, en myndi svara öllu sem til mín væri beint. Þar sem Heimssýn sendi ekki póst til frambjóðenda þar sem óskað var eftir afstöðu til ákveðins málefnis fengu þau samtök ekkert svar ólíkt öllum öðrum sem hafa sent mér póst.
En eins og ég minntist á hér fyrir einhverju síðan þá er þetta hluti persónukjörs að hagsmunasamtök ýmis óski eftir afstöðu frambjóðenda og eru svo stór hluti kosningabaráttu. En ég hef ekkert á móti því sérstaklega að hagsmunasamtök geri það ef það hjálpar fólki að velja hvern það kýs.
Axel Þór Kolbeinsson, 25.11.2010 kl. 12:37
Sæmundur
Þú nefnir að Alþingi eigi ekki að "vera að káklast í því að breyta stjórnarskránni". Er þér hjartanlega sammála - og leyfi mér að nota þennan vettvang til að benda á að þetta atriði er og hefur verið mjög ofarlega á mínum verkefnalista fyrir stjórnlagaþingið.
Kveðja til Bláfellsbúa frá Múlabúa (en í árdaga hétu Laufskógar 11 víst Múli, man þetta vegna þess að Valur bróðir var áskrifandi að Æskunni og var þar skráður til heimilis í Múla)
Eiríkur Mörk Valsson, 26.11.2010 kl. 00:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.