24.11.2010 | 00:11
1210 - Stjórnlagaþing VI
Hin sögufræga stjórnlagaþingskosning nálgast óðfluga. Fésbókin er varla lesandi lengur og bloggið litlu betra. Þar er þó frekar hægt að forðast ósköpin finnst mér. Auðvitað koma allar þessar kynningar einhverjum til góða og óþarfi að vera að vorkenna sjálfum sér útaf fyrirferð kosninganna. Hefðbundnir fjölmiðlar vilja helst ekkert af þeim vita. Ríkisútvarpið var þvingað til að sinna þeim svolítið.
Sögufrægu segi ég og meina það. Þjóðaratkvæðagreiðslan fyrir nokkru var auðvitað söguleg líka. Þar voru þó greidd atkvæði að mestu í tilgangsleysi og þar að auki í óþökk sumra stjórnmálaafla. Ekkert slíkt er til staðar nú og ég á von á að kjörsókn verði mikil. Flokkarnir eru orðnir verulega hræddir sýnist mér flest benda til. Hættan á því að allt fari í rifrildi og vitleysu á stjórnlagaþinginu sjálfu er þó vissulega fyrir hendi.
Kristján Óli Hjaltason sendi mér eftirfarandi áminningu. Auðvitað var ég búinn að taka eftir því að Baldur er í framboði og ætla að kjósa hann. Góð vísa er samt aldrei of oft kveðin:
Eins og fram hefur komið þá er bekkjarbróðir okkar Baldur Óskarsson í framboði til Stjórnlagaþings. Baldur sendi mér þennan pósti sem ég áframsendi til ykkar með hvatntingu að styðja Baldur en með því vitum við að "rödd okkar" verður á Stjórnlagaþingi."
Þessi póstur" er svona:
Ég hef ákveðið að bjóða mig fram til stjórnlagaþings. Með þessum pósti er ég að leita eftir stuðningi ykkar við framboðið með því að kjósa mig til þingsins. Ég er sá eini úr hópi Bifrestinga sem útskrifuðust úr Samvinnuskólanum eins og hann var og hét sem býður sig fram. Hér er því tækifæri til að fá fulltrúa okkar hóps á hið merkilega þing. Ég vek athygli ykkar á að því ofar sem ég er á seðlinum ykkar, þeim mun þyngra vegur atkvæðið. Með von um góðar undirtektir."
Mér finnst þessi fésbók vera algjörlega rugluð. Er stundum að reyna að skilja hana en þeim mun dýpra sem ég fer í stillingar og annað þessháttar því óskiljanlegri verður hún (bæði á ensku og íslensku). Svo sé ég ekki betur en sífellt sé verið að breyta henni. Annars er ég kannski bara svona vitlaus. Aðrir virðast geta skrifað allan fjandann þarna.
Bráðum getur fólk bara setið við tölvuna allan daginn og haft margfalt betri samskipti við ættingja og vini en nokkurntíma var mögulegt í kjötheimum. Meira að segja kaffið er betra þegar maður hellir sjálfur uppá svo tími kaffikerlinganna er eiginlega liðinn. Aumingja Ketilríður hennar Guðrúnar frá Lundi. Ekki hafði hún síma eða tölvu en komst þó af. Drapst að vísu fyrir rest en það gerum við víst öll.
Er ekki kominn tími til að segja allri þessari tölvuvitleysu stríð á hendur? Mér finnst það. Var einu sinni áskrifandi að blaði sem barðist gegn notkun tölva í skólastarfi og fann þeim ýmislegt til foráttu. Já, og auðvitað var því dreift á Internetinu, meira að segja á póstlista, svo gamalt er þetta mál.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Er ekki hægt að finna betra orð en "kjötheimar" yfir jarðneskar vistarverur okkar til aðgreiningar frá tölvuheiminum og öðrum heimum og geimum?
Þar sem hingað leggja leið sína ýmsir málræktarmenn skora ég á þá sömu að yfirgefa ekki svæðið fyrr en að minnsta kosti ein tillaga liggur hér eftir þá.
Grefill, 24.11.2010 kl. 00:54
Ég er að tölvast í mannheimum.
Guðmundur Bjarnason 24.11.2010 kl. 03:27
Grefill, mér finnst orðin netheimar og kjötheimar ekkert slæm og þau eru engin nýjung. Netheimar getur vel gengið finnst mér sem þýðing a enska orðinu "cyberspace" en veit ekki vel hver andstæðan er þar. Kjötheimar er lýsandi en vel er hægt að hugsa sér betra orð og ekki sakar þó þau séu mörg.
Sæmundur Bjarnason, 24.11.2010 kl. 09:05
Guðmundur, mannheimar finnst mér vera andstæðan við dýrheima og ekki alveg nógu lýsandi. T.d. finnst mér internetið vera í mannheimum. Auðvitað eru tröll og allskyns forynjur svo og draugar ekki í mannheimum. Líklega er Guð sjálfur og allt sem yfirnáttúrulegt er ekki heldur í mannheimum.
Sæmundur Bjarnason, 24.11.2010 kl. 09:10
Grefill, ekki brjóta heilann. hann er það dýrmætasta sem þú átt.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 24.11.2010 kl. 09:20
Jóhannes, en við Grefill viljum vita hvað þú vilt nota í stað kjötheima, ef eitthvað. Heilinn í Grefli er ekkert brothættari en í öðrum, bara asnalegri.
Sæmundur Bjarnason, 24.11.2010 kl. 09:28
Grefill út um borg og bý
býr til marga feila.
Er nú líka eftir því
með asnalegan heila.
Sæmundur Bjarnason, 24.11.2010 kl. 09:36
Sæmi, mér finnst engin ástæða til að aðgreina þessa heima. Hjá mér rennur þetta saman og styður hvort annað. Ég er ekki sammála þeim sem telja netsamskipti eitthvað óæðri. Veruleikinn er sá sami en tíminn öðlast nýja vídd á netinu.
Og smá skot á þá sem ekki koma fram undir nafni
Veruleikinn virðist mér
vefjast fyrir mönnum
sem bera nick og nýta sér
nafnleysið í hrönnum
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 24.11.2010 kl. 10:59
Netsamskipti eru öðruvísi. Blanda af báðum er best. Ef netsamskipti útrýma öðrum samskiptum eru þau neikvæð.
Grefilli er gaman nú,
glennast margar fjaðrir.
Yrkir Jói útúr kú
eins og sumir aðrir.
Sæmundur Bjarnason, 24.11.2010 kl. 11:24
Skýtur föstum skeytum á
og skotmarkið er Grefill
Dynja glósur dólgnum frá
af drengskap ekki snefill
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 24.11.2010 kl. 11:40
Jóhann telur örlög ill
og ójafnt drengskap varið.
Glósur mínar grafa vill
og grætur mjög við svarið.
Sæmundur Bjarnason, 24.11.2010 kl. 11:56
Sama er mér alveg um
órétt sem þú beitir
og gaman hef af glósunum
því grefill ekkert heitir
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 24.11.2010 kl. 12:21
Jú, Grefillinn heitir eitthvað. Man bara ekki í augnablikinu hvað.
Fonnemaður finnst mér þú
frekar vera núna.
Á Bjarnastöðum baul er nú
því bóndann vantar kúna.
Sæmundur Bjarnason, 24.11.2010 kl. 12:33
Frægðar sólin Sæma er sest
á sama augnabliki
og hann sem vita mundi mest
ef minnið ekki sviki
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 24.11.2010 kl. 12:53
það á ekkert er að vera í fyrstu ljóðlínu.
Frægðar sólin Sæma sest
á sama augnabliki
og hann sem vita mundi mest
ef minnið ekki sviki
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 24.11.2010 kl. 13:17
Með aðstoð Gúgla frænda komst ég að því að Grefill heitir Guðbergur Ísleifsson og ég held að það sé ekkert leyndarmál.
Flyst nú Jói á friðarstól;
finnst það engum mikið.
Yrkir nú um sína sól
sunnan yfir strikið.
Sæmundur Bjarnason, 24.11.2010 kl. 13:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.