6.11.2010 | 00:29
1192 - Tunnuslagur
Almenn mótmæli og tunnusláttur kemur því aðeins að tilætluðum notum fyrir mótmælendur að þeir sameinist um eitthvert eitt málefni. Vissulega hefur hópur manna sem hefur í frammi mikinn hávaða talsverð áhrif. Ef kröfurnar dreifast þá dreifast áhrifin einnig. Að deilt skuli um það hvort mótmælin á Austurvelli í gær beindust gegn ríkisstjórninni eða alþingi er bara vottur um það að þau voru misheppnuð.
Ef menn vilja endilega setja það sem er að gerast í íslenskum stjórnmálum um þessar mundir í hægri-vinstri samhengi þá er greinilegt að vinstrisveiflan við hrunið er það mikil, hvað sem skoðanakannanir segja, að núverandi ríkisstjórn mun að líkindum verða við völd allar götur fram til 2012 eða 2013. Samt er hætt við að ESB-málið verði henni á endanum svo þungt í skauti að hún springi án þess að ljúka kjörtímabilinu.
Dilkadráttur vegna stjórnlagaþingskosninganna þann 27. nóvember er nú hafinn af fullum krafti. Sé að Friðrik Þór Guðmundsson er önnum kafinn við að hengja flokksmiða á sem flesta. Þeir virðast taka því misjafnlega. Engir þó sérlega illa enda eru þetta yfirleitt ekki neinar leynilegar upplýsingar. Margir þeirra kynna sig á Smugunni sýnist mér og það er í góðu lagi mín vegna. Stuttlistinn minn er að lengjast töluvert. Síðast þegar ég vissi var ég kominn í nærri 40.
Auðvitað skiptir miklu máli hverjir veljast á þetta blessað stjórnlagaþing. Ég ætla mér þó ekki þá dul að ráða neinu um það. Kjósa mun ég þó en fráleitt ætlast til að aðrir kjósi eins.
Olía lak af mótmælatunnu". Þannig hljóðaði fyrirsögnin á Moggafrétt einni í gær. Litlu verður Vöggur feginn. Dæmigerð anti-frétt. Hverju var tunnan að mótmæla? Og hvaðan koma þessar tunnur? Er hugsanlega olía á fleirum? Blaðamaðurinn er alls ekki að standa sig. Um þetta hefði verið hægt að skrifa laaaanga frétt og jafnvel koma Bjarna Benediktssyni að.
Ein var sú saying" í Formúlu eitt-fræðum forðum daga, sem hljóðaði þannig á ensku: To win a race you have to finish." Já, einu sinni bilað bíllinn hjá Mansell þegar hann var í forystu og nokkra metra frá endamarkslínu. Fyrir nokkrum árum, þegar ég fylgdist vel með formúlunni var þessu breytt lítilsháttar og hljóðaði þá þannig: To win a race you have to be finnish."
Upplifanir fólks af sama atburðinum geta verið furðulega mismunandi. Hef oft gert mér það að leik að rifja upp atburði úr grárri fjölskylduforneskju og komist að raun um þetta. Ekki aðeins geta áherslur verið mismunandi heldur geta minningarnar beinlínis stangast á.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Enda leiðrétti mótmælandi sá er barði þessa tunnu,frásögn blaðsins af þessu lítilræði. Sagðist sjálf hafa bent lögreglu á þessa örlitlu brák og talið betra að þurrka hana.
Helga Kristjánsdóttir, 6.11.2010 kl. 01:15
Það sem einum finnst ómerkileg frétt finnst öðrum stórmerkilegt og vice versa. Þetta er bara til bóta. Slæmt væri ef allir hugsuðu eins.
Sæmundur Bjarnason, 6.11.2010 kl. 07:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.