4.10.2010 | 00:10
1159 - Hér var 1000000 tonnum týnt
Einhverntíma orti ég í tilefni af fréttum um að hafrannsóknarstofnun hefði beinlínis tapað" einum 1000000 þorskígildistonnum í útreikningum sínum. (Skrifaði reyndar fyrst óvart um stútreikninga og kannski er það réttara.)
Hér var milljón tonnum týnt
í torráðinni gátu.
Þjóðinni var svarið sýnt.
Sægreifarnir átu.
Nú þykir mér þetta jafnvel sannara en þegar ég gerði vísuna. Kannski má halda því fram að sægreifafíflin hafi ekki étið þorskinn í bókstaflegri merkingu en allavega hafa þeir eytt honum og útrýmt. Þó bankamannablókirnar hafi sett þjóðfélagið (þjófafélagið) á hausinn er jafnvel grátlegra að sjálf lífsbjörgin hafi verið eyðilögð á altari útvegsmannagræðginnar.
Bjarni í kaupfélginu (mér verður tíðrætt um hann) taldi það eina af sínum merkari uppfinningum að hafa komið fyrir útbúnaði sem hann sýndi mér. Hann hafði lagt slöngu ofan af hálofti úr bruggkútnum sem þar var niður í íbúð sína svo hann þyrfti ekki alltaf að klöngrast þangað upp í hvert skipti sem vökva þurfti lífsblómið.
Svo er hérna tilgáta sem varpað hefur verið fram. Var Jón bensín bara kallaður Jón bensín af því hann var rauðhærður? Held ekki, því ég heyrði nýlega sögu um annað en er bara búinn að gleyma henni.
Í veizlu (með setu sem er hæsta stig) sem ég lenti í um daginn (laugardaginn) ræddi ég lengi við mann um persónur í Njálu og Sturlungu. Já, þetta er óþrjótandi umræðuefni enn í dag og þeir sem ekki hafa ennþá lesið þessi höfuðrit og tileinkað sér þau ættu að gera það sem fyrst. Pant vera fyrstur til að gefa Sturlungu út í Kindle-útgáfu með myndum og tilbehör.
Það er þónokkur fjöldi fólks sem vill ekkert með fésbók hafa þó það tölvist jafnvel allmikið. Því hugnast hún ekki og það skráir sig ekki þar. Sumt af þessu fólki les gjarnan blogg og fyrir það skrifa ég ekki síst. Ég get vel skilið óvilja fólks gaganvart skráningu á fésbókina. Meðal annars er hún flestum tímaþjófur hinn mesti og hættuleg og varasöm að auki, því stórfyrirtækjum er seldur aðgangur að þeim upplýsingum sem þar er að finna. Á fésbókinni er þó hægt að una sér daginn langan við allskyns rísl. Auðvitað er hægt að ráða tölvunotkun sinni þar eins og annars staðar en einhverjir virðast eiga það til að missa sig.
Fékk hristingsborða þar sem mér var á íslensku tilkynnt um vinning o.þ.h. þegar ég var að fésbókast áðan. (Þar var sagt að ég væri gestur númer 16.319.604.708 - hef nefnilega grun um að sama númerið sé á öllum slíkum borðum - léleg forritun.) Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem ég fæ svona borða upp á tölvuskjáinn hjá mér en í þetta sinn ákvað ég að taka þolinmæðisprófið á þennan ófögnuð. Jú, viti menn eftir svolítinn tíma hætti hann að hristast en fór samt ekki neitt.
Skoðaði þennan borða betur og sá að þar var talað um frítt bingó (hvað sem það nú er) Svo mig grunar að þetta standi í sambandi við Nígeríubréfin um alla bingóvinningana.
Er svonalagað ekki harðbannað?
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Milljón tonna mistök þá
minniháttar sýnast
margfalt meir' var tekið frá
merkt og látið týnast
það var glæpurinn
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 4.10.2010 kl. 08:37
Já en Jóhannes minn, útrásarvíkingarnir eru svo margir og ekki búið að ná nema Geira greyinu svo það er auðveldara að einbeita sér að LÍÚ eða einhverju svoleiðis. Svo má líka snúa sér að þeim sem gera skilti eins og hér er fyrir ofan.
Sæmundur Bjarnason, 4.10.2010 kl. 09:05
þeim mun meiri ástæða til að pönkast á þeim
Bjarni Ármanns betur stæður
bankann rændi innan frá
Steinunn ein sem öllu ræður
aðeins Jóni pönkast á
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 4.10.2010 kl. 11:28
Lemja Bjarna Laxdal fór
af lífs og sálar kröftum.
En hann er sterkur, hann er stór
og studdur mörgum röftum.
Sæmundur Bjarnason, 4.10.2010 kl. 12:02
Kristján frá Djúpalæk orti: (þegar síldin hvarf - vegna sjávarkulda á "hafísárum")
PS: Hafrannsóknarstofnun "tapaði" nákvæmlega 1.596 þúsund tonnum úr "bókhaldinu" á árunum 1984-2005 (21 ár).
Þetta var nú allur "árangurinn" - meðaltalstjón var 76 þúsund tonn á ári (týndur þorskur).
Mér reiknast til - (skv. gögnum Hafró) að það hafi týnst meira en tvær og hálf milljón tonna af þorski - sem bannað var að veiða "til að byggja upp stofninn"
Þetta virðist mesta heimska og stærsti skandall Íslandssögunnar - og er þá ýmsu til jafnað.
Kristinn Pétursson, 4.10.2010 kl. 18:20
Takk Kristinn. Gat ekki stillt mig um að vísa í athugasemd þína í næsta bloggi mínu.
Sæmundur Bjarnason, 4.10.2010 kl. 20:15
Þorskurinn færði sig líka af hefðbundinni veiðislóð á hafísárunum fyrir Vestjörðum á árunum 1974-1977 Þessi breyting var notuð til að koma á fiskveiðistjórnun. En staðreyndin var að togaraskipstjórar sem voru óhræddir að prófa ný veiðisvæði og höfðu útbúnað til að veiða á dypra vatni en áður, þeir fiskuðu ekkert minna á þessum meintu aflaleysis árum. Og þetta er skýringin á hversu Vestfirðingar voru andvaralausir gangvart varanleika kvótakerfisins. þeir trúðu því að skerðingin væri bara tímabundin en áttuðu sig ekki á hinni pólitísku fléttu sem lá að baki. Þess vegna misstu þeir frá sér veiðiheimildirnar og misstu að lokum frá sér togarana líka eins og Gugguna sem ég var á í 14 ár. Þetta var allt ein sorgarsaga
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 5.10.2010 kl. 00:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.