1120 - Orkuveitan

Af hverju fór það allt saman svona þetta með Orkuveituna? Er eðlilegt að við neytendur borgum tuttugu til fjörutíu prósent hærri orkureikninga bara vegna þess að einhverjum Nígeríubréfum var veifað framan í afglapana í stjórn fyrirtækisins? Ég segi nei. Er ekki bara skárra er að láta helvítið fara á hausinn? Líklega missa þá allar toppfígúrurnar vinnuna. En mér er sama. 

Á góðum dögum þykjumst við Íslendingar borga lægra orkuverð en aðrir. Líklega er það tóm vitleysa. Reynt er að láta borgarkómedíuna sem spiluð var á síðasta kjörtímabili líta út sem björgunaraðgerð vegna Orkuveitunnar. Kannski var hún það en kannski kom hún bara í veg fyrir að hækkunin nú yrði nokkur hundruð prósent.

Magma - Orkuveita - biskupar - Icesave - ESB - Jón Bjarnason. Allt eru þetta bara ómerkilegar fréttir dagsins. Gleymdar á morgun. Ný stjórnarskrá er málið og þar af leiðandi væntanlegt stjórnlagaþing. Nýjasti bloggvinur minn, Sigþrúður Þorfinnsdóttir, heldur úti sérstakri bloggsíðu um stjórlagaþingið. Síðan heitir stjornlagathing.blog.is - semsagt einskonar útibú frá Mogganum eins og ég.

Fékk áðan tölvubréf frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Já, ég gekk í framsóknarflokkinn á sínum tíma til að hjálpa systursyni mínum Bjarna Harðarsyni á þing og síðan hefur mér ekkert gengið að komast úr honum aftur. Hef heldur ekki gert mikinn reka að því. Rukkanir frá þeim forðast ég samt að borga. Las ekki bréfið Sigmundar nema rétt byrjunina enda er það óralangt. Hann telur upp ein 10 til 20 mál sem hann segir að framsóknarmenn hafi staðið sig vel í. Gat ekki séð að þar væri minnst á aðildina að ESB eða stjórnlagaþing. (Gáði að því.) Ætli framsókn segi ekki bara pass í báðum þessum málum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég rakst á þetta í DV.http://www.dv.is/frettir/2010/8/25/wikileaks-birti-skjal-fra-cia/

Kannski bara prentvilla. "Þau skjöl ullu miklum skjálfta meðal bandarískra stjórnmálamanna og vöktu mikla athygli um allan heim."

Gudmundur Bjarnason 26.8.2010 kl. 03:18

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Nei, Guðmundur ég held að þetta sé kennimyndarheimska. Þarna er sögnin að vella allt í einu komin til sögunnar. Þetta er ekki mjög sjaldgæf villa. Fréttir í dagblöðum eru greinilega ekkert lesnar yfir, því miður.

Sæmundur Bjarnason, 26.8.2010 kl. 06:39

3 Smámynd: Dingli

Framsókn mun velja það sem greiðir þeim leið að ketpottinum.  

Dingli, 26.8.2010 kl. 08:53

4 Smámynd: Hjalti Tómasson

Sæll Sæmundur og þakka þér fyrir að deila hugleiðingum þínum með okkur hinum.

Það eru margir góðir höfundar á blogginu sem gaman er að og fróðlegt að fylgjst með umræðunni sem þar kemur upp og gott mótvægi við gagnrýnislausa fréttamennskuna sem hér er iðkuð.

Ég er því miður í hópi þess fólks sem helst viðrar skoðanir sínar við borðið í kaffistofunni en er annars svo upptekinn af daglegu amstri og daglaunavinnunni að fátt annað kemst að. Gott að geta tekið púlsinn af og til á því hvað aðrir eru að hugsa í þjóðmálaumræðunni.

Þú spyrð hversvegna OR er í þessum sporum í dag og hvar sanngirnin sé í að almenningur þurfi að taka á sig skellinn.

Mig langar að leiða þessa spurningu aðeins lengra og spyrja: Hversvegna komast menn upp með að nota fyrirtæki í almannaeigu og almannaþjónustu til að fullnægja pólitískum og persónulegum metnaði sínum ?

Sá metnaður þarf hreint ekki að fara saman við hagsmuni almennings eins og mörg dæmi sanna. Vald án ábyrgðar býður upp á spillingu og ákveðið kæruleysi sem lýsir sér í skammtíma ákvörðunum hvers tímalengd mælist helst í kjörtímabilum frekar en árum eða áratugum sem menn þurfa að geta séð fyrir sér við rekstur stofnanna sem Orkuveitunnar. Sem stjórnarmaður OR þarft þú aðeins að hafa eitt í huga við ákvarðanatökuna. Er flokkurinn mér sammála. Annað skiptir ekki máli. Hvernig sem fer þá ber almenningur kostnaðinn. Ef hlutirnir ganga upp greiðir almenningur með atkvæði sínu, ef illa fer greiðir hann úr veskinu. Sá sem ákvörðunina tekur hrósar sér fyrir það sem vel er gert en nýtur verndar flokksins og óskýrrar ábyrgðar ef illa tekst til. Almenningur hefur þar lítið um að segja. Hingað til hefur almenningur ekki verið látinn njóta góðra ákvarðana í lægra verði sem þó væri líklega sanngjarnasta borgunin fyrir traustið sem ráðamönnum fyrirtækisins er sýnt.

Það virðist vera lögmál í huga stjórnmálamanna á Íslandi að almenningur sé eins og rollur á beit sem hægt sé að ganga að sem vísri ef ákvarðanir reynast rangar og menn skuli láta sér vel líka. Önnur úrræði þurfa í þeirra huga ekki að vera uppi á borðinu. Almenningur skal borga hvað sem tautar og raular. Þessari kröfu fylgir sjaldnast afsökunarbeiðni fyrir rangar eða beinlínis heimskulegar ákvarðanir hvað þá að menn finni í sér að axla ábyrgð með því að draga sig í hlé og viðurkenna mistök sín.

Það er mín spá að þeir dagar séu brátt taldir þar sem fólk lætur bjóða sér stjórnsýslu af þessu tagi. Einhversstaðar hljóta þolmörkin að liggja og ef dæma má af umræðunni á blogginu þá er þanþolið að verða búið.

Hjalti Tómasson, 26.8.2010 kl. 10:41

5 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Takk Hjalti fyrir þitt innlegg. Ég er alveg sammála þér um að umræðan og stjórnmálin eru að breytast. Vel getur verið að bloggið eigi þar einhvern hlut að máli. Roluhætti fólks hlýtur fyrr eða síðar að ljúka.

Sæmundur Bjarnason, 26.8.2010 kl. 11:24

6 identicon

Ég er ekki tilbúinn að taka á mig þessa hækkun.. það er líka óeðlilegt að við almenningur eigi að borga fyrir þá vanvita sem þarna stjórnuðu...
Að auki ætlar ríkisstjórnin að skella á okkur mikið af sköttum... ég bara get ekki borgað meira en ég geri í dag... ekki smuga; Well nema ég skelli mér á glæpabrautina sem hefur gefist svo vel fyrir elítu og stjórnmálamenn.


doctore 26.8.2010 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband