1119 - DV ollir ýmsu

Flestir eiga sér sínar uppáhalds málfarslegu vitleysur ef svo má segja. Það fer hræðilega í taugarnar á mér þegar ég sé að blaðamenn og aðrir málsmetandi menn kunna ekki að beygja rétt í kennimyndum sterku sögnina að valda. Þetta er þó ótrúlega algengt. Þessi tilvitnum hér fyrir neðan er úr DV.is og þó orðið „kynferðismisnotkunarmálin" sé afkáralegt og alls ekki blaðamanni sæmandi er sögnin að „olla" sem kemur rétt á eftir margfalt verri að mínum dómi.

segir Hildur Eir Bolladóttir, prestur í Akureyrarkirkju, um kynferðismisnotkunarmálin sem hafa ollið miklu umtali um hæfni Þjóðkirkjunnar til að bregðast við slíkum málum.

Auðvitað er það hrein smámunasemi að vera að finna að málnotkun og þessháttar þegar önnur og miklvægari mál skekja þjóðfélagið. Þjóðkirkjan er greinilega í vanda og vörn. Vinstri menn sækja hart að henni. Biskupinn fer undan í flæmingi og búast má við að trúmál verði stjórnmálunum að bráð. Stjórnarandstaðan sækir hart að ríkisstjórninni og ekkert er athugavert við það. Stuðningsmenn ríkisstjórnarinna fara undan í flæmingi og reyna að hefna þess í héraði sem hallast á í þjóðmálum.

Bloggarar hafa hátt og reyna að valda sem mestu uppnámi. Búast má við hávaðasömu Alþingi og að talsvert muni reyna á fjölmiðla.

Samkvæmt rannsókn sem ég las einhvers staðar um eyðir fólk í fyrsta heiminum nærri helmingi vökustunda sinna við samskiptatæki. Síðan eru talin upp sjónvörp, símar og tölvur og sögð vera þau samskiptatæki sem rætt er um. Einhver er þarna afar illa að sér. Útvarp og bækur og blöð eru a.m.k. jafnmikil samskiptatæki og sjónvörp. Bílar jafnvel líka. Margir halda sig á Netinu m.a. til að lesa. Fréttir af þessu tagi eru alveg út í hött. Lífshættir fólks eru þó að breytast. Nútildags eyðir fólk ekki nærri eins stórum hluta vökustunda sinna til vinnu eins og áður var. Sé aukinn frítími notaður vitlega getur hann sannarlega verið til góðs. Of miklar frístundir geta líka verið til tjóns. 

Og nokkrar myndir:

IMG 2721Kópavogsfjara.

IMG 2888Reyniber.

IMG 2802Fylgst með fésbókinni.

IMG 2813Reisulegt hús á Álftanesi.

IMG 2832Fíflalegur þessi.

IMG 2842Tómatur ættaður úr stofuglugga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Flottur kisi.

Sigurður Þór Guðjónsson, 25.8.2010 kl. 00:58

2 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

> Þjóðkirkjan er greinilega í vanda og vörn. Vinstri menn sækja hart að henni.

Snýst þetta virkilega um vinstri og hægri í pólitík? Hvað segir það okkur þá um hægri menn?

Matthías Ásgeirsson, 25.8.2010 kl. 08:57

3 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Já, mér finnst trúarmálefni í vaxandi mæli vera orðin pólitísk. Menn hafa forðast að ræða þau á þann hátt en ég er ekki frá því að pólitík skipti þarna máli.

Sæmundur Bjarnason, 25.8.2010 kl. 09:12

4 identicon

Ég veit ekkert um hvort prestarnir sem studdu biskupinn og lugu fyrir hann 1996, séu vinstri/hægri. Vitið þið það? Vinir mínir, stuðningsmenn D listans, sækja hart að Karli í þessu máli.

Það var aðallega eftir að Karl lét þau orð falla, eftir fundinn með dóttir Ólafs þar sem hann sagði eitthvað á þá leið "ég mun geyma þessi orð í hjarta mér" og ætlaði síðan að gera ekkert með þau að hafa.

Ólafur Sveinsson 25.8.2010 kl. 09:55

5 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Hugtök eins og hægri/vinstri hjálpa stundum til skilnings á málefnum en eru enginn stóri dómur um skoðanir fólks. Auðvitað blandast allt svona saman á allan hugsanlegan hátt.

Sæmundur Bjarnason, 25.8.2010 kl. 10:01

6 identicon

Mér finnst þetta frekar vera spurning um "upp" og "niður" en hægri/vinstri.

Hólímólí 25.8.2010 kl. 10:22

7 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Mér sýnist þú stefna í að olla fjaðrafoki, Sæmundur.

Sigurður Hreiðar, 25.8.2010 kl. 19:11

8 identicon

Það skyldi þó aldrei vera að hann ollaði slíku, hann Sæmi?

Hólímólí 25.8.2010 kl. 20:55

9 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Hvort skyldi það fjaðrafok fremur stafa af ollingunni eða samblöndun trúmála og stjórnmála? Er ég einn um það að finnast trúleysi vera svolítið til vinstri en að guð sé dálítið hægrisinnaður. (og jafnvel með stórum staf)

Sæmundur Bjarnason, 25.8.2010 kl. 21:09

10 identicon

Guð er uppi, Sæmi minn, þú ert hérna niðri með okkur hinum. Sættu þig við það.

Hólímólí 25.8.2010 kl. 21:22

11 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Ég hef aldrei tekið trúarjátninguna bókstaflega. Fannst hún óttaleg steypa meira að segja þegar ég var fermdur. Hafði þó ekki uppburði í mér til að gera neitt í málinu. Þegar talað er um stefnur og strauma finnst mér gagnlegra að tala um hægri/vinstri en upp/niður.

Sæmundur Bjarnason, 25.8.2010 kl. 21:31

12 identicon

Hey ... þarna er kannski komið verðugt deilumál? Hvernig væri nú að blogga um þetta og athuga hvort ekki sé hægt að koma af stað logandi umræðum um hvort Guð sé til hægri, vinstri, uppi, niðri, úti, inni eða jafnvel fyrir norðan?

Hólímólí 25.8.2010 kl. 22:50

13 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Ég sé að þú skrifar guð með stóru gé-i. Það finnst mér ofrausn. Við gætum deilt um það og dregið stafsetningu og jafnvel réttritun inn í þetta allt saman. Ætli Guddi sé ekki bara að fara hringinn, ef hann er fyrir norðan?

Sæmundur Bjarnason, 25.8.2010 kl. 23:17

14 identicon

Mér skilst að þeir sem fara norður séu á leiðinni niður, alla vega í þeirri merkingu sem ég átti við. En blessaður farðu nú ekki að agnúast út í að Guð fái stórt G, hann hefur víst fengið að þola nóg undanfarið þótt hann missi ekki G-ið líka.

Hólímólí 25.8.2010 kl. 23:30

15 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Grefillinn í góm sletti
og gretti sig í framan.
en guð með sínum G-bletti
gekk víst allur saman.

Sæmundur Bjarnason, 26.8.2010 kl. 00:05

16 identicon

Ha, ha, góður :-)

Góða nótt Sæmundur. Guð blessi þig og þína.

Hólímólí 26.8.2010 kl. 00:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband