19.8.2010 | 00:27
1113 - Blogg vs. fésbók
Því segi ég það. Bloggið er betra en árans fésbókin. Hún hentar samt ágætlega til sumra hluta. En séu menn haldnir messufíkn eins og ég þá er bloggið betra. Þetta með messufíknina tengist þó ekki Guðsorði. Ég er heldur á móti því en finnst gaman að messa yfir fólki og er vanur því. Semsagt einskonar besservisser. Verst hvað fáir nenna að kommenta hjá mér. Skil það samt vel. Ekki kommenta ég víða. Les þó talsvert af því sem á Netið fer. Fréttir líka.
Gera má greinarmun á bloggi og greinaskrifum. Sumir sem látast vera að blogga eru í rauninni að skrifa greinar. Slík blogg les ég oft. Einkum ef greinarnar eru ekki of langar. Ef þær eru það þreytist ég gjarnan og hætti. Ímynda mér að það sé vegna þess að ég veð oftast úr einu í annað sem fólk les bloggin mín. Nú er ég farinn að skilgreina blogg. Blogg er bara það sem ég segi að sé blogg. Svona vinna besservisserar.
Er búinn að finna ný nöfn á Facebook. Fjasbók gæti hún sem best heitið eða til dæmis Skvaldurskinna. Annars dettur mér jafnan í hug málshátturinn sem er einhvernvegin svona: Kært barn hefur mörg nöfn." Það er alveg rétt. Ef menn hafa nenningu til að fjasa um nafnið á fyrirbrigðinu þá finnst þeim það einhvers virði.
Minntist á trúmál í síðustu færslu. Það var eins og við manninn mælt, margur þurfti að kommenta. Rök eru að mestu ónýt í trúmálaumræðu, þessvegna verður hún oft svona illvíg. Bíð eftir bókinni um netofbeldið.
Tölvur og tölvutækni allskonar skipar æ stærri sess í lífi nútímmannsins. Margt sem ekki þekktist fyrir nokkrum áratugum þykir sjálfsagt núna. Ætla ekki í neina upptalningu á slíku, en þessi þróun á mikinn þátt í þeim lífsgæðum sem við Íslendingar höfum notið undanfarið. Nýjungagirni okkar er talsverð og stundum sjáumst við ekki fyrir og ýmislegt fer aflaga. Nú er ég farinn að nálgast hrunumræðu og stjórnmál svo það er best að hætta.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Ég á líka við þann vanda að etja að fasa út við lestur langra pistla, sé mér ekki þess meira umhugað um efnið.
Billi bilaði, 19.8.2010 kl. 03:31
Ekki get ég séð að þetta sé mjög "illvíg" trúmálaumræða við síðustu færslu.
Matthías Ásgeirsson, 19.8.2010 kl. 08:34
Kannski ekki, en deila Grefils og Kristins var það tvímælalaust.
Sæmundur Bjarnason, 19.8.2010 kl. 11:28
Ég skoða kannski þessar trúmálaumræður þegar niðurstaða er fengin og allir orðnir sammála.
Emil Hannes Valgeirsson, 19.8.2010 kl. 12:26
Það er ekki hægt að vinna á trúarbrögðum með rökum/ langlokum með twisted pælingum.
Svo er wordpress besta blog kerfið... kerfið er geggjað gott; Maður hefur líka algert málfrelsi... ekki ein aðvörun hjá mér :)
doctore 19.8.2010 kl. 14:40
Satt að segja finnst mér þú vaða fullmikið úr einu í annað án þess stundum að hafa nokkuð til málanna að leggja. Er sammála þér um að of langir pistlar verða leiðinlegir. Þá er betra að skipta efninu í tvennt eða þrennt og hafa framhald í næsta blaði.
Um fésu: Það er hægt að kalla hana ýmsum nöfnum en hún skánar ekki við það og mig stórundar vinsældir hennar. Sjálfur kýs ég að kalla hana Smettu. Skírskotar til smettis (=andlits, féss) og sögusmettu (=slaðurskjóðu, kjaftatussu - og tussa hér að sjálfsögðu í merkingunni skjóða).
Sigurður Hreiðar, 19.8.2010 kl. 21:57
Takk allir.
DoctorE. Kannski er Wordpress best. Mér finnst bara gott að einhverjir aðrir en ég sinni því að halda kerfinu í lagi. Kostar að vísu að ég verð að einhverju leyti að skrifa eins og eigendurnir vilja.
Sigurður. Það getur vel verið að ég hafi stundum lítið til málanna að leggja. Gallinn er bara sá að maður finnur það ekki alltaf sjálfur. Finnst jafnvel allt sjálfsagt sem maður segir og skrifar.
Sæmundur Bjarnason, 19.8.2010 kl. 23:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.