1108 - Enn um trúmál

Mér heyrðist eftirfarandi samtal eiga sér stað um daginn. Kannski voru þetta þeir Kiddi og Doktorinn. Líklega er ekkert að marka þetta og kannski voru þetta einhverjir allt aðrir. Ef þetta er þá ekki tóm ímyndun hjá mér. 

K: Af hverju hafa þeir ólíku frumuhópar sem saman mynda líkama manna og dýra ákveðið að vinna saman?

D: Veit það ekki, en finnst óþarfi að gera ráð fyrir einhverjum tilgangi með því.

K. Er lífið þá tómt tilgangsleysi?

D: Líklega.

K: En er siðferði til einhvers?

D: Sennilega ekki. Samt er vissara að gera ráð fyrir því.

K: Og vera semsagt ekki alvondur?

D: Gæði og vonska hafa enga merkingu. Eru bara eftiráskýringar.

K: Allt það góða og fallega sem fyrirfinnst er það þá bara eigingirni?

D: Já.

K: Úff. Siðferði stjórnar þá ekki mönnum?

D: Alls ekki.

K:  Og himnaríki stjórnar þeim þá ekki heldur, er það?

D: Ennþá síður. Einhverntíma var það þó svo.

K: Og það er þá þroskamerki að afneita nú slíkum hégiljum?

D: Það finnst mér.

K: Hvaðan kemur vitundin?

D: Hef ekki hugmynd um það. Hvort ertu að tala um vitund manna eða dýra?

K: Er öruggt að hún sé ólík?

D: Kannski ekki, en er líklegt að vitund ógeðslegrar pöddu sé lík mannlegri vitund? Hver skapaði veirur? Spurði Helgi Hós.

K: Er ekki vitundin um sjálfið grunnurinn að mannlegri tilveru?

D: Vitund eða grunur. Það er ekkert víst að þitt sjálf líkist mínu.

K: Vitund eða grunur segirðu. Sjálfið er til. Það er enginn grunur.

D: Sjálf mannsins já.

K: En er sjálfið ekki til hjá dýrum?

D: Nei, það er í besta falli grunur.

K: Hafa dýr þá ekkert sjálf?

D: Nei.

K: Ertu viss?

D: Já.

K: Er það þá vitundin um sjálfið sem aðskilur menn og dýr?

D: Kannski.

K: Og kannski það eina?

D: Kann að vera.

K: Dýrin hafa þá ekkert sjálf, en einhverja vitund um tilveruna?

D: Já, ég býst við því.

K: Sagt er að dauðinn sé eina staðreynd lífsins.

D: Ef enginn dæi væri lífið öðruvísi en það er.

K: Dauðinn er semsagt nauðsynlegur?

D: Óhjákvæmilegur.

Nei, þetta er of háspekilegt fyrir mig. Læt það samt flakka ef einhverjir skyldu vilja ræða þessi mál.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við erum dýr, forsenda þess að ráða við dýrslegar hvatir okkar er að samþykkja að við séum dýr... meira að segja erum við rándýr, grimmasta dýr jarðarinnar.

Alveg eins og alkinn þarf að samþykkja að hann sé alki... til að ná sér.. þá þurfa allir menn að afsala sér heimskum trúarbrögðum.. sem eru ekkert nema brögð til að smala fólki í bása eins og dýrum, fá það upp á móti hvort öðru,.... bacause gawd whilst it.
Já hann Guddi er ekkert nema uppskáldaður apha male(Forystusauður), þeir sem elta ímyndaða forystusauði... munu enda ofan í skurð með buxurnar á hælunum.. og hor + slef

doctore 12.8.2010 kl. 12:15

2 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Merkilegt hve Guddi (svo notað sé heiti Doktorse, sosum ekkert verra en hvað annað) er áþekkur í öllum siðrænum trúarbrögðum, og hvað sem hann er kallaður. Undanskil að sjálfsögðu Islam, sem er lífsstíll (valdabragð) en ekki trúarbragð.

Sigurður Hreiðar, 12.8.2010 kl. 13:41

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Merkilegt hve Guddi (svo notað sé heiti Doktorse, sosum ekkert verra en hvað annað) er áþekkur í öllum siðrænum trúarbrögðum,

alls ekkert merkilegt við það, þetta er form sem hefur virkað til að halda völdum.. svo þa ðer notað.. íslam og kristni ásamt júðatrú er ein og sama trúin.. 

Óskar Þorkelsson, 12.8.2010 kl. 16:01

4 identicon

Rétt, kristni, íslam og gyðingdómur er sama trúin... þarna voru þjóðflokkar að berjast... kristnir settu Sússa sem dyravörð að guði gyðinga... gerðu Sússa að guði.

Múslímar komu með galdrasögur um Mumma... smíðuðu þetta ofan á gamlatestamentið.. alveg eins og kristnir..

And man said: Let there be fight.

Það sem menn eru að játa trú á er ekkert annað en stríðstól fornmanna

doctore 12.8.2010 kl. 16:25

5 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Ósköp ristir þekking manna á trúarbrögðum grunnt. Nenni ekki að þrasa við svona slagorðaspreðara.

Sigurður Hreiðar, 12.8.2010 kl. 17:03

6 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Já, en burtséð frá öllu trúarbragðaþrugli þá finnst mér spurningin vera:  "Hvers vegna lifum við?"

Sæmundur Bjarnason, 12.8.2010 kl. 18:12

7 identicon

Lifum við ekki bara af tilviljun?

Hafdís Rósa 12.8.2010 kl. 22:28

8 identicon

Merkilegt að Sigurður.. .sem segist vera svo svakalega klár, vilji ekki segja okkur frá því sem hann veit miklu betur en við... :)

Við lifum bara, það er ekki nein ástæða per se.

doctore 13.8.2010 kl. 08:58

9 identicon

Til hvers að vera að tala við þig um trúmál doktor? Þú kemst ekki upp úr hjólförunum og ert bara eins og rispuð vinilplata ... segir alltaf nákvæmlega það sama aftur og aftur og aftur og aftur og aftur ... og spóla og spólar í sömu gömlu frösunum um galdrakarlinn Gudda, Sússa son hans og galdrabókina.

Þínar skoðanir á trú og trúmálum eru fyrir löngu ljósar og útræddar.

Justin 13.8.2010 kl. 10:13

10 identicon

Já er það Justin... ég á samt langt í að komast í spor trúaðra... sem eru betlandi peninga, seljandi kraftaverk... byggjandi himna-dildóa, heimtandi að reglur einhvers galdrakarls frá fornöld verði reglur íslands...

Sorry dude, you FAIL

doctore 13.8.2010 kl. 10:51

11 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Sigurður: Ég held að þú notir aðra skilgreiningu á trúarbrögðum en við hin.

"Religion is the belief in and worship of a god or gods, or in general a set of beliefs explaining the existence of and giving meaning to the universe, usually involving devotional and ritual observances, and often containing a moral code governing the conduct of human affairs."

Ég fæ ekki betur séð en að Íslam falli undir þessa skilgreiningu.

Ósköp ristir þekking manna á trúarbrögðum grunnt...og ef ég man rétt er "slagorðið" um að Íslam sé ekki trúarbrögð vinsælt innan ákveðinna hópa. 

---

Sæmundur: Hversu langt aftur/út viltu fara til að leita svars? Hvers vegna er ég lifandi akkúrat núna en ekki dauð? Hvers vegna fæddist ég? Hvers vegna eru menn útbúnir á þann hátt að geta velt þessu fyrir sér? Hvers vegna er líf á Jörðinni? Hvers vegna er Jörðin til? Hvaðan kom alheimurinn? 

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 13.8.2010 kl. 12:03

12 identicon

Já hann Sigurður klári er svo klár að hann undanskilur íslam frá trúarbrögðum... íslam sem er byggt á biblíu.. alveg eins og kristni, nákvæmlega sami guð, sama dogma.

Meira að segja samþykkja múslímar hann Sússa sem spámann eins og Mumma.. en ekki guð.
Það er eiginlega það eina sem aðskilur íslam og kristni, það að kristnir vilja meina að Sússi sé guð, svona þrír í einum dæmi eitthvað.

Múslímar hafa vist í helvíti.. en margir munu á endanum sleppa þaðan.. ólíkt því sem er í kristni, pyntingar að eilífu.

Ekkert breytir því samt að þessi trúarbrögð, gyðingdómur, kristni og íslam er púra tribalismi... þetta var allt saman skáldað upp í valdaplotti... Menn árið 2010 eiga að sjá í hendi sér að þetta er eitthvað sem mannkynið á að losa sig við.

doctore 13.8.2010 kl. 12:30

13 identicon

Oft má satt kjurt liggja, sérstaklega ef kuflar nauðga...
http://www.dv.is/frettir/2010/8/13/ur-brefi-biskupsdottur-gudrun-ebba-vill-ekki-kynferdisbrotamenn-til-aedstu-metorda/

Siðgæðið er ekki upp á marga fiska í trúarbrögðum

doctore 13.8.2010 kl. 13:47

14 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Internetsambandið er búið að vera bilað hjá mér í allan dag. Kemst líklega ekki í lagt fyrr en eftir helgi.

Sæmundur Bjarnason, 13.8.2010 kl. 18:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband