10.8.2010 | 00:56
1106 - Kirkjumál
Kirkjan vill ekki skera niður nema um fimm prósent þegar ríkisstjórnin vill skera útgjöld til kirkjumála niður um níu prósent. Skamm, skamm. Mér finnst að kirkjan ætti að ganga á undan með góðu fordæmi og ekki láta eins og óþægur krakki.
Kirkjan er óþörf segja margir. Að ýmsu leyti er hún úr takti við tímann. Hefur eiginlega alltaf verið það. Mörgum finnst blóðugt að vera að eyða peningum í stórum stíl í þetta apparat þegar illa stendur á eins og núna. Það finnst mér líka. Kannski væri gott ráð hjá þeirri vinstri stjórn sem nú situr að auka vinsældir sínar með því að setja kirkjunni stólinn fyrir dyrnar. Þó kannski ekki, hvað veit ég?
Vilja Íslendingar hafa kristna kirkju þó þeir séu illa kristnir sjálfir upp til hópa? Guðsorð er þeim ekki tamt á tungu en hatrammar bloggdeilur benda til trúarþarfar.
Mér finnst ekki að blogg eigi að vera einskonar framlenging fréttaskrifa. Réttara sagt fréttaskýring, meina ég. Hver og einn skýrir fréttirnar með sínu nefi (eða tölvu) og allir eru einstakir. Eru þeir sem duglegir eru að skrifa eitthvað betri en aðrir? Blogg eiga að vera hugleiðingar um lífið og tilveruna. Sjálfur hugleiði ég mest blogg og það speglast í skrifum mínum. Bloggið er upphaf og endir alls. Samtal við sálina. Búksorgir eru hismi.
Minn daglegi pistill er oftast um blogg. Get ekki að því gert. Svona er þetta bara.
Og nokkrar myndir:
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Var krabbinn látinn þegar þú komst að honum?
Hólímólí 10.8.2010 kl. 01:50
Já, hann var látinn. Jafnvel vel látinn og þar að auki látinn í friði.
Sæmundur Bjarnason, 10.8.2010 kl. 06:22
Fluga að störfum! góður Vonandi bíður hennar ekki eins sviplegur dauðdagi og látna krabbans.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 10.8.2010 kl. 07:39
Kirkjur hafa aldrei gengið á undan með góðu fordæmi... þvert á móti hefur alltaf þurft að þvinga kirkjur og kufla í allt...
Þúsundir verkamanna halda þessu fáránlega liði uppi... á bakvið einn prest eru ótal VINNANDI hendur... skömm að þessu svindli öllu saman
DoctorE 10.8.2010 kl. 07:51
Doctore, prestarnir gera samt gagn. Þeir eru ekkert öðruvísi en annað fólk. Þú og aðrir geta verið á móti því skipulagi sem þeir vinna eftir en það er óþarfi að atyrða mennina sjálfa.
Sæmundur Bjarnason, 10.8.2010 kl. 08:59
Ég segi það sem ég segi vegna þess að það er ekki smuga að fara í gegnum prestsnám án þess að sjá að um púra lygasögu er um að ræða... Ég get afsakað fólk sem er bara í kristni vegna þess að það veit ekki hvað innihaldið er... en að menn hafi legið í þessari bók árum saman án þess að ganga út... það ber vitni um óheiðarleika... Það er ekki hægt að boða trú án þess að vera óheiðarlegur... nú eða bara gaga
doctore 10.8.2010 kl. 09:04
Ég er frekar ósammála þér. Kirkjan er að segja upp 20 góðum starfsmönnum í þessu átaki. Það er alrangt að segja upp góðum starfsmönnum á þessum tímum. Það fyrirtæki sem ég vinn hjá ákvað straks þegar kreppti að að segja engum upp. Rætt var við alla starfsmenn og þeir beðnir um að taka á sig tímabundna launaskerðingu til að allir hefðu vinnu áfram. Það samþykktu allir. Þetta bar árangur , fólki var greidd út skerðingin að ári liðnu og nú er góður vöxtur hjá fyrirtækinu og starfsmönnum fjölgar, Að detta í niðurbrot og aumingjaskap er ekki það sem hj´lpar. Allflestir láta jú Kirkjunnar menn skíra sig ferma og grafa. Leitað er til kirkjunnar þjóna þegar miklar raunir ganga yfir og huggunar er þörf. Ég vildi ekki vera í amfélagi þar sem kristni og almenn trúrækni væri ekki til staðar. Held það samfélag mindi fljótt breitast í voðastað. Manneskjan er bara þannig að hún þarf eitthvað að höfða til og þá er eins gott að það sé eitthvað sem boðar kærleika og manngæsku. Kirkjan hefur oft misstigið sig með hræðilegum afleiðingum , en samt er hún helsta vonin. Bestu kveðjur.
K.H.S., 10.8.2010 kl. 09:33
Kári: Er almenn trúrækni hér á landi? Skv. skoðanakönnunum samþykkir ekki nema helmingur þjóðarinnar trúarkenningar þjóðkirkjunnar og mun færri eru "trúræknir" á þann hátt að þeir fari í kirkju utan athafnanna - brúðkaupa, jarðarfara, skírna og ferminga. Þessar athafnir fá prestarnir greitt aukalega fyrir og myndu halda áfram að gera það þó ríkið hætti að borga þeim laun.
Það er annars ágætis hugmynd að láta prestana taka á sig launaskerðingu. Hvers vegna fylgja þeir ekki orðum meints leiðtoga lífs síns:
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 10.8.2010 kl. 10:30
Það má öllum vera löngu ljóst að trúarleiðtogar eru ekki til fyrirmyndar... .þeir eru líka langlélagastir í að fylgja boðskapnum sem þeir vilja að aðrir farir eftir.
Margir taka þetta sem fórn... þið vitið; Erfiðara er fyrir ríkan mann að fara til himnaríkis en úlfalda í gegnum nálarauga....
doctore 10.8.2010 kl. 11:50
Maður spyr sig. Þurfum við að halda uppi landbúnaði með ríkisstyrkjum? Eigum við að borga skuldir kvótagreifanna? Höfum við efni á 7 háskólum? Þarf ríkið að baktryggja bankana sem eru á leið í þrot?
Einhvernvegin finnst mér að það þurfi að forgangsraða. Þá finnst mér mál presta minniháttar vandamál og hægt að leysa með hægðinni. Til dæmis með aðskilnaði ríkis og kirkju. Ekkert forgangsmál í dag miðað við það sem ég nefndi að ofan.
Gísli Ingvarsson, 10.8.2010 kl. 16:31
Jahá Gísli.. það er sori á ýmsum stöðum og því er best að halda kirkjusoranum á spenanum...
Það er ekki bara peningalega sem ríkið þarf að losa sig við kirkju... það er einnig vegna þess að það er VANDIRÐING við alla þá sem eru ekki kristnir, að hér sé ríkist´ru
doctore 11.8.2010 kl. 13:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.