19.7.2010 | 01:48
1084 - Bloggið ógurlega
Mikið skil ég Sigga Þór vel þegar hann segir að bloggið sé ógeðslegt og leiðinlegt. Samt er það ómótstæðilegt. Kannski er hann kominn lengra á þroskabrautinni með því að fíla fésbókina betur. (Eða fasbókina - ætla samt helst ekki að gefa mig) Mér finnst fésbókin uppáþrengjandi og staglsöm. Sennilega þarf ég bara að stjórna henni með markvissari hætti og stilla hana betur inná sjálfan mig og mínar þarfir. En þá missir maður af svo mörgu sem er í rauninni athyglisvert.
Einhver sagði (líklega á bloggi) að Daníel Hannan væri dæmi um örvæntingarfullan innflutning á breskum sérvitringum. Sammála því. Það þarf enga útlendinga til segja manni að ESB sé ómögulegt. Margir slíkir eru þeirrar skoðunar. Sumir segja að Samfylkingarmenn séu í hjarta sínu á móti ESB en láti svona vegna flokksforystunnar. Öfugt er þessu farið með mig. Er fyrir löngu orðinn sannfærður um að ESB henti okkur ekkert ver en öðrum.
Er sammála Villa í Köben um að pólitíkin er óttalega leiðinleg. Kannski erum við pínulítið líkir þegar allt kemur til alls. Hann talar um Ísrael en ég um blogg. Bæði fyrirbrigðin eru umdeild.
Er ég einn um það að vera alltaf að fá Nígeríubréf eða eru bara allir hættir að tala um þau? Hér er það nýjasta. Mér finnst aðferðafræðin fara batnandi: (greinaskilum og þessháttar sleppt.)
Greetings,
I understand that through Internet is not the best way to link up with you because of the confidentiality which my proposal demands.
However, I have already sent you this same letter one month ago,but I am not sure if it did get to you since I have not heard from you, hence i am constrain to reach you through the Internet which has been abused over the years.
I wish to notify you again that You were listed as a Heir to the total sum of (Three Million Six Hundred Thousand British Pounds) in the codicil and last testament of the deceased.(Name now withheld since this is our second letter to you). We contacted you because you bear the surname identity and therefore can present you as the Heir to the inheritance funds.
Please indicate your interest immediately for us to proceed. I shall feed you with full details of this transaction upon receipt of your reply towards this proposal.
All the legal papers will be processed in your acceptance. In your acceptance of this deal, we request that you kindly forward to us your letter of acceptance; your current telephone and fax numbers and a forwarding address to enable us file necessary documents at our high court probate division for the release of this sum of money.
I look forward to hearing from you.
Mr.Anthony Martin Esq.
Clive Fullerton
Trevor Smyth & Co
Chester House, 13 Chichester Street,
Belfast, BT 1 4JB
Private Telephone +4470111 83445
Og fáeinar myndir:
Skammt frá Reykjakoti við Hveragerði.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Ég hef ekki fengið Nígeríubréf síðan 2003. Var eiginlega búinn að gleyma þeim. En þetta sem þú settir inn er kunnuglegt. Ótrúlegt að fólk skuli enn falla fyrir þessu.
Grefill 19.7.2010 kl. 03:13
Það var eiginlega hrunið sem drap sjarmann sem var á blogginu. Þessi stóryrti og æsti pólitíski hamur sem kom eftir það er mjög hvimleiður. Það er samt hægt að finna eitt og eitt blogg sem er þess virði að lesa. Hvað fasbókina snertir þá er hún í mínum augum fyrst og fremst bara skemmtiefni. En þar ríkir vissulega eins konar skipulögð uppgerð. Kannski fylgir það öllum persónulegum netmiðlum að vera með það. Komdu til dyranna eins og þú ert klæddur á fasbók, líka þegar þú ert í vondu skapi og menn munu hundskamma þig. Þú ÁTT að vera hress og skemmtilegur á fasbók. En kannski er ekki hægt að búast við öðru.
Sigurður Þór Guðjónsson, 19.7.2010 kl. 10:57
Þetta með að hrunið hafi drepið bloggið er einföldun. Vissulega hafa margir ánetjast hrunfréttum og láta þær stjórna öllu sínu bloggelsi. (ef ekki lífinu öllu.) Auðvelt er samt að sniðganga slík blogg og hugsa um eitthvað annað. Ef fésbókin er bara skemmtiefni þá hlýtur bloggið að vera svolítið alvarlegra. Mér finnst óreiðan á fésbókinni vera fullmikil og öllu æja saman. Það er pínulítið skárra að flokka bloggið og raða því (í huganum) og þetta með hressleikakröfuna blæs ég á. Endilega að vera fúll öðru hvoru.
Sæmundur Bjarnason, 19.7.2010 kl. 12:02
Mér finnst langmest gaman að vera ALLTAF fúll! Það hef ég lært af honum Mala the malicious.
Sigurður Þór Guðjónsson, 19.7.2010 kl. 13:17
Ég er sammála Sigurði með að blogginu hefur farið aftur eftir hrun. Fáir blogga um annað en þjóðmálin. Ég undanskil ekki sjálfan min, enda nenni ég sjaldan að blogga núorðið. Maður hefur sogast inn í leiðindin og orðinn samdauna.
Facebook upplifi ég allt öðruvísi. Svona ekki ósvipað og sjoppuhangs unglingsáranna. Þar hittir maður allt „liðið“ en þó lítið, ef eitthvað, um að vera í sjálfu sér.
Brjánn Guðjónsson, 19.7.2010 kl. 13:57
Ef maður dettur þarf maður að rísa upp. Ef kerfið hrynur þarf að reisa það við.
Mér líkar við þýðinguna fasbók. Skora á þig að halda fast í hana.
Hrannar Baldursson, 19.7.2010 kl. 22:00
Hmm, Hrannar það er ég sem skrifa oftast fésbók en Sigurður Þór (og Páll Bergþórsson o.fl.) vilja gjarnan nota fasbók. Kært barn hefur mörg nöfn. Um þetta má segja margt og líka um hrunið.
Sæmundur Bjarnason, 19.7.2010 kl. 22:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.