8.7.2010 | 01:34
1073 - Facebook og blogg einu sinni enn (nr. 473??)
Það að tala alltaf illa um feisbókina og skrifa meira á bloggið en hana er auðvitað tilraun til að sýnast merkilegri en aðrir. Ef teljarinn á blogginu sýnir einhvern lestur að ráði þá er freisting að halda sig frekar við það. Að fá svo marga fésbókarvini er heilmikil fyrirhöfn. Og svo veit maður ekki hverjir fela skrifin manns. Þá er betra að fimbulfamba út í loftið og vona að sem flestir álpist til að lesa það sem þar stendur.
Eitt er það þó sem feisbókin hefur fram yfir bloggið. Þar geta menn með engu móti litið á skrif sín sem varanleg og einhvers virði en kannski hættir sumum bloggurum til þess.
Sigurður Þór Guðjónsson birtir stundum blogg-greinar eftir sig á Moggablogginu og tekur þær svo niður. Birtir þær síðan aftur og þá kannski breyttar og bættar, hvað veit ég. Þetta er galli og ef maður hefur kannski kommentað á greinina þá gæti kommentið verið orðið marklaust. Ég nenni t.d. yfirleitt ekki að skrifa mikið um málfarsfjólur á netmiðlum sem þó eru algengar. Meðal annars er það vegna þess að oft eru þær leiðréttar fljótlega.
Þegar ég er búinn að pósta grein á bloggið mitt þá finnst mér að lesendur og þeir sem láta svo lítið að kommenta á hana eigi hana. Mér finnst ég bara hafa leyfi til að gera lítilsháttar stafsetningarbreytingar og þessháttar á henni. Þetta kann þó að breytast síðar, veit það ekki.
Úr því að ég er kominn í kvörtunarhornið er hér önnur bloggumkvörtun. Björn Birgisson liggur á því lúalagi að birta sömu blogg-greinarnar aftur og aftur undir mismunandi fyrirsögnum. Það finnst mér að minnsta kosti. Kannski er þetta bara óvart hjá honum en það fer samt í taugarnar á mér því greinarnar er oft mjög góðar. Man eftir því að einu sinni var gert grín að Birni Bjarnasyni þar sem hann var að breyta blogg-greinum frá Kína. Varla vill nafni hans Birgisson falla í sama pyttinn.
Annars á ég svolítið erfitt með að úttala mig um þetta því oft rekst ég á greinar í google-readernum mínum sem ég hef lesið áður. Ég get engum kennt um það nema sjálfum mér. Trassa nefnilega oft að lesa það sem readerinn safnar saman.
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:35 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Ég er svo sammála því að það er frekar hallærislegt að breyta bloggi eftir að það hafa komið athugasemdir, því þá geta þær orðið marklausar.
Ég fékk merkilega beiðni um daginn frá manni, þ.e.a.s. að ef ég breytti ekki fyrirsögninni á einu blogga minna þá myndi viðkomandi kvarta til mbl.is Reyndar var nafn viðkomandi í fyrirsögninni - en ég ákvað að taka það blogg út til að friða manninn, en hann hefði alveg getað beðið mig um þetta hótanalaust. En það er kannski stíll sumra.
Jóhanna Magnúsdóttir, 8.7.2010 kl. 07:30
Já, Jóhanna ég hef tekið eftir því að ef nöfn fólks eru í fyrirsögnum þá er eins og fleiri hafi áhugá á að lesa þær. Mér finnst það ekkert skrítið. Margir sem lesa bloggin lesa einkum það sem þeir halda að sé hugsanlega æsilegt. Fékk einu sinni bréf frá háskólakennara sem sagðist vera alveg sammála mér en yfirleitt ekki þora að láta þá skoðun í ljós því hún væri svo óvinsæl.
Sæmundur Bjarnason, 8.7.2010 kl. 08:40
Fésbókin er hræðilega ritskoðuð og leiðinleg, það má ekkert gera BANG bannaður.
Annars breyti ég helst aldrei neinu á mínu bloggi... hef aldrei fengið eina einustu kvörtun frá því að ég var rekin af mbl, vegna þjóðþrifaverks :)
Maður á að fá að segja hug sinn... maður á að mega segja menn vera ruglukolla, blikkhausa.
Hún Jóhanna vinkona mín... hún er ekki sammála þessu, bannaði mig á blogginu sínu... bara vegna þess að ég tek ekki undir skoðanir hennar... ALDREI myndi ég banna manni að setja athugasemdir hjá mér, hann þyrfti að vera svona SPAMMER extreme svo ég myndi banna viðkomandi, aldrei banna fólk vegna skoðana... það er heimskt, einfeldningslegt
doctore 8.7.2010 kl. 12:22
Kæri Doctor E, það er ekki rétt að ég hafi lokað á þig vegna þess að þú tókst ekki undir skoðanir mínar, þá væri ég líka búin að loka á stórvin þinn líka Jón Val Jensson. Ég er ekki hlynnt því að loka á fólk yfirhöfuð, en þegar að þú varst farinn að særa vini mína og sýna dónaskap þá var mér bara nóg boðið.
Þú, ásamt Enok nokkrum ofurtrúuðum eruð einu tveir einstaklingarnir sem ég hef lokað á. Þannig að þið eruð þarna á sitthvorum öfgaendanum.
Fólk hafði samband við mig og hreinlega sagðist hætta að nenna að lesa samræðurnar þegar þú varst kominn inn í þær.
Ég segi það enn og aftur, að það er allt í lagi að vera nafnlaus og vera með skoðanir, en nafnlaus með dónaskap því nenni ég ekki. Það er líka ójafn leikur þegar ég legg mitt nafn við skoðanir mínar, en þú felur þig á bak við grímu.
Þér er tíðrætt um guðhræðslu og að fólk óttist Guð. Í raun ert þú einn mesti hræðslupúkinn á blogginu. Ég er hvorki hrædd við Guð né menn og get staðið við allt sem ég segi undir nafni.
Þú ert bara ekki velkominn í partý ef þú ert partý spoiler - sorry!
Jóhanna Magnúsdóttir, 8.7.2010 kl. 17:24
Þessi nafns árátta er ótrúlega léleg afsökun... það verða alltaf einhverjir sárir, í næstum hvaða umræðu sem er..
Hey, en þú mátt commenta hjá mér.. þú mátt segja eitthvað sem særir mig og vini mína.
Mín "partý" eru opin
http://www.youtube.com/watch?v=TK5z9mwEJHQ
;)
DoctorE 11.7.2010 kl. 11:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.