25.4.2010 | 00:06
1001 - Þúsund og ein nótt
Dundaði mér einu sinni við að setja arabisku sögurnar sem bera þetta nafn á vef Netútgáfunnar. Lauk samt aldrei við það.
Stefán Benediktsson er athyglisverður og mjög góður bloggari þó hann sé sannfærður Samfylkingarmaður. Um daginn birti hann setningu á bloggi sínu sem ég man enn: Vondir þegnar hafa alltaf ýtt okkur í átt til betra mannlífs."
Þetta má meðal annars heimfæra á útrásarvíkingana. Það má mikið vera ef lífið hér á Íslandi verður ekki betra þegar við erum búin að jafna okkur á hruninu. Gott ef eldgosin verða okkur ekki til blessunar líka á endanum.
Leó sem kallaði sig Ljón Norðursins var einu sinni með prjónastofu í Gamla Barnaskólanum í Hveragerði. Dóttir hans hét (og heitir eflaust enn) Katla eins og eldfjallið. Leó sá var eftirminnilegur.
Rödduð ell eða órödduð er eitt af því sem útlendingar skilja illa í íslensku en getur oft verið skemmtilegt að velta fyrir sér. Man samt aldrei hvort er hvort. Ella mella kúadella, sögðum við oft áðurfyrr án þess að meina nokkuð sérstakt með því. Eina vísu kann ég sem leikur sér vel með ellin. Hún er svona:
Skólapiltar fara á fjöll
og faðma heimasætur.
Ungar stúlkur elska böll,
einkanlega um nætur.
Veit ekki hvenær ég hætti að blogga. Örugglega þegar ég er dauður. Kannski fyrr. Aðrar tegundir af tölvusamskiptum eiga ekki nærri eins vel við mig og blessað bloggið. Er nýbúinn að prófa að skrá mig á fésbókina en hef enn ekki náð tökum á því formi. Bloggið er betra. Þar getur maður látið móðann mása án þess að vera truflaður.
Finnst einhvernvegin að fésbókin sé til þess að setja þangað samstundis það sem manni dettur í hug. Hægt er að vanda bloggskrif svolítið. Samt er margt mjög athyglisvert á fésbókinni. Til dæmis er víða svo mikið af myndum þar að spurningin er frekar að nenna" en að hafa áhuga á."
Göngustígareynsla mín í Kópavogi segir mér að áhugaverðara sé að ferðast þar til fóts en til bíls.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Facebook öðlast líf þegar þú uppgötvar hvernig þú getur tengst gömlum vinum. Þú verður hins vegar að leita þeirra með leitarvél Facebook. Ég hef fundið fjölmarga gamla vini og kunningja þar inni, og held þannig samskiptum, þó yfirborðskennd séu, við vini sem eru í mikilli fjarlægð, bæði út frá tíma og rúmi.
Facebook er þannig allt öðruvísi samskiptavefur en bloggið.
Hrannar Baldursson, 25.4.2010 kl. 08:25
Tvíræðni og orðaleikir er list sem lifir bara í bókum núorðið. Við þurfum að halda þjóðlegum fróðleik og alþýðumenningu meir að unga fólkinu.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 25.4.2010 kl. 14:37
En Hrannar hvað ef maður vill ekkert finna gamla vini? Segi bara svona og meina ekkert með því. Er facebook þá alveg gagnslaus? Mér finnst menn nota hana bara eins og þeim sýnist. Hentar mér kannski ekki eins vel og sumum öðrum. Ég er svo tregur til að hætta að blogga.
Jóhannes, "til fóts" eins og er síðast í færslunni hjá mér er nú eiginlega dönskusletta. Skilst samt alveg held ég. "Auðlærð er ill danska."
Sæmundur Bjarnason, 25.4.2010 kl. 16:32
hehe, já þetta var voða kauðalegt hjá þér. bæði; til fóts og til bíls....
akandi , gangandi, hjólandi er miklu betra. Ég hjóla mikið um þessa göngustíga. mest hér í Reykjavík en hef samt farið nokkrar ferðir um Kópavoginn
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 25.4.2010 kl. 18:11
"Stefán Benediktsson er athyglisverður og mjög góður bloggari þó hann sé sannfærður Samfylkingarmaður" - skrifar þú. Stefán er mjög góður bloggari og ég held einhvernveginn að það sé síst að há honum að vera Samfylkingarmaður?
Ellismellur 25.4.2010 kl. 20:51
Uss, ekki hafa hátt um þetta Ellismellur. Er sjálfur Samfylkingarmaður en reyni að leyna því með svona orðalagi.
Sæmundur Bjarnason, 26.4.2010 kl. 13:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.