1000 - Já, þúsundasta færslan

Jæja, þá er komið að því. Þetta er hvorki meira né minna en mín þúsundasta bloggfærsla. Það er að segja ef ég hef alltaf númerað rétt. Hef ekki fundið missmíði þar á. 

Kannski er þetta mikið og kannski ekki. Í seinni tíð hef ég alltaf bloggað á hverjum degi hafi ég ekki verið mjög upptekinn við annað. Það sem auðveldar mér að halda númeraröðinni réttri er að ég byrja alltaf á næstu færslu strax og ég hef sett eina upp. Oftast er það auðvitað bara númerið, en með því verður það þó rétt.

Hef tekið eftir því að fólk horfir helst ekki á ljósmyndir hjá öðrum núorðið. Lætur nægja að skoða sínar eigin. Allir (að minnsta kosti flestir) eiga jú myndavélar og mikill fjöldi farsíma er með myndavél. Áður fyrr var jafnvel til siðs að myrkva stofur og sýna skuggamyndir þegar gestir komu. Slíkt þætti eflaust dónaskapur nú á tímum stafrænna myndavéla. Útaf þessu hef ég tekið upp þann sið að smygla öðru hvoru myndum með blogginu mínu. Þá geta þeir sem það lesa illa komist hjá því að sjá þær. Svo er líka möguleiki að einhverjir séu svo spenntir fyrir myndunum að þeir komi þeirra vegna og lesi bloggið mitt í leiðinni.

Umræðan um hrunið, Icesave og allt það einkennist of mikið af hatri, ofstæki og leiðindum. Jú, stjórnmálamenn brugðust einsog margir aðrir í aðdraganda hrunsins og jafnvel í hruninu sjálfu líka. Útrásarvíkingarnir stálu fjármunum okkar en samt sem áður finnst mér óþarfi að tala eins og sumir gera. Það er ekkert unnið með því að hvetja aðra til sem mestrar reiði. Hún skilar engu. Eyðileggur þá sem henni eru haldnir og er verkfæri andskotans eins og meistari Jón Vídalín sagði forðum.

Og myndir:

IMG 1654Tré ársins 2005. (svo segir á skilti við tréð)

IMG 1659Læks-mynd úr Kópavogi.

IMG 1678Þessi tré hafa víst verið fyrir einhverjum.

IMG 1687Hálfa húsið við Víghólastíg.

IMG 1688Skarðsheiðin í skini sólar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Til hamingju þúsundkall.

Myndirnar eru góðar, ekki síst vegna myndatextanna.

Emil Hannes Valgeirsson, 24.4.2010 kl. 00:22

2 identicon

Til lukku með áfangann ... er alveg sammála þér með að ljótu orðin, reiðin og heiftin þurfa að víkja, enda gerir slíkt bara illt verra. Er alltaf að benda á þetta. Miklu skemmtilegra að vera jákvæður og uppbyggjandi!!!

Ef ég man rétt þá heitir þessi tindur Skarðsheiðarinnar Heiðarhorn (mynd 5). Þangað upp hef ég komið.

Annars hefur þú greinlega verið á gangi rétt hjá þar sem ég vinn í Hamraborginni. Kannski hóa ég í þig einn góðan veðurdag ef ég sé þig og býð í kaffi. Myndirðu ekki þiggja það?

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! 24.4.2010 kl. 00:36

3 identicon

Til hamingju með þúsundustu færsluna.Hálfa húsið við Víghólastíg sem er hér að ofan var áður verslun,fínar myndir hjá þér takk.

Númi 24.4.2010 kl. 00:45

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Til hamingju með þennan merka áfanga. Að hafa getað haldið róseminni í gegnum þessa umbrotatíma í 1000 daga er afrek útaf fyrir sig. Að heimsækja bloggið þitt er svona eins og að stíga inní búddaklaustur get ég ímyndað mér.  það er alveg rétt athugað að reiðin skaðar mest þann sem er sífellt reiður. Mikilvægast er að finna henni farveg. Vísnagerð er ágæt aðferð...  Sennilega voru trjábolirnir áður álmtré. Það sér hver maður að of þétt var gróðursett og ekki hirt um að grisja. Annars er ég einn af fáum sem ekki finnst sniðugt að hafa tré inni í húsagörðum. Nógu stuttur er nú dagurinn fyrir þótt ekki sé vísvitandi aukið á dimmuna.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 24.4.2010 kl. 00:45

5 Smámynd: Jón Daníelsson

Takk, Sæmundur.

Ekki veit ég hversu margar af þessum þúsund ég hef lesið. En hitt skiptir mig meiru máli að þú ert hófsmaður. Þú lætur þér í léttu rúmi liggja hvar í flokki fólk er.

Það er gott. Það er afar gott. 

Jón Daníelsson, 24.4.2010 kl. 03:38

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Gratúlera.  Efast um að ég hafi náð þessum áfanga, enda hef ég ekkert logg yfir mínar færslur. Ér þó búinn að vera hér lengi. Alltof lengi. Tek færslur um dægurmál og þras oftast út, þegar þær hafa náð að útvanast.

 Vonandi heldurðu áfram í átt að öðru þúsundinu. Alltaf gaman að heimsækja þig. Er ekki sammála um að þeta sé neitt Búddaklaustur. Hér er oft mikið drama á ferð og þótt á yfirborðinu geti þetta litið yfirvegað út, þá er hér oft skarpur broddur undir. Held þú sért raunar svolítill prakkari eins og ég.

Jón Steinar Ragnarsson, 24.4.2010 kl. 05:55

7 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ég lít hér afar oft inn, en geri þér ekki til geðs að gera athugasemdir nema á tyllidögum

Til hamingju með áfangann, 432 innlit á færslu að meðaltalið. En þú ert örugglega með línurit yfir heimsóknir ef ég þekki þig rétt.  Þetta er meiri ásókn en í  bækur Þórarins Eldjárns á bókasöfnum.

Það fellur engin aska á þetta blogg, meðan þú getur pikkað á tölvu.

Hver leyfði þér annars að taka mynd af Skarðsheiðinni. Býrðu ekki í Kópavogi?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 24.4.2010 kl. 06:35

8 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Þúsund þakkir.

Emil, já þetta með myndatextana. Stunum vel ég myndirnar vegna þess að þær passa vel við einhvern ákveðinn texta.

Grefill, jú ég mundi áreiðanlega þiggja það.

Villi, myndin af Skarðsheiðinni er einmitt tekin úr Kópavogi!

Númi, Já einmitt. Ég man eftir verslun þarna og ég held að ekki sé búið að taka það allt í aðra notkun.

Jóhannes, það hefði kannski mátt skilja einhver tré eftir þó þau séu of þétt.

Jón, takk. Man ekki eftir að þú hafi kommentað hér áður. Les oft bloggið þitt.

Jón Steinar, ég er ekkert að hugsa um að hætta. Kannski næ ég 2000 einhvern tíma.

Sæmundur Bjarnason, 24.4.2010 kl. 06:55

9 Smámynd: Hrannar Baldursson

Haha, þú hefur beðið framyfir miðnætti með þúsundustu færsluna!

Til hamingju. Ég samgleðst þér!

Hrannar Baldursson, 24.4.2010 kl. 09:35

10 Smámynd: Ragnheiður

Menn hafa nú fengið hamingjuóskir fyrir minna Sæmundur. Til hamingju með þennan fína bloggferil. Ég les oft hjá þér enda er friður hér hjá þér.

Myndirnar eru skemmtilegar, ég verslaði oft í hálfa húsið þegar ég bjó þar skammt frá.

Takk fyrir mig

Ragnheiður , 24.4.2010 kl. 10:24

11 Smámynd: Ragnheiður

æj leiðrétting : ég verslaði oft í hálfa húsinu

Ragnheiður , 24.4.2010 kl. 10:25

12 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég beið spennt eftir þúsundustu færslunni og hélt að við fengjum köku. 

Takk fyrir samfylgdina á blogginu, þú hefur þína sérstöðu og þessvegna lesa þig margir.

Anna Einarsdóttir, 24.4.2010 kl. 10:52

13 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

bloggari sem bloggar um lífið. að mínu skapi

Brjánn Guðjónsson, 24.4.2010 kl. 12:10

14 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Takk öll. Anna, ég hefði sett köku á Netið ef ég hefði treyst mér til þess.

Sæmundur Bjarnason, 24.4.2010 kl. 12:23

15 identicon

Stundum þegar maður horfir upp á Snællsnes, þá kemur þú í hugann?
Alltaf rólegur og yfirvegaður í svörum.

Ólafur Sveinsson 24.4.2010 kl. 12:28

16 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Til hamingju með daginn, Sæmundur M (ég held við hæfi að sæma þig rómverskri tölu í tilefni áfangans). Kalla gott hjá þér að hafa tölu á hlutunum en meira máli skiptir að þú bloggar oft skemmtilega. Myndirnar líka oft góðar, t.d. Skarðsheiðarmyndin núna. -- Hins vegar er ekki aldauða að hrella fólk með því að sýna því myndir, jafnvel á vegg, og myndir teknar á tölritaða (digital) myndavél njóta sín oft enn betur þegar þeim er skotið um skjávarpa á stórt tjald.

Sigurður Hreiðar, 24.4.2010 kl. 12:34

17 Smámynd: Óskar Þorkelsson

takk fyrir mig.. ég gerðist bloggvinur hjá þér þegar þú varst búinn með um 300 pistla.. svo ég hef þá lesið 700 amk eftir þig síðan þá :)

Óskar Þorkelsson, 24.4.2010 kl. 14:04

18 identicon

Sæll Sæmundur.

Til lukku með áfangann. Og flott mynd af þessu "hálfa húsi".

Takk fyrir, og  einlæg sumarkveðja á þig.

Þórarinn Þ Gíslason 24.4.2010 kl. 14:58

19 Smámynd: Kama Sutra

eeeeeeeeexcellent

Kama Sutra, 24.4.2010 kl. 17:13

20 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Takk.

Sigurður, ég held að ekki þurfi að myrkva eins vel fyrir skjávarpa og áður þurfti fyrir skuggamyndavélar. Rétt er samt að nefna þetta því tæknin, eins og margt annað, fer stundum í undarlega hringi.

Þórarinn, hálfa húsið hefur oft vakið athygli mína þegar ég á leið þarna um. (sem er nokkuð oft).

Sæmundur Bjarnason, 24.4.2010 kl. 21:02

21 Smámynd: Jens Guð

  Til hamingju með áfangann.  Það er við hæfi að kvitta undir að oft er gaman að kíkja hingað inn þó ég sé latur að skilja eftir innlitskvitt.  Ég sé að flettingar á síðunni eru orðnar 433.013.  Það segir mér að fleiri en ég lesi færslur þínar á sama hátt og ég:  Kíkja inn á nokkurra daga fresti og lesa þá þær færslur sem bæst hafa við frá síðasta innliti. 

  Það er gaman að þú skulir rifja upp þessa tíma þegar svokallaðar skuggamyndir voru sýndar til skemmtunar í afmælum,  jólaboðum og undir öðrum kringumstæðum er fólk safnaðist saman í heimahúsum.   

Jens Guð, 25.4.2010 kl. 22:27

22 Smámynd: Jens Guð

  Til gamans fletti ég upp á færslulista mínum.  Þar sé ég að mínar færslur eru á þremur árum rétt um 1100.  Ég fattaði ekki að fylgjast með því þegar þær urðu 1000.  Svona fer þegar maður númerar ekki færslurnar sínar.

Jens Guð, 25.4.2010 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband