998 - Sumardagurinn fyrsti

Nú þegar ég er aðeins farinn að venjast fésbókinni þá vaknar spurningin hvort vera mín þar muni verða til þess að ég bloggi minna. Fann örla fyrir þeirri tilfinningu þegar ég vaknaði í gærmorgun og fékk mér minn fyrsta kaffibolla að segja frá því á fésbókinni en stillti mig. Gat samt ekki stillt mig um að athuga hvað skráðir vinir mínir hefðu sagt eða gert í nótt samkvæmt nefndri bók. Meira fjör var á blogg.gáttinni. 

Guðbjörn Guðbjörnsson (minn uppáhalds sjálfstæðispólitíkus) skrifar hugleiðingu um „Konungsríkið Ísland". Það er ágætur pistill eins og jafnan hjá Guðbirni. Að verulegu leyti er ég sammála honum. Mér finnst samt Íslensk pólitík einkum vera vanþroskuð og barnaleg. Þá á ég ekki við umræðurnar. Þær eru stundum ágætar þó ramminn utan um þær sé skrýtinn. Heldur á ég við stjórnsýsluna. Hún og lagasetningin er oft ótrúlega óvönduð. Þingmenn virðast ekki einu sinni skammast sín þó í ljós komi að lagasmíð frá þeim sé ónothæf.

Flestir hafa allan fjárann á hornum sér. Ekki síður ég en aðrir. En sólin skín og sumarið er komið samkvæmt dagatalinu. Er ekki bara best að koma sér út í góða veðrið? Ég held það.

Og fáeinar myndir:

IMG 1646Esja.

IMG 1630Yfirbyggður bátur.

IMG 1642Beðið eftir viðskiptavinum.

IMG 1425Yfir Kringlumýrarbraut.

IMG 1592Háskólinn í Reykjavík.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Gleðilegt sumar gamli.

Jón Steinar Ragnarsson, 22.4.2010 kl. 07:47

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Gleðilegt sumar Sæmundur. Skoða alltaf myndirnar sem þú setur inná bloggið þitt. Hvernig myndavél ertu með og hvaða linsu? Ég á eldri týpu af Canon með standard linsu og næ ekki svona skýrum landslags myndum

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 22.4.2010 kl. 07:50

3 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Jóhannes, myndvélin mín er Canon Powershot SX100IS. Hún er 8 megapixlar og með 10x optical zoom. Stundum laga ég myndirnar örlítið til í Microsoft Office Picture Manager. Sker þær örlítið til og set kannski Auto Correct á litina og minnka þær, en aldrei neitt annað.

Sæmundur Bjarnason, 22.4.2010 kl. 08:40

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Gleðilegt rigningarsumar! Ég hef dregið mjög úr bloggi eftir að ég byrjaði á feisbúkk. Og ég blogga líka allt öðru vísi.

Sigurður Þór Guðjónsson, 22.4.2010 kl. 10:58

5 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Takk Sigurður og sömueiðis. Er ekki viss um að fésbókin hafi sömu árhrif á mig, en sjáum bara til. Þetta eru talsvert ólíkir miðlar og líklega ekkert slæmt að nota þá báða eftir því sem manni finnst best.

Sæmundur Bjarnason, 22.4.2010 kl. 12:41

6 identicon

Gleðilegt sumar!

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! 22.4.2010 kl. 13:47

7 identicon

Gleðilegt sumar Sæmundur og þið allir saman. Skemmtileg sjónarhorn á myndunum.
Gott væri að sumir sjórnmálamenn gætu skipt um sjónarhorn og leitað víðar fanga.

Ólafur Sveinsson 22.4.2010 kl. 14:32

8 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ég á Powershot S2 IS, hér er linkur á tæknilýsingu. Ég held nú að tæknilega geti ég tekið betri myndir, en þarf að læra betur á hana. Er alltaf með hana á auto, sem er svona idiot proof mode, og nýti ekki alla möguleika

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 22.4.2010 kl. 15:18

9 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Jóhannes, ég nota auto-stillinguna líka langmest. Prófa aðrar bara einstöku sinnum. Mín er hvorki með viewfinder eða stillanlegan monitor.

Sæmundur Bjarnason, 22.4.2010 kl. 17:09

10 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ólafur minntist á sjónarhorn..

Við stýrið stóðu Solla og Geir
og stefndu hér öllu í klessu
Nú víkja vilja ekki þeir
sem vissu af öllu þessu

En líkt og alltaf lítil korn
loksins fylltu mælinn
Og íhalds sjúka sjónarhorn
sett var undir hælinn

En stjórnin virðist stefnulaus
og stýrið illa brotið
Því að grunlaus þjóðin kaus
þinglið spillt og rotið

Buguð Solla brast í grát
og beygði af í lotningu
Frekur Bjarni forðast mát
og fórnar bara drottningu

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 22.4.2010 kl. 19:35

11 identicon

Góður !!! !!!

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! 22.4.2010 kl. 19:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband