4.4.2010 | 00:19
980 - I am just trying to save the planet
Horfði á heimildarmyndina um Bobby Fischer í sjónvarpinu. Fannst hún á margan hátt góð. Eftirminnilegast þótti mér þar sem hann var í heimspekilegu rifrildi við Kára Stefánsson og sagði þá meðal annars þá setningu sem er fyrirsögn þessa pistils.
Eins og Fischer birtist okkur í þessari heimildarmynd var hann einþykkur og undarlegur en samt ákafur andstæðingur Bandaríkjastjórnar og Gyðinga yfirleitt og vildi greinilega líta á sig sem hinn mesta mannvin. Jafnfram var hann mikill besservisser" og viðurkenndi það jafnvel sjálfur. Þrjóskur mjög og sérvitur.
Ég hef lengi verið aðdáandi Fischers og hefur alla tíð fundist það lítilmannlegt að ráðast að honum persónulega fyrir skoðanir hans einar. Á margan hátt hefur verið komið illa fram við hann og hann hefur einnig komið illa fram við aðra. Einkum marga þeirra sem af einlægni hafa viljað hjálpa honum.
Það sem gerðist þegar Fischer var gerður að íslenskum ríkisborgara var ekki ómerkur kafli í Íslandssögunni og alls ekki að ófyrirsynju að heimildarmynd skuli gerð um það. Ég er bærilega sáttur við allt sem þar kom fram. Hlutur Garðars Sverrissonar er samt líklega gerður verri en efni standa til.
Margt var undarlegt við útför Fischers og í fréttum hér á landi var nýlega sagt frá því að svo kunni að fara að lík hans verði grafið upp til að ganga úr skugga um faðerni stúlkubarns frá Filippseyjum. Þetta er alls ekki ný frétt. Það eina nýja sem ég sá í henni var að þar var því haldið fram að búið væri að setja dagsetningu á það hvenær gert er ráð fyrir að héraðsdómari úrskurði um þetta mál. (16. apríl n.k.)
Fischer heldur áfram að vera umdeildur eftir dauða sinn. Það er engin furða. Maðurinn var ekki eins og fólk er flest. Dauða hans bar að á óvæntan og einkennilegan hátt. Er samt alls ekki að gefa í skyn að eitthvað óheiðarlegt hafi þar átt sér stað. Fréttin um lát hans fór samstundis eins og eldur í sinu um skákheiminn þó hún hafi ekki komist í fjölmiðla fyrr en degi síðar.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Mér fannst þessi mynd með eindæmum illa klippt. Þótt á endanum kæmi allt hið helsta fram, þá þurfti maður að hafa vitað um helstu atriði í lífshlaupi meistarans til þess að hafa gaman af þessari mynd. Hún varpaði ekki nýju ljósi á neitt fyrir mér, allt hafði þetta komið fram í blöðum hérlendis nema kannski þegar Guðmundur G þórarinsson var að reyna að troða sér sem númer 1, eins og hann tók til orða í Japan. Eins verður það talin fjöður í hatt Bónusfjölskyldunnar að hafa lánað einkaþotuna til að sækja ferðalangana til Japans. Rifrildið um arfinn er bara punkturinn yfir róstusamt líf og í hans anda, ef hann er þá dáinn? Í myndinni kom fram leynd ósk hjá honum til að láta sig hverfa og slíta öll samskipti við fjölskyldu og "vini". Gerði hann það kannski bókstaflega?
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 4.4.2010 kl. 01:12
Mér fannst þessi mynd með eindæmum illa klippt.
Ólafur Sveinsson 4.4.2010 kl. 01:43
af því Fischer var svo ósexy þá læt ég þetta flakka
Ásdís Rán er aldrei down
og órana hún kann að erta
Bráðna myndi Gordon Brown
ef hann fengi bara að snerta...
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 4.4.2010 kl. 01:56
leiðréttir höfuðstafir.
Ásdís Rán er aldrei down
órana hún kann að erta
Mundi bráðna Gordon Brown
ef bara fengi hann að snerta...
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 4.4.2010 kl. 01:59
Ég er sammála Ólínu Þorvarðardóttur - ég er ekki miklu nær um manninn Bobby Fischer eftir að hafa séð þessa mynd.
Myndin fókuseraði aðallega á "vinina" í kringum hann og þörf þeirra til að koma sér í sviðsljósið - í gegnum hann. Bobby Fischer var sjálfur mest í bakgrunninum.
Kama Sutra, 4.4.2010 kl. 02:42
Líklega hefur þessi heimildarmynd verið vitlaust hugsuð frá upphafi. Það er rétt hjá ykkur að fyrir þá sem hafa ekki þekkt þeim mun betur til ævi Bobby Fischers hefur þessi mynd frætt fólk lítið. Hún fjallaði að mörgu leyti betur um Sæmund Pálsson og ævi hans, en átti að ég held einkum að fjalla um hve erfiðlega gekk að fá Fischer lausan úr fangelsi í Japan og koma honum hingað til lands. Sem partur af ævi hans held ég að sá kafli sé ekki sérlega merkilegur. Fyrir þá Íslendinga sem þekktu vel til hans skipti hann kannski máli.
Jóhannes, held að Baugur hafi ekki flutt hann alla leið frá Japan. Hann hafi komið til Kaupmannahafnar með áætlunarvél, en verið fluttur frá Svíþjóð til Íslands með flugvél frá Baugi.
Sæmundur Bjarnason, 4.4.2010 kl. 07:17
Það væri gaman að sjá þessa mynd. Er hægt að nálgast hana á netinu?
Það er Hollywood kvikmynd í framleiðslu um ævi Fischer, með hinum afar góða Tobey Macguire í hlutverki meistarans. Myndin mun heita Pawn Sacrifice eða Peðsfórn og á að koma í bíó árið 2013. Handritið er ennþá í vinnslu en Macguire búinn að skrifa undir samning, þannig að þetta er í gangi.
Hrannar Baldursson, 4.4.2010 kl. 08:48
Sæmar tveir í fyrsta flokk,
falla hér og einnig rokk,
hjá þeim aldrei hálf neitt kák,
og helvíti báðir góðir í skák.
Gleðilega páska!
Þorsteinn Briem, 4.4.2010 kl. 09:09
"Vinur minn, Bobby Fischer. Heimildamynd um síðustu ár skákmeistarans Bobby Fischer og vináttu þeirra Sæmundar Pálssonar, Sæma rokk."
Þorsteinn Briem, 4.4.2010 kl. 09:31
Alveg rétt hjá Steina. Svona var kynningin á myndinni. Þeir sem vænta þess að fá í þessari heimildarmynd skýringu á því hvers vegna Bobby Fischer var eins og hann var fá lítið fyrir sinn snúð.
Held að ekki sé hægt að sjá myndina á Netinu eins og er, en það kemur sjálfsagt að því. Það sem þarna var á ensku var textað, minnir mig, en ekki það sem var á íslensku. Þessu þarf að breyta ef selja á myndina til útlanda. Öðru vísi kemst hún varla á Netið.
Bíð eins og Hrannar eftir mynd um Fischer. Myndin "Searching for Bobby Fischer", var alls ekki um hann. Nafninu breytt í "Innocent moves" eftir að hann kvartaði.
Sæmundur Bjarnason, 4.4.2010 kl. 09:58
Ég skildi hvorki meira né minna en áður, eftir að horfa á þessa mynd? Ég hef oft furðað mig á þessari Íslands-fíkn hans? En nú situr hann líklega þarna á eihverju skýjinu, horfir niður á okkur og brosir að hugrenningum okkar, eða hvað?
Maður þarf líklega ekki peninga í eilífðar-heimum? Enginn veit!
Gleðilega upprisuhátið öll M.b.kv. Anna
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 4.4.2010 kl. 16:00
Hrannar, myndin verður Endursýnd: 11. apríl 2010 kl. 13.50 á RUV
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 4.4.2010 kl. 17:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.