3.4.2010 | 00:12
979 - Dómharka og fávitaskapur
Gaman er að lesa blogg annarra. Mikið er skrifað og væntanlega lesið líka. Sölvi talar um dómhörku og Grímur Atlason, eða einhver annar, talar um fávitaskap. Líka um Jónas Kristjánsson sem kallar alla fávita og er naskur á að finna dæmi um slíkt hjá öðrum. Hrannar Baldursson talar um hvernig komast eigi í efstu sætin á Moggalistanum. Svo birta menn myndir af síðum á Facebook bara til að ergja mig því ég hef aldrei viljað skrá mig þar.
Best er að reyna að vera svolítið öðruvísi en aðrir. Mér líður best þannig. Stundum finnst mér raunar að ég sé ekki nærri nógu ólíkur öðrum en það er önnur saga. Einu sinni þóttist ég vera betur að mér um flesta hluti en allir aðrir. Það er liðin tíð. Núna berst ég við að vera ekki asnalegri en aðrir.
Eins og mig minnir að ég hafi sagt í kommenti hjá Hrannari þá er mín leið til ímyndaðra vinsælda sú að skrifa daglega og númera færslurnar. Svolítið í Ómars Ragnarssonar stílnum. Þó blogga ég ekki eins oft og hann, sem nú þegar bloggar á tveimur stöðum en þyrfti mun fleiri.
Framboð Jóns Gnarr og árangur þess eru merkilegustu tíðindin í þessu tíðindalausa landi. (Tel ekki eldgos og kreppur með). Borgarahreyfingin var eini kosturinn fyrir óánægjuöflin í síðustu Alþingiskosningum en er nú búin að spila rassinn rækilega úr buxunum og sennilega þurfum við einhvern svipaðan og Jón Gnarr í næstu Alþingiskosningum. Fyrirfram er ég alls ekki viss um að hann sé verri en aðrir þó þetta sé auðvitað grínframboð hjá honum. Sumum finnst kannski verst hvað hann er Jesúsinnaður.
Alvöruframboð eru nefnilega alltof alvörugefin. Sérstaklega hjá fjórflokknum sem mætti alveg taka sér ítarlegt frí mín vegna. Hugsið ykkur bara hve mikill munur það væri að vera laus við hann. Gnörrunum mundi auðvitað fjölga og jafnvel misheppnaðir þingmenn slæðast með en ráðherraræflana mætti sækja hvert sem er ef menn vildu endilega að þeir hentuðu bærilega í starf sitt.
Þjóðaratkvæðagreiðslan sem framin var um daginn er alveg gleymd. Nú tala menn bara um eitthvað annað. Til dæmis skötusel og ketti. Tek bara ekki þátt í svona vitleysu.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Ekki lengi bar sitt barr,
borgaranna fylgið þvarr,
Jesús minn með Jóni Gnarr,
og jólasveinar nýtt þar narr.
Þorsteinn Briem, 3.4.2010 kl. 02:26
ég verð að viðurkenna að ég er feginn að hafa ekki heyrt á Icesafe minnst undanfarið. blessað gosið og kettirnir
Brjánn Guðjónsson, 3.4.2010 kl. 03:41
Gnarr í góðu formi
gantast til og frá.
Trúi´ekki að Dabbi dormi
og dragi að ráðast á.
Sæmundur Bjarnason, 3.4.2010 kl. 07:38
Í sveitinni bjó hún Marilyn Monroe,
úr mysingi og kotasælu þar dó,
einnig kisa og fimm þar finkur,
sem fórust er á þær kom slinkur.
Þorsteinn Briem, 3.4.2010 kl. 10:50
Spaugstofuna í framboð sem Spaugflokkurinn. Þeir myndu rjúka inn.
Hrannar Baldursson, 3.4.2010 kl. 14:06
Sæmundur minn þó fólk vilji hafa það þannig að þjóðaratkvæðagreiðslan sé gleymd þá er hún það ekki. Hún kraumar í undirmeðvitund okkar og á eftir að skila góðum hlutum, núna til dæmis eru bæði Bretar og Hollendingar að bakka í samningaviðræðunum, það hlálegasta við það er að fjármálaráðherran okkar er í einhverskonar fýlu út af því.
Annars góð færsla hjá þér takk fyrir mig.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.4.2010 kl. 16:33
Soldill Guðni senator,
á Suðurlandi er í for,
kallinn fer með kýr í vor,
á Klörubar og Al sér Gore.
Þorsteinn Briem, 3.4.2010 kl. 16:46
Það er nú ekki leiðinleg að heimsækja Sæmund :)
Finnur Bárðarson, 3.4.2010 kl. 17:12
Nei rétt er það Finnur, þarna fer yfirvegaður og rólyndismaður á ferð sem nennir greinilega ekki að æsa sig yfir þessu rugli hjá okkur hinum en heldur rólegur áfram sínu góða bloggi og lætur hvern dag ráða för, í númeraröð þó !
Guðmundur Júlíusson, 3.4.2010 kl. 22:13
Takk fyrir hrósið. Jú, ég reyni að halda mínu striki. Tala stundum um pólitík, hrunið, Icesave og allt þetta, en er ósköp loðmullulegur í samanburði við marga aðra, finnst mér. Eitt blogg á dag - hvorki meira né minna (oftas nær a.m.k.) Ég er bara búinn að venja mig á þetta.
Ásthildur, ég veit að við erum ekki sammála í pólitík en vel getur verið að frjálslyndi flokkurinn hafi enn hlutverk.
Hrannar, ég bíð eftir næstu Alþingiskosningum þó ég viti ekki frekar en aðrið hvenær þær verða. Trúi þvi varla að núverandi stjórn lafi út kjörtímabilið.
Sæmundur Bjarnason, 3.4.2010 kl. 23:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.