25.3.2010 | 00:10
970 - Eigi skal strippa
Lastaranum líkar ei neitt
lætur hann ganga róginn.
Finni hann laufblað fölnað eitt
fordæmir hann skóginn.
(Veit ekki eftir hvern þessi vísa er.)
VG: Er þetta fíkjublað eða hvað á myndinni hér fyrir ofan?"
GV: Það veit ég ekki."
VG: Andskotans klám er þetta. Svona lagað ætti að banna."
Hlustaði á útvarp í bílnum mínum í kvöld. Verið var að ræða um bankaleynd og einhverjir að tala við Helga Hjörvar. Hann vildi ekki gera mjög mikið úr tregðu bankanna á að veita upplýsingar. Annar fyrirspyrjandinn sagði þá:
En hvernig túlkar þú þennan trega?"
Í því slökkti ég á útvarpinu því ég var kominn á leiðarenda. Held að fyrirspyrjandinn hafi ætlað að spyrja um tregðu bankanna og kannski hefur hann leiðrétt sig. En það er margs að gæta þegar talað er í útvarp.
Grófasta dæmi sem ég þekki um misnotkun á kommentakerfum er frá þeim tíma þegar ég las reglulega blogg Ágústar Borgþórs Sverrissonar. Verið var að ræða um einhver skrif og einhver sagði: Eyrbyggja er betri." Og peistaði Eyrbyggju eins og hún lagði sig. Mér er þetta enn minnisstæðara vegna þess að á sínum tíma skrifaði ég upp alla Eyrbyggju og setti hana á Netið. Það var nú þá.
Og fáeinar myndir:
Fyrirtækismerki - ekki sem verst.
Gangstéttar eru aðallega fyrir bíla eins og allir vita. Einkum jeppa að sjálfsögðu.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Var það ekki Káinn sem orti um lastarann?
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 25.3.2010 kl. 00:19
Það var Steingrímur Thorsteinson.
Jón Steinar Ragnarsson, 25.3.2010 kl. 01:42
Eyrbyggja er mín uppáhalds Íslendingasaga. :)
Ljóðið er snilld.
Hrannar Baldursson, 25.3.2010 kl. 06:42
Fólin á RH 587,
fýsnin bar þar ofurliði,
í bílnum fóru úr brókum tvö,
en blöðin fölnuð á þeim viði.
Þorsteinn Briem, 25.3.2010 kl. 08:09
só, hvort er þetta blogg um "bann við nektardansi" eða "lög um bankaleynd"?
Ég hef sterkar skoðanir á hvoru tveggja svo það sé á hreinu
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 25.3.2010 kl. 12:45
Hrannar: Eyrbyggja hefur allt.
Jóhannes: Þetta fjallar bæði um nektardans og bankaleynd. ýmislegt annað líka og þar að auki fjalla myndirnar um hitt og þetta eins og Steini áttar sig vel á. Ef það sem skrifað er vekur einhverjar hugsanir hjá lesandanum er tilganginum náð.
Sæmundur Bjarnason, 25.3.2010 kl. 14:17
Mæltu manna heilastur
mikli Hvera-Sæmundur
En Steini er okkar stórastur
við steypu-rím og leirbakstur
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 25.3.2010 kl. 14:22
p.s þetta er þá svona einskonar soft porn? Vekja hugrenningar segirðu..
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 25.3.2010 kl. 14:26
Ég held að "fíkjublaðið" á efstu myndinni sé elri
Gunnar Th. Gunnarsson, 25.3.2010 kl. 14:44
Bölvaður dónaskapur er þetta. Sérstaklega myndin af uppgefnu girðingunni. Á hún að vera táknræn fyrir hugsunarhátt kvenna?
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! 25.3.2010 kl. 15:47
Fín vísa, Jóhannes. Rímið er ekki allt.
Gunnar, nú eyðilagðirðu allt.
Grefill, ég get ekki tekið ábyrgð á hvað mönnum dettur í hug. Ef girðingin minnir þig á hugsunarhátt kvenna þá verður bara svo að vera.
Flottar hugleiðingar. Svona eiga sýslumenn að vera.
Sæmundur Bjarnason, 25.3.2010 kl. 15:58
Jóhannes baunar á Steina
óvininn eina og hreina.
Rím hans er ranglega metið
rétt eins og blessað ketið.
Sæmundur Bjarnason, 25.3.2010 kl. 17:25
Nei , ég met Steina mikils, en hann liggur bara svo assgoti vel við höggi
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 25.3.2010 kl. 18:06
Steini er skemmtilegur. Hann mætti fara að blogga aftur.
Kama Sutra, 25.3.2010 kl. 18:24
Þetta er tilraun. Sumir geta sett myndir í athugasemdir, aðrir ekki. Í DV var birt mynd af fólki á Fimmvörðuhálsi. (röng mynd). Af því tilefni datt mér í hug:
Flóttamenn á Fimmvöruhálsi
fæturnir toga í burt.
En þeir sem fórnuðu sínu frelsi
fá nú að vera um kjurt.
Hef ekki hugmynd um hvort mér tekst að koma myndinni hér í athugasemdina.
http://saemi7.blog.is/admin/album/#album_-1_image_973977
Sæmundur Bjarnason, 25.3.2010 kl. 18:26
OK, ekki virkar það. Myndin var heldur ekki merkileg. Má sjá á DV.
Sæmundur Bjarnason, 25.3.2010 kl. 18:31
Sæmi var á sjónum,
með sjötíu og níu rónum,
á lækjum og bláum lónum,
lifðu á tómum grjónum.
Þorsteinn Briem, 25.3.2010 kl. 21:47
Kama Sutra, 25.3.2010 kl. 21:56
Til að setja myndir í athugasemdir:
Fara í grafískan ham og slá inn
<img src="slóð myndar" width="x" height="y">
Passa að myndir séu með opnar slóðir, ekki slóðir þar sem þarf innskráningu. Má sleppa widht og height, hægt að stýra stærð með því að fara aftur í HTML-ham.
Þá er tölvunördahorninu lokið í dag. Góðar stundir.
Theódór Norðkvist, 26.3.2010 kl. 11:52
Fara fyrst í HTML-ham, setja síðan inn mynd (<img src=.....>) og í grafískan ham til að breyta stærð myndar. Sneri þessu við.
Núna er tölvunördahorninu lokið.
Theódór Norðkvist, 26.3.2010 kl. 12:58
Ég er nú bara svona viðvaningur í vísnagerð.. en
Naktar dömur klúbbum á
Ekki sækir Sæmi í
Bregður hann sér frekar frá
að kíkja á kakkalakka á Kanarí
DoctorE 26.3.2010 kl. 15:31
DoctorE, þú gast sparað þér ómakið að taka það fram að þú værir viðvaningur á þessu sviði ......
Gunnar Th. Gunnarsson, 26.3.2010 kl. 15:57
DoctorE 26.3.2010 kl. 16:05
Kama Sutra, 26.3.2010 kl. 18:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.