970 - Eigi skal strippa

IMG 1405Lastaranum líkar ei neitt
lætur hann ganga róginn.
Finni hann laufblað fölnað eitt
fordæmir hann skóginn.

         (Veit ekki eftir hvern þessi vísa er.)

VG: „Er þetta fíkjublað eða hvað á myndinni hér fyrir ofan?"

GV: „Það veit ég ekki."

VG: „Andskotans klám er þetta. Svona lagað ætti að banna."

Hlustaði á útvarp í bílnum mínum í kvöld. Verið var að ræða um bankaleynd og einhverjir að tala við Helga Hjörvar. Hann vildi ekki gera mjög mikið úr tregðu bankanna á að veita upplýsingar. Annar fyrirspyrjandinn sagði þá:

„En hvernig túlkar þú þennan trega?"

Í því slökkti ég á útvarpinu því ég var kominn á leiðarenda. Held að fyrirspyrjandinn hafi ætlað að spyrja um tregðu bankanna og kannski hefur hann leiðrétt sig. En það er margs að gæta þegar talað er í útvarp.

Grófasta dæmi sem ég þekki um misnotkun á kommentakerfum er frá þeim tíma þegar ég las reglulega blogg Ágústar Borgþórs Sverrissonar. Verið var að ræða um einhver skrif og einhver sagði: „Eyrbyggja er betri." Og peistaði Eyrbyggju eins og hún lagði sig. Mér er þetta enn minnisstæðara vegna þess að á sínum tíma skrifaði ég upp alla Eyrbyggju og setti hana á Netið. Það var nú þá.

Og fáeinar myndir:

IMG 1304Hörpudiskur.

IMG 1274Fyrirtækismerki - ekki sem verst.

IMG 1293Skútur í Kópavogi.

IMG 1301Girðing að gefast upp.

IMG 1401Gangstéttar eru aðallega fyrir bíla eins og allir vita. Einkum jeppa að sjálfsögðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Var það ekki Káinn sem orti um lastarann?

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 25.3.2010 kl. 00:19

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það var Steingrímur Thorsteinson.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.3.2010 kl. 01:42

3 Smámynd: Hrannar Baldursson

Eyrbyggja er mín uppáhalds Íslendingasaga. :)

Ljóðið er snilld.

Hrannar Baldursson, 25.3.2010 kl. 06:42

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fólin á RH 587,
fýsnin bar þar ofurliði,
í bílnum fóru úr brókum tvö,
en blöðin fölnuð á þeim viði.

Þorsteinn Briem, 25.3.2010 kl. 08:09

5 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

só, hvort er þetta blogg um "bann við nektardansi" eða "lög um bankaleynd"?

Ég hef sterkar skoðanir á hvoru tveggja svo það sé á hreinu

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 25.3.2010 kl. 12:45

6 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Hrannar: Eyrbyggja hefur allt.

Jóhannes: Þetta fjallar bæði um nektardans og bankaleynd. ýmislegt annað líka og þar að auki fjalla myndirnar um hitt og þetta eins og Steini áttar sig vel á. Ef það sem skrifað er vekur einhverjar hugsanir hjá lesandanum er tilganginum náð.

Sæmundur Bjarnason, 25.3.2010 kl. 14:17

7 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Mæltu manna heilastur
mikli Hvera-Sæmundur
En Steini er okkar stórastur
við steypu-rím og leirbakstur

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 25.3.2010 kl. 14:22

8 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

p.s þetta er þá svona einskonar soft porn? Vekja hugrenningar segirðu..

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 25.3.2010 kl. 14:26

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég held að "fíkjublaðið" á efstu myndinni sé elri

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.3.2010 kl. 14:44

10 identicon

Bölvaður dónaskapur er þetta. Sérstaklega myndin af uppgefnu girðingunni. Á hún að vera táknræn fyrir hugsunarhátt kvenna?

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! 25.3.2010 kl. 15:47

11 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Fín vísa, Jóhannes. Rímið er ekki allt.

Gunnar, nú eyðilagðirðu allt.

Grefill, ég get ekki tekið ábyrgð á hvað mönnum dettur í hug. Ef girðingin minnir þig á hugsunarhátt kvenna þá verður bara svo að vera.

Flottar hugleiðingar. Svona eiga sýslumenn að vera.

Sæmundur Bjarnason, 25.3.2010 kl. 15:58

12 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Jóhannes baunar á Steina
óvininn eina og hreina.
Rím hans er ranglega metið
rétt eins og blessað ketið.

Sæmundur Bjarnason, 25.3.2010 kl. 17:25

13 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Nei , ég met Steina mikils, en hann liggur bara svo assgoti vel við höggi

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 25.3.2010 kl. 18:06

14 Smámynd: Kama Sutra

Steini er skemmtilegur.  Hann mætti fara að blogga aftur.

Kama Sutra, 25.3.2010 kl. 18:24

15 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Þetta er tilraun. Sumir geta sett myndir í athugasemdir, aðrir ekki. Í DV var birt mynd af fólki á Fimmvörðuhálsi. (röng mynd). Af því tilefni datt mér í hug:

Flóttamenn á Fimmvöruhálsi
fæturnir toga í burt.
En þeir sem fórnuðu sínu frelsi
fá nú að vera um kjurt.

Hef ekki hugmynd um hvort mér tekst að koma myndinni hér í athugasemdina.

http://saemi7.blog.is/admin/album/#album_-1_image_973977

Sæmundur Bjarnason, 25.3.2010 kl. 18:26

16 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

OK, ekki virkar það. Myndin var heldur ekki merkileg. Má sjá á DV.

Sæmundur Bjarnason, 25.3.2010 kl. 18:31

18 Smámynd: Kama Sutra

Kama Sutra, 25.3.2010 kl. 21:56

19 Smámynd: Theódór Norðkvist

Til að setja myndir í athugasemdir:

Fara í grafískan ham og slá inn

<img src="slóð myndar" width="x" height="y">

Passa að myndir séu með opnar slóðir, ekki slóðir þar sem þarf innskráningu. Má sleppa widht og height, hægt að stýra stærð með því að fara aftur í HTML-ham.

Þá er tölvunördahorninu lokið í dag. Góðar stundir.

Theódór Norðkvist, 26.3.2010 kl. 11:52

20 Smámynd: Theódór Norðkvist

Fara fyrst í HTML-ham, setja síðan inn mynd (<img src=.....>) og í grafískan ham til að breyta stærð myndar. Sneri þessu við.

Núna er tölvunördahorninu lokið.

Theódór Norðkvist, 26.3.2010 kl. 12:58

21 identicon

Ég er nú bara svona viðvaningur í vísnagerð.. en

Naktar dömur klúbbum á
Ekki sækir Sæmi í
Bregður hann sér frekar frá
að kíkja á kakkalakka á Kanarí

DoctorE 26.3.2010 kl. 15:31

22 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

DoctorE, þú gast sparað þér ómakið að taka það fram að þú værir viðvaningur á þessu sviði ......

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.3.2010 kl. 15:57

23 identicon

DoctorE 26.3.2010 kl. 16:05

24 Smámynd: Kama Sutra

Kama Sutra, 26.3.2010 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband