968 - Icesave-æsingur

Á sama hátt og Sigurður Þór virðist gera í því að fá menn í trúmálaþrætur við sig er eins og ég sé að spana menn upp í Icesave-æsing. 

Þó ég skilji fremur lítið í þessu bulli öllu saman, þá held ég mig við minn upprunalega skilning á þessum málum þangað til ég sé eitthvað sem mér finnst greinilega betra.

Lítil skrif núna og ef menn vilja halda þruglinu áfram þá er betra að athugasemdir verði ekki við þetta blogg heldur það sem er næst á undan. Þetta blogg er bara skrifað útaf dagsetningunni og tölunni í fyrirsögninni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við erum nærri "réttu línunni"Sæmundur og höfum sagt skilið við í bili. við þetta langa og oft útrúlega þvermóðsku orðaskask.

.

Ólafur Sveinsson 23.3.2010 kl. 01:18

2 Smámynd: Kama Sutra

Það versta við trúmála- og Icesave-þræturnar er að það kemur aldrei nýr vinkill inn í þessar "umræður".  Þetta eru yfirleitt sömu aðilarnir sem taka þátt í þessum þrætum og hjakka alltaf í sama farinu.  Maður veit alltaf fyrirfram hvernig þessir usual suspects munu svara.

Booooring.

Kama Sutra, 23.3.2010 kl. 02:48

3 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Trúmál, Icesave og ESB.  Enda skrifa ég orðið sjaldan um þessi málefni.

Axel Þór Kolbeinsson, 23.3.2010 kl. 08:16

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sæmundur er sómakall,
svart er undur, nýtt þar fjall,
hans er brundur gjóska og gjall,
sem graður hundur fór á hnall.

Þorsteinn Briem, 23.3.2010 kl. 11:50

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er alls ekki rétt hjá þér, "Karma Sutra", þú getur séð marga nýja vinkla á málið í innleggi mínu á hina greinina hans Sæmundar HÉR! kl. 10:44 í morgun

Jafnvel Sæmundur, íhaldssamur eins og hann er að eigin sögn, þarf ekki að halda sig við sinn "upprunalega skilning á þessum málum", þegar hann hefur skoðað þau rök.

Jón Valur Jensson, 23.3.2010 kl. 12:09

6 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég er ekki að fá menn til að jagast við mig heldur sín á milli.

Sigurður Þór Guðjónsson, 23.3.2010 kl. 13:02

7 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Las innlegg þitt Jón Valur og lögfræðilega hygg ég að það sé vel fram sett. Hef samt ekki skipt um skoðun, því lögfræðilega hliðin á málinu er ekki sú sem ég hef mestan áhuga á. Auk þess þykist ég vita að vel sé hægt að setja málið ágætlega fram lögfræðilega á gjörsamlega öndverðan hátt. Þú ræðir ekkert um aðrar hliðar málsins svosem þær heimspekilegu og siðfræðilegu og um ábyrgð kjósenda á óhæfum stjórnvöldum. Í mínum huga er málið allt saman svo miklu meira en bara eitthvert lögfræðilegt álitaefni.  

Sæmundur Bjarnason, 23.3.2010 kl. 13:03

8 Smámynd: Hrannar Baldursson

"ábyrgð kjósenda á óhæfum stjórnvöldum"

 Vissulega áhugavert mál, en varla tengt ICESAVE? Það voru ekki stjórnvöld sem bjuggu til ICESAVE, heldur einkafyrirtæki og svo voru það stjórnmálamenn, í stað þess að láta eigendur fyrirtækisins mæta afleiðingunum, sem ákváðu að draga úr höggþunganum með því að fórna sakleysingjum sem ekki geta varið sig. 

Það vantar fyrst og fremst réttlæti. Að þeir sem báru ábyrgð að nafni til og með viðeigandi launum, beri þessa ábyrgð í veruleikanum.

Hrannar Baldursson, 23.3.2010 kl. 13:30

9 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Vissulega áhugavert mál, en varla tengt ICESAVE?

Þarna er ég bara alls ekki sammála þér, Hrannar. Það voru óhæf stjórnvöld sem létu Icesave verða til og verða að þeim óskapnaði sem við erum nú að glíma við.

Réttlæti skiptir vissulega máli í þessu sambandi og það er óralangt frá því að eitthvert réttlæti sé í því að við borgum Icesave-skuldina á þann hátt sem Bretar og Hollendingar virðast helst vilja.

Sæmundur Bjarnason, 23.3.2010 kl. 13:49

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hvaða "heimspekilega hlið" er á kröfuréttarmáli, hr. Sæmundur Bjarnason?

Jón Valur Jensson, 23.3.2010 kl. 15:26

11 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Þú ert kannski að tala um eitthvað kröfuréttarmál ég er bara að tala um allt annað. Kannski Icesave án augnspjalda.

Sæmundur Bjarnason, 23.3.2010 kl. 15:45

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, er Icesave-málið þá kannski viðfangsefnil fyrir menn eins og Immanuel Kant eða Hegel? Voru þeir nokkuð með augnspjöld? Hver er annars með augnspjöld, Sæmundur, eða var þetta einhver djúp röksemd hjá þér sem ég bara náði ekki með mínum takmarkaða skilningi?

Já, ég er að tala um kröfuréttarmál, en ekkert heimspekimálefni. Og ég var að benda þér og lesendum þínum á það á hinni Icesave-vefsíðunni þinni, sem ég vísaði til, að krafan kemur EKKI FRÁ RETTUM MÁLSAÐILA og hittir ekki heldur fyrir réttan málsaðila hérna megin, þegar ætlazt er til, að íslenzka ríkið útdeili hundruðum milljarða króna í hina snarvitlausu málshefjendur. Brezka ríkið er í raun ekki aðili málsins, heldur tryggingasjóðurinn FSCS og bankarnir þar í landi. Og málið tilheyrir í eðli sínu kröfurétti, ekki milliríkjapólitík.

Jón Valur Jensson, 23.3.2010 kl. 21:03

13 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Málið er miklu fremur milliríkjapólitískt en eitthvert lögfræðilegt álitamál. Sumar hliðar þess snerta að vísu auðvitað lögfræði og þó þú, Jón Valur sért sannfærður um að ekki séu til snjallari lögfræðingar í veröldinni en þú, þá er ég ekki þeirrar skoðunar.

Sæmundur Bjarnason, 23.3.2010 kl. 21:16

14 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nú, jæja, ertu þá svona góður að skilgreina eðli málsins eftir allt saman, þótt þú segir hér í upphafi, að þú "skilji(r) fremur lítið í þessu bulli öllu saman"!

Nei, Sæmundur, aldrei hef ég talið mig lögfræðing, en ég tek mark á okkar beztu lagasérfræðingum í þessu máli, legg mig eftir að skilja málflutning þeirra og röksemdir, og það er meira en þú gerir.

Jón Valur Jensson, 23.3.2010 kl. 21:23

15 identicon

Það var þetta með "ég tek mark á okkar bestu lagasérfræðingum"!!!!

Ólafur Sveinsson 23.3.2010 kl. 23:28

16 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Og eru það þessir sérfræðingar sem hafa talið þér trú um að þetta mál hafi engar aðrar hliðar en þær kröfuréttarlegu?

Sæmundur Bjarnason, 23.3.2010 kl. 23:32

17 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þeir eru alls ósmeykir við dómstólaleiðina – ólíkt Bretum og Hollendingum!

En hræðslupólitík er það, sem Steingrímur og Johanna stunda – ekki bara sem vopn í hendi til að reyna að snúa þjóðinni í kringum sig, heldur sem afleiðing líka af hugleysi þessa fólks og lélegra ráðgjafa þess gagnvart þeim verkefnum sem við blasa.

Menn þurfa að kunna að segja NEI í pólitík. Ekkert Icesave – við eigum ekkert að borga, þetta er ekki mál ríkisins, ekki skuld ríkissjóðs né þjóðarinnar.

Jón Valur Jensson, 23.3.2010 kl. 23:47

18 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Jón Valur. Sagt hefur verið um þig að þú þurfir alltaf að eiga síðasta orðið í öllum deilum. Hér mun þér ekki takast það. Samt ætla ég ekki að loka á þig eins og sumir segja að þú gerir við aðra ef þér tekst ekki að losna við þá á annan hátt.

Er ekki bara nóg fyrir okkur að afneita Jóhönnu og Steingrími þegar þú kemst til valda?

Sæmundur Bjarnason, 23.3.2010 kl. 23:56

19 Smámynd: Kama Sutra

Lífið á þessari bloggsíðu var skemmtilegra þegar hið alsjáandi Icesave-auga var í fýlu og lét ekki sjá sig hérna.

Kama Sutra, 24.3.2010 kl. 00:07

20 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sértu þreyttur, Sæmundur,

sársvangur, í kverkum þurr,

leggðu íbúð undir fót,

ísskáp kanna, lífsins njót,

kannski ögn af írsku whisky,

allt þá gleymist þetta hyski,

sem þig angrar allan daginn,

einkum þessi Jón ó-væginn.

Skelltu aftur skjánum, væni,

skömm er að hann þig svefni ræni.

Kallaðu út þinn arma her

í Icesave-nauðvörn að hjálpa þér.

– Fagnar síðan Fréttablaði

feginn að morgni karlinn glaði.

Jón Valur Jensson, 24.3.2010 kl. 00:54

21 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Ágætur samsetningur hjá þér Jón. Ef þú vilt breyta uppsetningunni þá geturðu losnað við línurnar á milli með shift-enter.

Sæmundur Bjarnason, 24.3.2010 kl. 01:24

22 Smámynd: Elle_

Sagt hefur verið um þig að þú þurfir . . . Samt ætla ég ekki að loka á þig eins og sumir segja að þú gerir við . . .

Oft hafa verið sagðir hlutir um fólk og oft líka logið.  Heldur líkist ofanvert kjaftasögum og slúðri að mínu viti.  Viljum við ekki heldur halda okkur við rök? 

Elle_, 26.3.2010 kl. 15:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband